Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1947, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
127
lagt var upp í þessa ferð hafði Guð-
mundur, sem var aðalhvatamaður
ferðarinnar og fararstjóri, tryggt sér
aðstoð og leiðsögn Lárusar bónda í
Grímstungu. Atti hann að mæta okk-
ur við Arnarvatn hið mikla um há-
degi þann 28. ágúst. En þar sem bíll-
inn hafði nú bilað, var fyrirsjáanlegt
að við mundum ekki geta verið þar á
tilsettum tíma. Bót var það í máli að
ákveðið var, að ef við yrðum ekki
komnir að Arnarvatni á þessmn tíma,
þá átti Lárus að halda lengra áfram,
eða þangað til hann hitti okkur. Var
nú hætta á, að hann færi á mis við
okkur. þar sem við vorum ekki svo
nærri slóðinni, sem venjulega er farin.
að til bílsins sæi. Var því ákveðið
að jafnframt því sem þeir fjelagarnir,
er hjá bílnum voru, leituðu betri leiða,
skyldu þeir ganga í veg fyrir Lárus
bónda. Morguninn eftir, þann 28.,
hcidur þeir norður að Fljóti og yfir
það. Fundu þcir brátt götuna, sem
lig'gur að Arnarvatni og er þeir höfðu
skamt þiðið, heyrðu þeir hundgá og
bráðlega kom þar í ljós Lárus í Gríms-
tungu og maður með honum. Revnd-
ist það vera Konráð i Haukagili.
hreppstjóri þeirra Vatnsdælinga. Urðu
•nú fagnaðarfundir. Allvel voru þeir
bændur ríðandi, með tvo til reiðar
hvor auk rakka, er runnu í slóð þeirra.
Sögðu þeir norðanmenn, sein við
reyndar vissum áður, að betra liefði
verið fyrir okkur að komast yfir fljót-
ið sunnar, vegna þess að jarðlag væri
ekki eins grýtt norðan við það, eins
og sunnan. Völdu þeir sunnanmenn
og norðan i sameiningu leið yfir fljót-
ið og yfir grýtta hálsa að staðnum,
þar sem bifreiðin var. Þeir fjelagarnir
' sögðu Lárusi og Konráði, hvernig
komið væri með bílinn. Þótti þeim
það slæmt, þar sem þeir höfðu tak-
markaðan tíma til ferðarinnar. T. d.
hafði Lárus gert ráð fýrir að verða
heima að kvöldi þess 29. ágúst. Undi
hann því illa þessum töfum, þurfti
nauðsynlega að ná í síma, ef billinn
kæmist ekki á stað mjög fljótlega.
Ákvað hann samt að gera ekkert í
þessu máli þann dag, heldur sjá hverju
fram yndi, hvort þeir, sem til Kal-
manstungu fóru, kæmu ekki fljótlega,
eða þá um kvöldið inn eftir. Sú von
brást nú alveg, eins og síðar mun sagt.
KLUKKAN níu síðdegis þann 28.
kom Guðmundur Jónsson upp að
»Kalmanstungu með stykkið í bílinn.
Kristófer hafði látið reka heim hesta
til að vera til taks, ef stykkið kæmi
það tímanlega upp eftir, að hægt væri
að fara þá strax um kvöldið að bíln-
um, en þar sem klukkan var orðin
níu vildi Kristófer síður fara þá, held-
ur taka daginn snemma morguninn
eftir. Var það ákveðið að halda af
stað klukkan sex fyrir hádegi og gengu
menn nú til náða. Klukkan fimm
morguninn eftir (29. ág.) risu menn úr
rekkju og voru sóttir hestar, sem voru
í girðingu þar rjett hjá. Borðuðu þeir
fjelagar ágætan árdegisverð hjá hús-
freyju og heldu síðan af stað inneftir.
Akvað Kristófer sjálfur að koma með
að bifreiðinni. Voru þeir því þrír, er
lögðu úr hlaði á Kalmanstungu með
fimm hesla. Einn var töskuh’estur. en
Kjartan hafði tvo til reiðar. Er það
skemst frá að segja, að leiðin sóttist
vel, enda voru hestarnir úryalsgripir.
Komið var að bifreiðinni eftir ííVá
klukkustundar rcið, og var það nokk*
uð hratt farið.
EINS og áður er tekið fram, höfðu
þeir norðanmenn heldur lítinn tíma
og við tafist um það bil 40 klukku-
stundir og engin von að Lárus kæm-
ist heim í tæka tíð. Ákvað hann því
að halda suður að Kalmanstungu og
síma heim tafir sínar, en hitta okkur
aftur um kvöldið við Arnarvatn. Var
nú alt tilbúið að hefja ferðina að nýju,
bifreiðin í besta lagi og ferðafjelag-
arnir hinir kátustu. Kvöddum við því
Kristófer bónda og þökkuðum hon-
um fyrir allan beina okkur til handa
um annað vaf ekki tala, fekst hann
ekki til að taka váð neinni borgun
fyrir sína fyrirhöfn. Héldu þeir fje-
lagarnir siðan til Kalmannstungu, en
hinir ásamt bílnum áleiðis til Arnar-
vatns.
Ferðin norður að fljóti gekk hægt
og sígandi, en yfir fljótið ágætlega.
Vorum við þá koinnir á svokallaða
^.ruarvatnsheiði. Skiplir hjer alveg
um landslag. Sunnan við fljótið eru
sandar og hraun með, smá grasteyg-
ingum á milli, en fyrir norðan er ólíkt
grösugra, lágir ásar og grjótholt að
vísu, en allar lægðir grasigrónar. í
Álftarkrók komum við klukkan rúm-
lega 12, borðuðum þar vel og mldum
okkur hið besta. Þar er sæluhús fyrir
leitarmenn, mjpg niðurnítt, en auk
þess hesthús, og er það sæmilegt. p
Að þessu afloknu var nú búist til
brottferðar. Iíeið Konráð hrcppstjóri
á undan og valdi leið'ina. Iláði það
nokkuð hvað eiiiiv hesta hans var
hræddur við bifreiðina, en hann var
með þrjá hesta þennan spöl, því Lárus
fór aðeins einhestá til Kaltnanstungu.
Ileldur er ógreiðfært-méð bil frá Álft-
arkrók’i að Arnarvatni, gátum við
ekki néma lítið farið sióðina. vegna
þess að hún er of mjó. Miðaði því
heldur seint áfranl, en vegna þess,
hversu bíllinn var háhjólaður miðaði
drjúgum. Er við höfðum farið um
stund, urðum við {»ess varir, að veiði-
stengur, sem voru :> með í förinni,
voru týndar. Dofnaði hehjur yfir
mönnum við frjettk þessar, því þar
með voru roknar út, í veður og vind
allar vonir um nýjan silung í soðið
við Arnarvatn þá um kvöldið.
Að Arnarvatni konuiin við að áliðn-
um dcgi. stóð þar nppi tjald þeirra
norðanmanna frá því er þeir fóru suð-
ur. Tvær ár renna þarna skamt livor
frá annari i vatnið. Keniur önnúr úr
Rjettarvatni og heitir tíkainmá, en
hin kemur að norð in og heitir hún
Búðará. Talið er að þar sje leiðin
hálfnuð milli byggða.
Sæluhús stendur þarna, ef það get-
ur heitið því nafni. því ásigkomulag
þess er vægast sagt óviðunandi þar