Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1947, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1947, Blaðsíða 2
126 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS • Guðmann Hannesson: Á BÍL YFIR ARNARVATNSHEIÐI / sumar sem leið tóku sig saman jjórir bijreiðastjórar, Guð- mumlur Jónsson, Kjartan Magnússon, Bigurður PáUson og Guð- mann Hannesson og úkváðu að reyna að komast í bíl yjir Am- arvatnsheiði, jrú Kalmanstungu að Grímstungu i Vatnsdal. Var }>að }>jóðleið úður og Ijet Fjalli'egafjelagið ryðja nokkum hluta henriar jyrír heilli öld, en engum. hejir }>ó jyr dottið í hug að koinast mætti þetta á bíl. Hjer hernur jerðasagan. LOKSINS rann upp sá dagur (27. ágúst 194(i) er ákveðið hafði verið að leggja á stað. Faraftækið var •% tons vörubifreið, að mestu Ford, en sam- sett úr allskonar setuliðsdóti. Var hún með drifi á öllum hjólum og hjól- in'há. svo að hún gæti farið vfir sem stærsta stcina og dýpstar ár. Var nú haldið sem leið liggur til I>ingvalla, um Sandkluftir og Kaldadal að Kal- manstungu og komið þar um hádegi og snæddur miðdegisverður hjá Kristófer Olafssyni bónda. Síðan var ekið að Surtshelli og hann skoðaður ' og mannvirki þau, s^m í honum eru. Eftir að hafa skoðað hellinn um stund var haldið sem leið liggur upp á Þorvaldsháls. Var nú ólíkt ógreið- færara en áður, en miðaði þó drjúg- um. Hálsinn er grýttur og einn versti hluti leiðarinnar fyrir bifreið. Gróð- ur er þar lítill. Mést af þessari leið höfðum við haft Norðlingafljót á vinstTÍ hönd, en A'fir það þurfti að komast. Það var sá farartálmi, sem við vorum ekki síst hræddir við. Töld- um við heppilegast að reyna að kom- ast yfir það nálægt vaðinu, sem á því er innan til við Þorvaldsháls, en vegna þess hve slóðin er ógreinileg á þessum stað, fórmll við fram hjá vað- inu og eltum braut eftir bifreið, sem f.vr um sumarið hafði farið inn að Reykjavatni. Gerðum við- þarna hina mestu skyssu, því að bæði var leiðin greiðari norðan við fljótið, heldur en ■ að sunnan, þar sem við urðum að halda okkur í norðurbrún Hallmund- arhrauns. Líka beygði fljótið meira til austurs, heldur en okkur hentaði. LANDIÐ, sem við höfðum farið um, er harla grýtt og gróðurlítið á blettum, þó mun þarna vera góð beit fyrir sauðfé og vorum við ennþá innan landamerkja Kalmanstungu. Land Kalmanstungu er mjög víðfeðmt eins og sjá má af því að Eiríksjökull er allur innan heimalandsins og smala þeir í kringum hann. Klukkan var um átta um kvöldið 27. ágúst, er við vorum staddir sunnan við Syðra- Sauðafjall Framundan var hraunhaft, mjög ógreiðfært, en virtist stutt en þar sem við vorum búnir að fá þá tröllatrú á bílnum, að hann gæti far- ið alt, þá ákváðum við að leggja í hraunhaftið. Er það skemst frá að segja, er við höfðum hálft/ hraunhaft- ið að baki þá kom nú „bobb“ í bát- inn, sem sagt nú brotnaði bifreiðin, snerist í sundur drifskaftið milli „gear- kassanna“. Nú var ilt í efni, bílnum varð ekki haggað. Þá var það, að tveir mestu göngu- garparnir buðust til að „lalla“ niður að Kalmanstungu og ná í síma og freista þess, að fá annað stykki í stað. þess, er brotnaði. Voru það þeir Kiartan og Guðmann. Voru þeir vel búnir til fótanna, báðir í leðurstígvél- um upp undir hné. Á meðaij áttu þeir er eftir voru, Guðmundur og Sigurð- ur, að athuga bestu leið að fljótinu og Billinn og jerðalangamir. yfir það. Var nú um að gera að kom- ast sem allra fyrst af stað með brotna stykkið. Til Kalmanstungu voru sjálf- sagt einir 35 til 37 kílómetrar. Borð- uðu þeir fjelagar í skyndi og heldu af stað. Segir nú ekkert af ferðum þeirra fyr en þeir komu til Kalmans- tungu klukkan um þrjú um nóttina eftir tæplega sjö klukkustunda göngu og voru þá heldur þreyttir. Vöktu þeir upp hjá Kristófer, sem helt sig væri að dreyma, þegar hann sá, hverjir komnir voru. Fengu þeir hinar bestu móttökur, mat og drykk og góð rúm til að hvílast í og sofa. Klukkan níu þann 28., er síminn var opnaður, hringdu þeir til Guðmundgr Jónsson- ar bifreiðastjóra og sögðu honum sín- ar farir ekki sljettar. Báðu þeir hann að láta smíða stykki í stað þess brotna og koma síðan með það að Kalmans- tungu hið fyrsta. Ætluðu þeir að bíða hans þar og fá síðan Kristófer bónda til að lána sér hesta að bifreiðinni, strax og hann kæmi upp eftir. Voru þeir fjelagar í besta yfirlæti í Kal- manstungu allan þann dag. NÚ er þar frá að segja, að áður en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.