Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1946, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 239 fyrir þá allra svartsýnustu, því allir vissu, að á þeim degi, þegar austur- og vesturherinn mættust, þá var úti um Þýskaland. í fangelsisgarðinum heyrðist þrumurödd Göbbels í gjallarhorn- inu. Hann skyldi aldrei láta taka sig til fanga! Hann hjet á hvern einasta Þjóðverja að berjast fram í rauðan dauðann. Sjálfur skyldi hann verða kyrr í Berlín hvað sem á dyndi. Eins skyldu aðrir vera, hver á sínum stað. „Já, vertu þar kyrr, litli halti djöfull“, var sagt um hann á kvöldfundi í braggan- um. „Okkur þykir þú best kominn þar. En vertu ekki að spana þjóð þína út í sjálfsmorð". Áður fyrr var það talið svo fjar- stæðukent að hugsa til þess að verða frjáls, að eigi var á það minst, nema við hátíðlegustu tækifæri. En nú var um slíkt talað í hverju orði og söng, og um það dreymt. En hvernig átti slíkt að geta skeð. Komu Rússarnir frá norðri? Eða skyldi innrás verða gerð af sjó? eða skyldu norskir og bandamanna hermenn koma frá íslandi? Mvndi verða barist í landi voru að nýju? Eða gat það komið fyrir, að Þjóð- verjar gæfust upp? Hvað yrði um fangana, sem ah gjörlega voru á valdi þessarra vit- stola manna og sífelt hafði verið ógnað með því, að aldrei myndu þeir sleppa lifandi? Það hlaut að verða barist í núverandi sterkasta vígi Þjóðverja, því varnarskilyrði eru góð í Noregi, háum fjöllum og þröngum fjörðum. Þýski herinn hafði líka búið vel um sig og gert landið óvinnandi. Og svo komu skipanirnar frá Berlín um það að hver einasti Þjóðverji skyldi berjast þar til yfirlyki. En hvernig færi, ef maður hætti að hugsa um þetta efni og hugs- aði sjer, að frelsið væri fengið? Myndu Norðmenn eða Bandamenn opna hliðin í síðasta sinn? Skyld- um við fá að ganga út í hóp, eftir stafrófsröð eða stjett? Og hvenær kæmu þessi mál á»dagskrá? „Strák arnir segja það“, var oft hið afger- andi orð. Því alt sem kom á lipru fingramáli frá karl-búðunum, var sem lög fyrir meiri hluta kvenn- anna. En þetta kom þeim stundum í koll, því að það kom fyrir að þarna handan að bárust of ósenni- legar fregnir, sem komu jafnvel „ólogiskum“ stúlkum til að hugsa sig um, og varð til þess, að þær stungu saman nefjum til að gagn- rýna hugarfóstur karlmannanna. En ljettu sjer síðan í skapi með smávegis ádeilukvæði, sem ekki var alvarlega meint. En munnvik- in snerust oft í öfuga átt. Nú vissu allir, að atburðirnir gerðust ört. Yfirforinginn fyrir- skipaði „appel“ og tilkynti með þrumandi mælsku að hann hefði komist á snoðir um, að ákveðnar „schlechte Mádchen“ hefðu staðið í brjefasamböndum við bolsjevikka hreiður hinum megin við girðing- una. Myndi þetta verða til þess, að hjeðan í frá mundi engum verða slept úr fangelsinu. En einhvern- veginn fann maður það á sjer, að þessi orð hans voru máttlausari en áður. ★ Einn góðan veðurdag var svo alt í einu gerð mikil rannsókn í hinum troðfullu fangabúðum, þar sem fangarnir höfðu þurft að sofa á borðum og gólfum. Og loftið var svo þykt, að hægt var að smyrja því. Skömmu síðar fóru „fríbrjef“ að streyma til fólks, einkum til þeirra, sem sakaðir höfðu verið um smávægilega hluti eða teknir fast- ir alveg að ástæðulausu. Sum frí- brjefin komu til gamalla fanga, sem höfðu gleymst árum saman. Hreyft var líka við þeim, er tekn- ir höfðu verið sem gislar. Það var greinilegt að hjer átti alt að vera með nýjum svip, þegar lausnin kæmi. Jafnvel fangar, sem lokaðir höfðu verið inni í einbýlisklefum, fengu nú að vera með hinum. Nú rak hver gleðilegi viðbufður inn annan. Fangar úr karlmanna- deildinni komu undir ströngu eft- irliti til þess að gæta að, hvar fjal- ir vantaði í rúmin. í vetrarkuldun- um og eldiviðarskortinum hafði stólum og rúmfjölum verið brent. Svo margur svefnþrunginn vesal- ingur hafði í næturmyrkri hrapað niður á fjelaga sinn í neðra rúm- dnu, er fátæklegar rúmfjalir, sem eftir voru, brotnuðu og neyðaróp kváðu við í næturhúminu. En það var vissulega ein af hegningarað- ferðum Þjóðverja, að með engu móti skyldi vera hægt að fá gert við nokkurn skapaðan hlut. Nú kom fyrirskipun um það, að framkvæma skyldi gagngera við- gerð á öllu, flekar voru settir yfir steingólfin, trog fengin til að bera mat í, nýjar blikkdósir til að borða úr. Hver eftirlitsferð Rauða Kross ins rak aðra, Þjóðverjarnir sjálfir settu á sig sólskinsbros og litu út eins og heimavistarstjórar fvrir óþekk börn. Og nú kom Svía-súp- an með. fleski, stórar fötur fullar af mat, svo menn gátu borðað sig sadda. Súpa með kringlóttum fitu- dropum, sem glampaði á, þegar maður leit eftir yfirborðinu. Sum- ir fengu uppköst, það var ekki gott. Aðrir gáfust upp, eftir að hafa borðað hálfa dós. En sumir gátu stungið fjórum eða fimm inn fyrir vestið. En það var sameiginlegt fyrir alla; sulturinn hvarf og maður varð saddur. Saddur! Þá hlaut brátt að vera í vændum friður og frelsi. Með því að hugsa um þessi orð, var hægt að hverfa inn í ríki sælu- drauma. m. j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.