Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 8
244 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Breiðamerkurfjall sjeð frá jökulgarðinum skamt vestan Jök- ulsár á Breiðamerkursandi. Pílan nr. 1 er yfir Miðaftans- tindi, pílan nr. 2 sýnir legu Fjalls. Miklar eru þær breyting- ar, sem þarna hafa orðið síðan Þórður illugi tók sjer þar ból- festu. (S. Þ. ftito 1938). arjöklar), Breiðamerkurjökull og Skeiðarárjökull. Þessar jökultung- ur eru ærið skriðmiklar. Sumurin 1936—’38 mældi jeg skrið Hoffels- jökuls og þar sem það er mest, vest an við svo kallaðan Múla, og mæld ist mesti hraðinn vera 211 cm. á arhring, sem mótsvarar 770 m. á ári. Hinir jöklarnir munu síst hæg- skreiðari. Væri um enga bráðnun að ræða, myndu jökultungurnar því fljótt flæða yfdr láglendið allt í sjó fram. Nú setur bráðnunin framskriðinu takmörk. Hún er því meiri sem neðar dregur og jökul- tungurnar ná ei lengra niður en þangað sem bráðnun og framskrið eru í jafnvægi. Þar verður fram- jaðar jökulsins kyrstæður. Sú kyr- staða þýðir, að jafnvægi ríkir milli hedldarúrkomu í fastri mynd (snjó- komu og hríms) og heildarbráðn- unar á jöklinum. En breytist lofts- lagið, raskast þetta jafnvægi og þá um leið lega jökuljaðarins. Aukist snjókoma eða minki heildarbráðn- inn gengur jökullinn fram, þar til nýju jafnvægi er náð. Aukist heildarbráðnunin mið- að við heildarúrkomu í föstu formi dregur jökuljaðarinn sig til baka í nýja jafnvægisstöðu, en skilur eftir jökulgarð þar sem jaðarinn náði lengst fram. Skriðjöklarnir eru því einskonar sjálfskráandi mælar, sem skráð hafa veðursögu alda og árþúsunda. Það er því þýð- ingarmikið að geta rakið breyting- ar skriðjöklanna á ldðnum öldum og óvíða eru aðstæðurnar til að rekja breytingar þeirra síðustu þús und árin betri en í Austur-Skafta- fellssýslu, því að þar hafa jökul- breytingarnar haft bein áhrif á byggðasöguna og hvergi nema ef vera skyldi í einstökum dölum Alpafjalla er hægt að rekja sögu byggða við jökulrætur svo langt til baka og hjer. Fell og Breiðá. SVO segir í Landnámabók að „Þórðr illugi son Eyvinds eikikróks braut skip sitt á Breiðársandi; hon- ' um gaf Hrolllaugr land milli Jök- ulsár ok Kvíár, ok bjó hann undir Felli við Bredðá“. Þetta mun hafa verið í kringum 900. Bær þórðar kallaðist síðar Fell eða Fjall. Sam- kvæmt máldaga fyrir kirkjuna á Rauðalæk í Öræfum, sem talinn er vera frá 1179 (ártalið ekki öruggt) á Rauðalækjarkirkja beit „XL geldingi annars hundrads“, þ. e. 160 geldinga beit, í Fells land. 1387 Svínafell í Öræfum. (S. Þ. foto 1938).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.