Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1947, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1947, Blaðsíða 6
18 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS Texas verði nlenn að nota rottugildr- ur til að veiða mýflugur; að Texas- búar sje þeir harðjaxlar, að þeir noti sandpappír í rekkjuvoðir sínar, að þar sje grape avextirnir svo geipilega stórir, að ekki far-i nema 9 í tylft- ina! Dóttir kúabónda nokkurs fór í skóla í austurríkjunum. Ilún vir spurð að því hvaðan hún væri. ,.Frá Nueceshjeraði í Texas“, sagði hún. Hvar er það? var spurt. „Það er norðvesturskækillinn af kúahaga afa míns“, sagði hún þá. í almanaki Texasbúa er birlr.r þessi kafli úr ræðu, sem gestur helt fvrir minni Texas: „Texas nær yfir alt megin'.and X.-Ameríku nema þær smáskákir, sem Bandaríkin. Mexiko og Kanada eiga. Að norðan liggja að því 25 eta 30 ríki, en að austan eru öll h. f heimsins ncma Kyrrahafið ........ en að vsstan er Kyrrahafið, vetrarbraut-' in og stjörnuhvelið". Texasbúar kippa sjer ekki upp við smámuni, enda ýmsu vanir. Um það er þessi saga. Oldruð kona var kölluð fyrir rjett til að bera vitni. „Segið oss nú frá óspektunum“, sagði dómarinn. ^ „Jeg varð ekki vör við neinar ó- spektir“, svaraði hún. „Segið oss þá frá því hvað þjer sáuð“, sagði dómarinn. „Jeg fór á danslcik hc'.ma hjá Tann- er“, sagði hún, „og þegar dansinn stóð sem hæst og menn voru að skipta um dömur notuðu þeir tækifærið til að hnippa hver í annan, og einhver varð heldur harðleikinn, svo að si, sem fyrir varð, hnipti harðar í einhvern en honum líkaði, og svo otaði ein- hver hníf, og annar var með marg- hleypu og sá þrlðji dró riffil undan rúminu og það heyrðist ekki manns- ins mál fyrir hávaða og skotum. og herbergið varð fult af púðurreyk. En þá fór jeg því að mjer sýndist að illindi mundu geta orðið úr þessu“. Um sjálfstæðiskend Texasbúa er það talið bera vott að í pósthúsinu í San Antonio eru þrír póstkassar merktir þannig: Á fyrsta kassanum stendur ,.Borgin“. á öðrum „Texas“, á þeirn þriðja „Önnur ríki og útlönd“. íW íW í Ivanada giftist fólk þótt það þekkist ekkert, en það skilja ekki nema ein hjón af hverjum 161. í Bret- landi kemur einn hjónaskilnaður á hverjar 96 giftingar, í Svítþjóð einn á hverjar 33, í Noregi einn á hverjar 33, í Þýskalandi einn á hverjar 24, I Frakklandi einn á hverjar 21, í Japan einn á hverjar 8 og í Banda- ríkjunum einn skilnaður á hverjar 7 giftingar. ★ í Kalkutta á Indlandi sótti 17 ára kona um skilnað vegna þess að mað- ur sinn, sem var 10 ára, gæti ekki sjeð fyrir sjer. ★ 1 Charleston í Bandaríkjunum sótti kona nokkur um skilnað og bar því við, að maðurinn hefði sparkað í .sig. Dómarinn vildi ekki veita henni skiln- að vegna þess að maðurinn var ein- fættur. ★ Hjón í Bradko í JugoslaviurMartin Zhivich 98 ára og Yula Zhivioh 95 ára urðu saupsátt og hljóp Yula frá manni sínum og tc>k saman við Dyum Avramovich, Sem þá var 101 árs. Ilann hafði aldrei gifst vegna ]>ess að hann el-kaði Yula. ★ Maður nokkur í San José í Kaii- forníu sótti um skilnað vegna þess, að konan ljeti altaf apakött sofa hjá þeim. Dómarinn kvaðst ekki %vilja heyra þetta, en veitti konunni skiln- aðarleyfi fyrir það að hún ætti þá mannrolu, sem ekki hefði dug í sjer til þess að reka apakött úr hjóna- rúminu. ★ Á einu ári fóru fram 65 giftingar í Ilollywood og 54 hjónaskilnaðir. Reynslan hefir sýnt að „stjörnurnar“ tapa hylli þegar þær skilfb, en þó kemur það ekki að sök ef þær giftast fljótt aftur. ★ í Sviss voru 73 konur spurðar að því fimm árum eftir að þær skildu við menn sína, hvernig þeim „líkaði lífið“. Fjörutíu cg ein iðraðist skilnaðarins, 25 sögðust hafa verið hepnar, en 7 höfðu tekið saman við bændur sína aftur. ★ í New Jersev fekk 82 ára gömul kona skilnað vegna þess hvað maður- inn hennar var óþolandi afbrýðissam- ur. ★ Frú Fulton í C'onnecticut kvsti hvíta mús á trýnið og ætlaði svo að kyssa mann sinn. Hann fekk skilnað áf þeirri ástæðu. íW íW s ijmanna Glumdi berg viS-glaðvœr hljóð. Gengu fljóð um velli. Sungin voru Sjafnarljóð i Sóngmannahelli. Meðan í hlekki hnept var þjóð hímdu blóm um velli. Sungin voru sorgarljóð í Söngrnannahelli. Fagnu er náði frelsi^þjóð fegurð ríkti urn velli. Sungin voru sigurljóð í Söngmannahelli. Gœfa mild er gleður f>jóð geislutn slær á velli. Sungin eru Sólarljóð í Söngmannahelli. MAGNÚS GÍSLASON.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.