Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1947, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1947, Blaðsíða 8
132 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^ja&rapob HEIMSKAUTSBAUGURINN. I landafræðinni er okkur kent, að norður- lieimakautabaugurinn snerti nyrsta tanga Is- lands. Er svo að sjá, sera þetta muni altaf vera svo. En það er öðru nær. Heimskauts baugurinn flyst til vegna þess að faalli jarðéss- ins breytist. Færist baugurinn því ýmist norð- ur eða suður, en er lengi á því ferðalagi, eða 18600 ár. Þegar liann kemst lengst suður, liggur hann um Bíldudal — Hólmavík — Blönduós — Akureyri — Reykjahlíð — Hof í Vopna- firði. En þegar hann kemst lengst norður, er hann 94 km. fyrir norðan Grímsev. Hánn er nú á norðurleið, en verður ekki komiun þang- að fyr en árið 11300. ÚR KERLIXGA*LÖGBÓK. Verk skal byrja á vissum dögum vikunnar, því að mæðið gengur mánudagur, þrálátur þriðjudagur, misjafn miðvikudagur, fljótur fimtudagur, framgangslítill föstudagur. lukku- samur laugardagur, sæla fylgir sunnudegi. (Hndr. Ólafs í Purkey Lbs.). MEÐFERÐ SKÓGA. Guðrún Arnadóttir, sem ólst upp á Hróa- stöðum (að vestanverðu í Fnjóskadal gegnt Vöglum) sagði mjer, að í ungdæmi sínu liefði verið svo mikill skógur á Hróastöðum, að menn hefði þurft að hengja bjöllur á kýrnar, svo að hægt væri að finna þær i skóginum. — Nú er enginn skógur á Hróastöðnm. — Einu sinni var Guðrún seud út að i^kógum (sem er næsti bær). Þegar hún er komin út hjá hinum svonefnda Jónshöfða (sem; nú er allstór inelhóll), heyrir hún að maðuf er að höggva við í skóginum, en gat ekki sjeð liann; þar var þá svo mikill og þjettur skógur. — I landareign Skóga er nú enginn skógur. (Eftir sögn Jónatans Þorlákssonar á Þórðarstöðum). FYRSTA LANDSJÓÐLÁNIÐ. Á fjárlögum fyrir árin 1908—09 stóð lin- taka í fjTSta skifti. Fram að þeim tima hafði ísland ekki færst meira í fang, en tekjur þess höfðu hrokkið. En nú þurfti að leggja ritsima um mikinn hluta landsins. Var kostnaðurinn áætlaður (4 miljón króna og skyldi tekið láii til að standast hann. UM ALDAMÓTIN seinustu voru hjer á landi 94 holdsveikis- sjúklíngar (60 karlar, 34 konur), blint fólk 235 (169 karlar, 86 konur), heyrnar- og mállausir 66 (39 karlar og 27 konur), hálfvitar 49 karl- ar, Sð konur og geðveikir 36 karlar og 97 kon* ur. Landsjóður hlynti þá talsvert að holds- veikum mönnum og hcymar- og inálléysingj- um, en sýndi geðveikum og vitskertum mönn- um enga líkn. HVAÐ HÖFDINGJARNIR HAFAST AD. E.vsteinn erkibiskup Erlendsson i Noregi (1157—88) var vitur maður og skörungur mik- ill. Vildi hann ná sem mestu valdi undir kirkj- una á Islandi, en var siðavandur mjög við presta. Hann fann að óhreinlifi og kvenna- fari höfðingja, og sagði við Jón Loftsson og Gissur Hallsson (sem hann þó kallaði „liina ágætustu nienn”) að þeir hefði með svívirð- ingu first guðs boðorð um hreinlifi: ,,En með því að höfðingjar hafa slíka óhæfu í sinni samvisku, og af því trevstast þeir eigi Iiirt- ingarorð að liafa fyrir alþýðu, þá er þar kom- ið, að allra ráð hallast í cinn stað, hins meira og hins miuna“. Seinasti konungur íslands, Kristján X. er látinn. íslend- ingar munu jafnan minnast hans með hlýhug og virðingu. —Mynd þessi er af málverki, sem gert var af konunginum á 25 ára ríkisstjórnarafmæli hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.