Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 6
242 lesbók morgunblaðsins hinu dapra tilbreytingaleysi, en gátu nú á friðardaginn í fyrsta sinn á æfinni fengið að tala saman. En svo voru líka aðrir, og þeir voru ekki fáir, er aldrei fundu þá, sem augun leituðu að, og vitað höfðu lengi hvílíkt blæðandi hjarta sár frelsið mundi færa þeim. Það voru þeir, sem höfðu sjeð syni og eiginmenn pínda til dauða eða skotna miskunnarlaust, sem vissu, að friðurinn mundi fyrir þá verða fullvissan um, að þeir hefðu mist alt. Enn voru aðrir, sem í angist hugsuðu til þess, hverja myndi vanta þegar fangaskipin kæmu frá Þýskalandi. Samt gátu þeir nú brosað. Á meðan þessu fór fram, streymdu sífelt bílarnir inn um aðalhliðið. Fólk teygir sig út um gluggana til þess að gæta að, hverj ir koma. Þama koma bílar fullir af fólki, sem maður aldrei hefir áður sjeð. Boðberar að utan, er bera með sjer andrúmsloft frelsis- ins. Því þetta voru ekki hermenn. Þarna voru engir einkennisbún- ingar. Þeir komu ekki í hergöngu og heldur ekki með vopn í hönd, eins og maður hefði getað búist við og talað um á löngum dögum. Þeir gáfu engar fyrirskipanir. Þeir skutu ekki. Þeir voru bara þarna. Og hvað var orðið af Þjóðverj- unum, varðmönnunum í turnin- um og þeim, sem voru vanir að vera í húsagarðinum? „Kerling- arnar“ og stjórnendurnir sáust hvergi, sá einvaldslýður var alt að því gleymdur. Við aðalinnganginn var eitthvað að gerast. Enn klifruðu menn upp eftir girðingum og þaki til að sjá. Tilla tánum þar, sem nokkra fót- festu var að fá, ( g hanga að heita má í lausu lofti. Því þarna á f nastönginni, þar sem þýski hakakrossinn hafði trónað í fimm eilífðarlöng ár, þó aldrei hefði hann átt til þess rjett, þar rís nú merki hins frjálsa Nor- egs að hún, með sínum hreinasta rauða, hvíta og bláa lit. Fáninn, sem gaf vissuna um frelsið með hverjum þræði sínum, vissuna um, að landið og þjóðin var frjáls orð- in að nýju, að fangelsið var ekki lengur fangelsi, þegar fáninn blakti yfir þakinu, eins og hann gerði allstaðar, í hverri bygð og hverj- um bæ. Fáni þessi færði okkur annað en gleðina. Því það er dýrt að hafa svo hreina liti. Minningarnar um þá föllnu risu me'ð fánanum að hún, til þess að lifa þar. Minningarnar um þá, sem leiddir voru út frá þessum stað, á köldum vetrarnótt- um, meðan þokan lá dimm að múrinum og enginn mannlegur máttur gat hjálpað. Það voru þeir, sem urðu að þúsundum þann dag, er fangelsin í Þýskalandi opnuð- ust. Þess vegna horfðu allir á fán- ann blaktandi og mættu á því augnabliki augliti til auglits, þeim sem eigi gátu lengur sjeð. Það var vor og friður. Alt átti að græða og bæta fyrir þjóðinni. Og nú greip löngunin alla til þess að komast til vina og vandamanna. Fangarnir þustu heim á leið og hver bíllinn rak annan á leiðinni til Osló, með fólk, sem söng af gleði. Börn með norska fána stóðu með fram veginum. En bak við þau voru trjen með ljósgrænum nýútsprungnum laufkrónum. Norski fáninn blakti á hverju húsi. Eftir því sem nær dró borg- inni, urðu fánarnir fleiri, vegirnir þjettskipaðri glöðu háværu fólki, er söng út gleði sína í vorið, hreinsaði loftið og sópaði burt þeim hlekkjum, sem hinn örlaga- ríki 9. apríl hafði lagt á landið. En lúpulegur, grágrænn, þung- lamalegur hópur gekk nú inn í fangelsin, er nýlega höfðu tæmst. Sumir þessir menn höfðu hendur bundnar fyrir aftan bak, þungir á svip, „en með heimsins bestu sam- visku“. Þetta var hefndin, eins vís og dagur fylgir nótt. 7. maí var sigur unninn. Eitt ár er liðið síðan. Þungur dynur heyr- ist enn í dag. Og við minnumst mesta ósigurs sögunnar, þegar heimsins versta böðulsveldi var að velli lagt, en frelsisþráin var kveikt logaskær í hjörtum vorum. KRUMMI VELDUR SÍMATRUFLUNUM. Þegar sími var lagður yjir Af- fallið í Landeyjum, varð þar svo mikið haf að öruggara þótti að hafa tvo staura saman á bakkanum, og var sett slá á milli þeirra. Nú var það snemma vors að menn tóku eftir því að hrafnshjón fóru að gera sjer hreiður þarna uppi á 'Slánni. Drógu þau þar mikinn efni- við til, bœð sprek og annað. Höfðu menn gaman að þessu og Ijetu hrafnana í friði með hreið- urbygginguna. En nú var þarna á bakkanum flækja af gömlum síma vír. Það þótti krumma fyrirtaks byggingarefni og draslaði vírnum upp í hreiður sitt og. notaði hann til þess að treysta dyngjuna og binda sprekin saman. Um leið brá svo við, að ógurlegar truflanir komu í símann og vissu menn ekki hvað valda mundi, þangað til það uppgötvaðist að krummi hafði tengt hreiður sitt við símann. Var þá farið til og „samband“ krumma rofið, en hann tengdi að nýju og aftur komu sömu truflanirnar. Gekk þetta þangað til að menn sáu ekki annað ráð en að steypa niður dyngjunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.