Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1947, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1947, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 129 fuglalögin friðunar fá þar eftirlæti. Svo og þessi, s<‘m er einskonar sveitasöngur þeirra Vatnsdæla: Hjer er ekkert hrafnaþing, hjer er enginn tregi. Farðu vel með Vatnsdæling vinur elskulegi. Margar fleiri stökur kváðu þeir fje lagar. Eftir því, sem norðar dró, færðumst við nær fjöllunum og brátt sást ofan í einn fegursta dal norðanlands, sem sje Vatnsdalinn. Var það fögur sjón í jafn dásamlegu veðri, sem var þenn- an dag, eins og líka alla dagana sem ferðin stóð yfir. Vatnsdalurinn er, eins og margur veit, grösugur mjög og þjettbýll. Standa bæirnir beggja vegna dals- ins. Aður fyr voru bæir í heiðinni, til dæmis er Lárus fæddur þar. Hann er því. manna kunnugastur þarna, enda mátti segja, að hann og þeir fje- lagar þekktu hverja þúfu, kom það sjer vel, því að ef ekki er rjett farið mátti búast við að lenda í fúamýr- um, sem nóg er af þarna í hciðinni. Klukkan var um 5 síðdegis þann 30. ágúst er við komum að Grímstungu. Höfðum við þá verið í rúmar 10 klukkustundir frá Arnarvatni, en frá Kalmanstungu í 23V2 klukkustund á ferð fvrir utan tímann ,sem fór í bil- unina. Aldrei munum við gleyma því, hvað okkur fanst fallegt þarna í dáln- um þetta kvöld, veðrið dásamlegt, blakti ekki hár á höfði, sljettar grund- ir, ár og fjallahlíðar, alt var þetta svo rómantískt í kvöldsólinni. GRÍMSTUNGA, sem er fremsti bær í \ atnsdal að vestan, stendur undir hárri heiðarbrún, í tungu milli tveggja áa. Heitir önnur Álka og renn- ur norður rjett vestan við túnið, en hin er Vatnsdalsá, sem rennur nokkru austan við það. Renna þær síðan sam- an skammt fyrir norðan Grimstungu- bæinn. Er við komið að Grímstungu var þar uppi fótur og fit, því þótt bifreiðaleið sje þangað hafði engin bifreið komið úr þessari átt áður. Var tekið á móti okkur með hinni mestu rausn. Er við höfðum þegið góðger&ir í Grímstungu hjeldum við yfir ána Álku að bænum Haukagili. Býr þar Konráð ferðafjelagi okkar, var ekki um annað að ræða, en að koma þar við og þiggja góðgerðir. Lárus fylgdi okkur úr hlaði og alt að Haukagili. Dvöldum við þar um stund og und- um vel hag okkar. Sú stund nálgaðist nú óðum, er við skyldum kveðja þá Lárus og Konráð. Kviðum við þeirri stund, vegna þess, að þeir höfðu reynst okkur hinir prýðilegustu ferðafjelagar og leiðsögu- menn, en þetta varð nú svona að vera. Þeir þurftu að sinna búum sínum, en við að halda áfram ferð okkar. Er óhætt að segja það, að við vonuðumst til, að ef við þyrftum einhvern tíma á leiðsögn að halda, þá væri hún sem líkust þeirri, er þeir fjelagar ljetu okk- ur í tje. V ^ íW Jerry Wald hljómsveitarstjóri heyrði á þetta samtal milli hjóna í Hollywood. — Við skulum skemta okkur ær- lega í kvöld, sagði maðurinn. — Ágætt, sagði konan. En mundu eftir }|ví að skilja eftir Ijós í forstof- unni, ^f þú kemur heim á undan mjer. í * Louis B. Mayer, forstjóri Metro- Goldwyn-Mayer, var eitthvað reiður við Van Johnson. — Náðu í Van Johnson í síma, sagði hann við skrifara sinn, og ryddu til á skrifborðinu mínu svo að jeg geti barið í borðið. « JL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.