Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1947, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1947, Page 8
260 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FYRIR HUNDRAÐ ÁRUM Árið 1847 var mesta gæðaár. Veturinn gekk fje af gjafarlaust að kalla á harð- kjálkasveitum. — Aðeins tvisvar komu teljandi stórhríð, 7. febrúar og 16. april. Eftir frostleysuvetur klakalítil jörð og vorgæðin færðu einstaklegt grasmagn, svo á stórum lítt ræktuðum túnum varð taða 100 hestum meiri ög þar yfir en í meðal ári. Nýting besta þar mannafli var nógur og aðferð góð. Geldfje gott til skurðar og vart varð við útilegufje veturgamalt á við gamla sauði, með undir fjórðungsreyfi. Haustið var allgott og var þá gamall gaddur tekinn svo úr fjöllum og jöklum, að enginn mundi það eins. Fiskafli besti kring um alt land og langt fram úr skarandi á Norður- landi. Hrognkelsveiði á einmánuði og þá gekk silungur eftir stórám upp til efstu takmarka (Brandstaðaannáll). SORGARBUNINGUR •Sá siður, að konur klæðist svörtum fötum eða gangi með svartar slæður til að sýna sorg, hafa menn haldið að væri kominn frá útlöndum. En það er merki- legt, að þessi siður var hjer í fornöld, að konur földuðu svörtum tröfum í stað hvítra, til að sýna sorg, eins og sjest á vísu Þorbjarnar Brúnasonar: Eigi mun sú er eigum auðrær að mig dauðan, fold vill mens í moldu minn aldur bláu falda. (að falda bláu = svörtu, sbr. kolblár og hrafn er kallaður bláfjallaður). HEKLUGOSOG HJÁTRÚ Jón Egilsson segir í annálum sínum frá Heklugosinu 1510. Segir hann að Hans konungur hafi dáið sama kvöld og eldurinn kom upp og sagt sje að „menn skyldi hafa sjeð í lcganum svo sem aðra kóngs kórónu“. — Hefir þetta þótt undur mikið, því að í Heklu voru sálir fordæmdra. Að vísu dó Hans konungur ekki fyr en 1513. Jón Gissur- arson segir um Gissur Einarsson, að þá er hann kom á fund Kristiáns konungs þriðja 1540, þótti honum konungur „spyrja sig margra óþarfra hluta, sjer- staklega um Heklufjall“. HJÁLEIGUR I ODDA Á 19. öld voru 7 hjáleigur innan tún- 1 suniar hafa verið óvenju miklir hitar og þurkar í Englandi. Hefir þaö þá verið algengt að sjá fólk safnast saman á bökkum Thames árinnar hjá Towcrbrú, og fá sjer þar sólbað. Vatnið í ánni er ekki svo hreint að hœgt sje aö baða sig í henni, en þó skemtir fólkið sjer við að vaða, garða í Odda á Rangárvöllum. Eru nöfn þeirra bundin í þessari vísu: Eru kotin Odda hjá: Ekra, For og Strympa, Vindás, Kimbli, Kragi, þá kemur Oddhóll skamt þar frá. Komið gat það fyrir að tvíbýli væri í sumum kotunum. Nú cru þó nokkur þeirra komin í eyði. Svo kvað Matthías þegar hann var prestur í Odda, í gaman- brjefi til síra Eggert Briems: sjerstáklega börnin. Iljer er kot, sem hcitir For, hafirðu bæði lyst og þor flyttu þangað þá í vor — • þar má fullvel deyja úr hor. VIÐSKYRA Allir vita hversu hvannir eru hailnæm ar bæði fyrir brjóst og maga. Og suð- austan á Islandi er venja að neyta þeirra með átmat, sem þar kallast við- skyra (Bjarni Pálsson landlæknir).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.