Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1947, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1947, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS UPPFINNINGAR Á UPPSIGLINGU FJÖLDI manna vinnur nú að at- hugun á því, hvernig hægt sje að hag- nýta kjarnorkuna í daglegu íifi. — Tvær kjarnorkustöðvar er nú verið að reisa í Bandaríkjunum, í Hanford og Oak Ridge, og taka þær líklega til starfa á næsta ári. Aðferðin er ein- föld. Krafturinn er fenginn úr hitan- um og á hverri klukkustund mun orkustöðin í Hanford framleiða hita sem samsvarar því að brennt væri 7100 gallónum af olíu, eða 38 5 smá- lestum af kolum. Aðalvandræðin í notkun kjarnork- unnar liggja í því að útiloka hinar hættulegu geislanir. Það hefu.' verið gert með þykkum veggjum úr blýi eða sementssteypu, en slíkt er ofviða fyrir verksmiðjur. Þess vegna eru vís- indamenn nú að reyna að finna ein- hver önnur efni, ljettari og ekki eins fyrirferðar mikil, til þess að gera úr skjólþil fyrir geislunum. Ef þetta tekst hugsa um börnin, mjalta kúna, fóðra grisinn, elda matinn og hugsa um akurinn. Eftir að hafa verið þannig píndur í tíu daga staulaðist hann þangað sem búðin var, en var þá alveg yfir kom inn og hneig niður í búðardyrunum. Kaupmaður gekk til hans og sagði: „Jæja Ause, hvernig líður konunni þinni?“ „Hún er ekkert betri“, stundi Ause. „Jeg varð að eyða fjórum krónum i meðalasull handa henni, en henni verð ur ekkert gott af því. Og nú er jeg alveg úrvinda“. Svo þagði hann um stund og and varpaði þungan. „Það er nú svo komið“, sagði hann „að jeg er jafnvel farinn að óska þess að henni batni.“ ekki verður aðeins hægt að nota kjarn orku í stórum aflstöðvum, skipum, járnbrautarlestum og manniausum flugvjelum. Engar sannanir l'iggja enn fyrir um það hvort kjarnorkan verður ódýrari en önnur orka. Þó er talið að hún muni koma sjer vel í löndum þar sem hvorki eru kol nje vatnsafl. Talið er að best muni reynast að breyta kjarnorkunni í rafmagn. EN nú eru menn farnir að hugsa um aðrar orkulindir öflugri en kjarn- orkuna og sem máske er auðveldara að ná til. Og er þá helst að minnast á hugmyndir manna að ná orku frá sólinni. Mikið kapp er nú lagt á það, bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi, að rannsaka háloftsgeislana í þessu skyni. Eins og menn vita er kjarnorku náð með því að sprengja frumeinda- kjarna úraníum eða plutoníum. En sólin framleiðir orku með því að sam- eina frumeindir vatns og helium. Ef menn komast upp á þetta verður hægt að framleiða kraft, sem er 1000 sinn- um öflugri en kjarnorkan. Og það get- ur verið að í framtíðinni verði allar vjelar knúðar af orku, sem fæst úr frumefnum, sem gnótt er af og eru ódýr. FLUGVJELAR hafa nú náð þeim hraða að brátt verður það ekki talið æskilegt að hann verði aukinn meira. Meiri hraði þýðir margfaldan kostn- að og borgar sig ekki. NÝAR framfarir hafa orðið á sviði útvarps og nú verður rúm fyrir 1000 sendistöðvar, þar sem ekki komust fleiri en 100 fyrir áður. Er-þvi spáð, 259 að innan skamms muni síminn algjör- lega hverfa, en öll samtöl og skeyta- sendingar fari fram í loftinu, eins og útvarp og sjónvarp. Þá mun líka fara svo, að hver maður gengur með sína talstöð í vasanum, eins og hann geng- ur nú með sjálfblekung, og talar við aðra hvar sem hann er staddur. MIKIÐ er nú talað um breyttar að- ferðir við öflun matvæla. Nú þegar er farið að framleiða ódýran bauta úr jastri, og máske verður markaður fyrir hann vegna kjötskortsins í heiminum. „Protein“ eru menn farnir að framleiða úr sprekum og sagi, og máske kemur það í staðinn fyrir dýra- fitu. Og svo er farið að spá því, að menn muni geta haldið tönnum sínum óskemmdum alla ævi með þvi að drekka vatn, sem „fluor“ er í. • EN merkilegustu tilraunirnar á þessu sviði eru líklega þær að finna hvernig jurtir safna sykri, steíkju, protein, fitu og cellolose úr sólskin- inu. Ef mönnum tekst að komast að þessu og ná þessum efnum úr sólar- geislaorkunni án aðstoðar jurtanna þa þarf mannkynið aldrei að kvíða mat- arskorti nje hungursneyð. íW V V V Skákmaðurinn, sem er vanur að hugsa alt út í æsar, áður en hann tekur ákvörðun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.