Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1947, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1947, Qupperneq 2
254 LESBÓK MORGUNBLAÐ9INS blágresi, sem var svo þjett, að grænk- unnar gætti ekki. Þar var og margs- konar annar gróður, sveifgras, sól- eyjar, lambaklukka, undafíflar, gull- intoppa, rjúpnalauf, beitilyng, blá- berjalyng og aðalbláberjalyng. Sjálfur árbakkinn var vaxinn hárri stör. — Hinum megin blasti við Hvitárnes. Var þar fjöldi fugla, en fje og stóð Biskupstungnamanna dreifðist um það allt. Er nesið eins og akur yfir að líta. Störin er þar sums staðar hnje- há. Þarna sækja álftir og gæsir mjög að, þegar líður fram á sumar og bíta störina svo rækilega, að eftir verða stórar skellur, eins og þar hefði verið slegið. Stefán segir, að stór munur sje orðinn á fuglalífi þarna og lifn- aðarháttum fuglanna, síðan straumur ferðafólks tók að aukast þangað. — Kveðst hann hafa veitt þessu athygli á ferðalögum sínum. Fuglarnir þykj- ast ekki lengur hafa friðland þarna fyrir mannaferð, og flýja því ‘il ann- ara staða, þar sem þeir þykjast ó- hultari. Fylgdarmennirnir yfirgáfu nu Þjóðverjana þarna og heldu til Reykja víkur. Hálfum mánuði síðar vai Stefán svo sendur til að sækja þá og dvaldist þá enn með þeim nokkra daga í Fróðárdal. Ekki vissi hann hvað þeir höfðu hafst að meðan hann var burtu, nema hvað £eir höfðu sett merki í skriðjöklana til þess að geta mælt hreyfingar þeirra síðar. En nú fór hann í ýmsar athuganaferðir með þeim, vestur á Skriðufell og víðar. Eins var farið upp á Leggjabrjót, upp að Höfðavaði á Fróðá og inn á móts við botn Fróðárdals. Einn dag- inn var farið upp á Hrefnubúðir og þaðan um Baldheiði niður í Hvítár- nes. Þá var og farið vestur á Lang- jökul, þar sem hann var hæstur. Á þessum ferðalögum tóku þeir nokkrar myndir, en gerðu lítið að mælíngum. Virtist svo sem aðaláhugamál þeirra væri að undirbúa rannsóknir á því hve mikið væri skrið jöklanna og hve mikinn ís þeir bæri út í Hvítárvatn. Komst Stefán að því seinna sumarið að mælingar þeirra höfðu sýnt það, að skriðjöklarnir sigu fram 16 cm. á sólarhring að jafnaði. Er svo ekki meira frá þessari för að segja. En eftir að komið var til Reykjavíkur fóru Þjóðverjarnir aðra ferð suður í Krísuvík og athuguðu þá Kleifarvatn. Var Stefán ekki með i þeirri för. Á HVERAVÖLLUM Næsta sumar (1928) komu þeir enn Iwan og Oetting, snemma í júlí. Voru þeir nú með mikinn flutning með- ferðis og ráðgerðu að vera 7—8 vikur í ábyggðum. Var byrjað á því að út- vega þeim hesta. Fór Stefán upp á Kjalarnes og keypti hjá Eyólfi í Saur- bæ tvo góða reiðhesta handa þeim, vakra og trausta. Aðrir hestar voru teknir á leigu. Var svo haldið alla leið upp á Hveravelli og tjaldað þar. Daginn eftir lögðu svo fylgdarmennirnir á stað með leiguhestana. En áður en þeir fóru, báðu Þjóðverjarnir Stefán biessaðan að koma aftur um hæl og vera hjá sjer um sumarið. Munu þeir hafa sjeð, að þeim var bráðnauðsyn- legt að hafa með sjer kunnugan mann, sem þekkti öll örnefni. Stefán lofaði engu, var ráðinn í aðra ferð. En þeir skrifuðu Geir Zoéga með honum, og kváðust ekki mega missa hann. Varð það svo úr, þegar suður kom, að Geir sendi Stefán aftur til þeirra. Hafði hann einn hest til reiðar, en annan undir flutningi og matvælum því að hann varð að nesta sig til allrar útilegunnar. Þjóðverjar höfðu ekki nesti nema rjett handa sjer; var það allt í smábögglum til hvers dags og hnithiðað við tímann, sem þeir ætluðu sjer að vera í óhyggð- um. Segir nú ekki af ferð Stefáns fyr en hann kemur á Hveravelli og fögnuðu þeir þýsku honum vel. Varð það nú hans verk að sjá um hestana, flytja þá í haga að kvöldi og sækja þá aftur á hverjum morgni og fylgja Þjóðverjunum á rannsóknai'erðum þeirra. Hestarnir voru fimm og voru þeir órólegir fyrst í stað, svo að Stefán varð að hýsa bá á nóttunni í gamla sæluhúsinu. En er þeir fóru að spekj- ast, hafði Stefán þá norður í Tjarnar- dölum. Var þar góður hagi, mýrar og valllendi. En þangað var hálfrar stundar gangur úr tjaldstað. Og nú hófust rannsóknirnar fyrir alvöru. Höfðu Þjóðverjarnir með sjer stór og fullkomin mælingatæki, og auk þess ljósmydavjelar og kvik- myndavjel, sem þeir notuðu óspart. Á hverjum einasta degi var farið eitt- hvað, og oftast gengið á fjöll, svo sem Kjalfell, báðar Kjalnýpur, Rauðkoll, Stjelbratt, Hrútafell, Rjúpnafell, Dúfunefnsfell o.s.frv. Voru þeir venju-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.