Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1947, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1947, Blaðsíða 7
/ TÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS 131 BRJEF FRÁ SVERTINGJA , * Einn af hershöfðingjum bandamanna, Attilo Gatii, sem hafði herstjóm í Afríku á stríðsárunum, hefir ríýlega gefið út bók, sem nefnist ,,South of the SaJiara“. í henni ■prentar hann þetta brjef frá Svertingja í Kongo. BRJEFI-Ð var aðeíns tvær síður, skrifað á óhreinan pappír og á Kipg- wana-máli. í þýðingu er það svolát- andi: Til góða herrans frá fyrverandi þjóni hans, sem heitir Bombo, en herr- ann kallaði altaf hinn síhrædda. Heill, friður og heilb'rigði fylgi þjer. Þetta er ekki hjálparbeiðni heldur góðar frjettir. Uppskeran er góð. Nóg af veiðidýrum. Börnin þroskast. Kon- unum líður vel — enda þótt ein þeirra væri veik þegar bumburnar þrumuðu fyrst og sögðu að hinir vondu hvítu menn og hinir vondu gulu menn, sem eru langt í burtu, hefði farið' með ófriði á hendur Belgum, Frökkum, Ameríkumönnum og vinum þeirra. Ein konan, sú elsta, var þá veik. En bumburnar þrumuðu aftur. Þær sögðu að óvinirnir væri að drepa og pina jafnvel menn og konur, sem vinna kærleiksverk, græða særða og grafa dauða, og jafnvel menn og kon- ur guðs, sem kenna hina sönnu trú og kenna mönnum að lesa og skrifa. Ein konan var veik og þjáðist mik- ið. Ilinar börðu sjer á brjóst og grjetu. En fætur mínir báru mig burt frá þorpinu og hjarta mitt leiðbeindi mjer til herbúðanna. Þar fór hvíti læknirinn að fremja galdra sína. Hann skoðaði tunguna í mjeivHann skoðaði augun og eyrun. Hann barði mjer á brjóst. Haun stakk nálum í handleggina á mjer og í þeim var hvítra manna lyf. Og svo var jeg orðinn hermaður. Jeg var nú hermaður og mjer var kent að ganga, staðnæmast og snúa við. Og svo gaf hvíti liðsforinginn mjer riffil, sem hvíta stjórnin átti, en jeg átti að fægja hann og geyma hann og bera hann á öxlinni langar leiðir. Svo lærði jeg að leggja kinnina við riffilinn, loka öðru auganu, en gægj- ast með hinu í gegn um lítið gat og taka svo í með sleikifingrinum. Og sjá, þá kom þessi litla þruma úr riffl- inum og hjarta mitt titraði af ótta og mig sárverkjaði í öxlina. En kúlan hafði farið í gegn um kringlótt spjald í miðju. Svo sagði hvíti liðsforihginn: „Nú eigum við að fara norður og þá lát- um við kúlurnar ekki fara í gegn um hvítt spjald heldur beint í hjörtun á hinum vondu óvinum góðu hvítu mannanna“. Og jeg var dauðhræddur, því að móðir mín hafði hvorki gert mig hraustan nje hugrakkan. Eftir margra tungla göngu sagði liðsforinginn: „Hjerna eru nú óvin- Nrnir“. En þótt enginn þeirra væri sýnilegur, þá lyfti einn þeirra byss- unni og ætlaði að skjóta liðsforingj- ann. En jeg heyrði til hans og vissi hvar hann faldist svo að jeg sendi mína kúlu í hjartað á honum áður. Og þótt jeg væri enn skjálfandi af hræðslu var jeg gerður að liðþjálfa. Vegna þess hvað jeg heyrði vel. Svo var það annan dag að jeg sá að liðsforinginn ætlaði að ganga ofan á vítísvjel. Jeg hljóp þá fram fyrir hann og gróf upp vítisvjelina með berum höndum. Og þá varð ógurlegur hvellur og eldingar og jeg var ákaf- lega hræddur. En alt fór vel. Enginn hafði særst nema jeg. Og hvíti liðs- foringinn er ekki dauður og getur haldið áfram að berjast við fleiri vonda óvini. Og svo kom hershöfðinginn sjálfur til sjúkrahússins. Og allir voru hljóðir. Og jpS var veikur af blóðmissi og lá í rúminu og var mjög hræddur. En hann hafði komið til að festa merki á brjóstið á mjer. Vegna þess að jeg hafði sjeð veþ Og hann nældi merkið í skyrtuna mína og sagði: „Þegar þjer er batnað ferðu heim og gerist höfð- ingi í þorpinu". Það var mikill heiður. En jeg gat ekkert sagt. Jeg bara hló og hló. Og þá sagði hvíti herforinginn: ,,Að hverju ertu að hlæja eins og chim- pansi?“ Og jeg sagði: „Vegna þess að títuprjónninn hefir farið i gegn um skyrtuna og kitlar mig á brjóst- inu“. Og þó hló hvíti herforinginn. Og allir aðrir hlógu. Allir hlóu eins og stórir chimpansar. Og þó kitlaði jeg þá ekki með títuprjónum. Það var nú meira grínið. Og nú er jeg kominn heim. Og elsta konan mín er orðin frísk. Og upp- skeran er góð. Og jeg óska þjer hins sarna. Þinn einlægur Bombo. Svo kom ofurlítill eftirmáli: Orðin eru mín. En ekki skriftin. Vegna þess að mig vantar nú báða handleggina. Þeir fóru í hvellinum úr vítisvjelinni. En það gerir ekkert til. Vegna þess að nú skrifa aðrir og veiða fyrir mig. Og það er gott, því að bæði augun mín fóru líka í hvellinum. En eyrun eru ágæt. íW ^ Östergaard heitir stórt býli í Ströby Gröftemark í Danmörku. Óðalsbóndinn heitir Ejnar Nietsen. Á gamlárskvöld komu nokkrir ná- grannar hans að heimsækja hann og bjóða honum gleðilegt nýár. Um leið og þeir kvöddu skutu þeir nokkrum flugeldum. En ein rá- kettan kom niður í hálmþak á einu húsinu og kviknaði í. Brann svo allur bærinn og inni brunnu 15 nautgripir og hundur, en fólk bjargaðist. Tjónið er metið 100.000 króna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.