Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1947, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1947, Blaðsíða 6
130 LESBÓK MORGUNBLÁÐSINS Dr. Helgi Pjeturss Hvenær og hvernig ísland er orðið til i. í Lesbók 30.3. s. 1., ex- undir yfir- skriftinni ,.1'jaðrafok" tekinn upp skemmtilegur kafli eftir l>orv. Thor- oddsen um þetta efni. l>ar segir svo: „Nokkrum þúsundum alda áður en ísöld gekk yfir, lá breiður landbálkur yfir Atlantshaf þvert ... ísland var einn hluti af þessum landsbálki ... 'fleiri og fleiri landspildur sigu ... í sjó, og á endanum fór svo að ísland stóð eitt eftir. ...“ Þetta gefur mjög villandi hugmynd- ir um jarðsögu íslands. Því að af þessari frásögn mætti ráða. að þegar hið mikla blágrýtis meginland var brotið frá og sokkið í sjó an i ^ríng, þá hafi ísland staðið þar eftir, í aðal- atriðum einsog nú er. En því fer mjög fjarri. Vjer getum af stórfróðle^- um jarðmyndunum á Snæfellsnesi og víðar, með vissu ráðið, að jafnvel eft- ir að fyrsta ísöldin hafði gengið hjer yfir, var ekkert til senx liktist Islandi nútímans. Jafnvel eftir að sú brevt- ing var orðin á, eftir ísöldina fyrstu, að sjávárhiti var við strendurnar lík- ur því, sem nú er, var ekki til neitt Snæfellsnes, og þá heldur ekki Reykja nes, sem er mun yngra. Enginn Faxa- flói var til, eða Breiðifjörður, ekkert sem líktist hinni núverandi suður- strönd Islands, engin Hekla, Evja- fjallajökull, Mýrdalsjökull, Oræfajök- ull o. s. frv.; enginn Ilvalfjörður eða Botnssúlur, ekkert sem líktist Esj- unni o. s. frv. ísland er jarðsöguleg nýsköpun, langt framyfir það scm áð- ur var haldið. V'erður það eitt mikið og mjög merkilegt viðfangsefni þeirrar jarðfræðirannsóknar íslands, sem von andi kemur bráðum, að leiða þetta í ljós sem nákvæmlegast. Er nú kostur mjög liæfra íslenskra jai-ðfræðinga ungra, til að halda uppi slíkri stofn- un; einsog þegar hefir sýnt sig. II. Islendingar hafa bæði fyr og siðar, fengið að reyna hvílíkir erfiðleikar og hættur eru því samfara, að eiga heima í landi sem svo ákaflega er í smíðum. Og virðast þó allmiklar líkur til, að í vændum sje það sem verra yrði en nokkuð scm gerst hefir af því tagi síðan land bygðist. Á jeg þar við endurtekið gos á eldstöðvun- um frá 1783. Og er „hnggunin“ þar af nokkuð svipuðu tagi og hið forn- kveðna: svo skal böl bæta, að bíða annað meira. Því að horfur efu á, að kjarnorkusprengjur þriðju heimsstyrj- aldar. mundu hafa gert Island óbyggi- legt, áður en hinir eyðileggjandi jarð- eldar kæmu til sögunnar. En ekki þarf þó svo að verða. Nýj- ar uppgötvanir í vísindum hafa, eins- og kunnugt er, orðið til þess að unnt hefir verið að smíða dráps- og eyði- leggingartæki, sem fara langt frarnúr því sem menn til skamms tíma höfðu haldið að orðið gæti. En hugsanlegar eru þær vísindaleg- ar uppgötvanir sem á ennþá miklu stórkostlegri hátt gætu orðið mátt- ugri tii góðs en kjarnorkusprengjurnar til ills, og meðal aunars nxundi af leiða, að það mannkyn sem í sannleika væri komið á framfarabraut, fyndi ráð til að hafa hernil á jarðöflunum, þannig að ekki stæði háski af þeim framar, sbr. hina stórkostlegu framtíðarlýs- ingu Macmillan Browns, er heitir Limanora eða Framfaraeyjan, og fyrsta kaflann í væntanlegri Nýals- bók sem heitir Þónýall. $----------------------------* Barnahjal Drengjunum hafði verið sagt að teikna mynd af knatt spyrnukappleik. Einn þeirra skoraðist undan því: Jeg kann ekki að teikna stráka, sagði hann. Kenslukonan sagði að hann yrði að reyna, eins og hinir. Og þegar tímanum var lokið var teikning hans best. Þar var sýnt lokað hlið. og á það fest blað en á blaðinu stóð skrifað: Knattspyrnukapp- leiknum frestað! Kenslukonan: Hvað gerðu ísraelsmenn þegar þeir komu yfir Eauðahafið? Kata: Þeir þurkuðu plögg- in sín. \ Inga litla er fjögurra ára. Um daginn rjettir hún að mjer bók með mynd af zebrahesti. „Pabbi“, segir hún, „þetta er skiátinn hestur. Jeg hefi aldi’ei sjeð svona hest.“ „Það er ekki von, góða mín svai-a jeg, „þeir eru bara til í útlöndum.“ „Hvar eru útlönd?“ „Þau eru langt, langt í burtu hinu megin við sjóinn“. * í dag fór jeg með vjelbát inn á Viðeyjarsund. Þegar jeg kom heim sagði jeg við Ingu: „Jeg fór út á sjó í dag, með skipi“. „Sástu hestinn?“ segir hún. „Hvaða hest?“ segi jeg og er ekki með á nótunum. Það kemur óþolinmæði í röddina þegar hún svarar: „Nú, röndótta hestinn, pabbi“ ft

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.