Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1947, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1947, Page 4
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ilestamir koma upp úr Jöklu; Stefán að hanclsama Glóa. Þegar þau sögðu honum frá því að þau væri nestislaus, svaraði hann hik- laust: — Þið getið fengið nógan mat hjá mjer. og hvað sem þið viljið. Þið get- ið líka fengið þennan. Og hann henti á stóran tarf sem var þar heinia við. Þeim leist nú ekki á það, að fara að slátra nauti. Það var h'ka úþarfi. því að Jón hafði nóg- an og gúðan mat til þess að fylla allar nestisskrínur þeirra. og veita þeim svo vel, að það var engti líkara en þau væri í veislu. Var það eitthvað annað en að bíta mvglað brauð og sötra jökul vatn á öræfum uppi. Jón bauðst líka til þess að ferja þau yfir Jökulsá dag- inn eftir, svo að þau þyrfti ekki að fara sömu leið til baka fram til jök- uls. Var því með þökkum tekið. Morguninn eftir kom Jón að máli við Stefán og bað hann að selja sjer Glóa, eða hafa hestakaup við sig. Leist honum fram úr skarandi .vel á folann. Stefán sagði sem var, að hann hefði enga heimild til þess. Riðu þeir svo úr hlaði. V'ar Jón á jörpum fola, fallegum og bráðfjörugum. Var nú hleypt, og varð þar skjótleiksmunur eigi minni en þá er þeir ()rn og Þórir dúfunefíevndu hesta sína á Ki!i forð- I un^tfaga;. svo strokaði Glói fram úr þeim^aTpa. Var Jóni nú enn meiri hugur á því að fá Glóa og bauð Stef- áni að hann mætti velja úr 40 liest- um sínum hvern sem hann vildi og fá þó mikla milligjöf. En það sat við sama. Stefán vildi ekki farga Glóa. Ferjustaður á Jökulsá er hjá Ferju- fjalli og er þangað svo sem hálftíma reið frá Möðrudal. Jón hafði orð á því að áin værj í meira lagi og var- hugavert að leggja hestana í hana, sundið væri svo langt og erfitt. En Stefán treysti hestunum vel og þó sjerstaklega Glóa að hafa forystu fyr- ir þcim. Var nú byrjað á því að ferja fólk og farangur yfir. Er áin ]>arna straumþung og hrakti ferjuna mikið í hverri ferð og varð svo að draga hana langa leið npp mcð bökkunum báðum megin til þess að geta náð rjettum lendingarstað þinum megin. Var mikill vaðall og erfiði við þetta, en maður, sem Jón hafði með sjer reyndist hjnn öruggasti og duglegasti ferjumaður. Varð hann að fara 4 eða 5 ferðir fram og aftur yfir ána, og er það ekki heiglum hent. Fullar þrjár stundir var verið að ferja alt yfir. Og svo voru hestarnir reknir í ána. Þeir fengu erfitt sund eins og Jón gat til, en komnst allir heilu og höldnu yfir. Kvöddu þau nú þá Möðrudælinga með virktum. Og svo vár lagt á stnð inn á öræfin aftur. Frh.„ ÓDAUfíLFIKlXX. Gömul hrlrjisöcrn hcrmir f>að að guðimir hafi lcngi Irrotið hcilann um f>að, hvar þau cvtti að gcyma vissuna um ódauðlcikcnn og eiUft Hf svo að manninum skyldi sjást yfir hana. Að lokum akvaðu f>cir að fcla hana í hugskoti tnannsins sjálfs. f>ví að f>ar mundi honum aldrei detta í hug að leita að henni. 0 Jón í Möðrudal, Kristján Zoega og Stefán Filippusson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.