Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1947, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1947, Qupperneq 4
312 fyrir löndum sínum og var því eðli- legt að þeir væri æfir út af þvergirð- ingum Thomsens. Og allur almenn- ingur leit á þvergirðingar hans sem hreinasta lagabrot. Þá voru í gildi lög um netjalagnir í Faxaflóa, og voru þau öllum kunn. En samkvæmt þeim mátti hver sá maður, sem kom að ólöglegum netjalögr.um, taka þær upp og eignaðist hann bæði nct og afla fyrir það. Þetta fannst mönnum alveg hliðstætt lögunum um friðun laxa, og þess vegna mætti hver mað- ur ónýta veiðivjelar Thomsens, enda voru ákvæði laganna mjög svipuð að orðalagi og í báðum talað um ,.ó- helgi“ veiðitækjanna, en það sagði dr. Jón Þorkelsson að hefði þessa merk- ingu í fornu sögu eða lagamáli: „Ó- friðhelgur, rjettlaus, sem engar bætur verða krafðar fyrir þó að skemmdur, meiddur, drepinn eða eyddur sje; — haft bæði um persónu og hluti“. — Þessi var og skilningur almennings, að veiðitæki Thomsens í énum væri „óhelg", og væri því hverjum manni frjálst að brjóta þau. ÁSKORANIR TIL ALÞINGIS ÞAÐ SÝNIR ljóst hvað óánægjar var almenn út af þvergirðingunum í Elliðaánum, að þinginu 1877 bárust margar áskoranir út af þeim. Sagði Arnljótur Ólafsson svo frá J-ví á þing- inu: „Nálega ekkert mál, sem til þings- ins hefur komið, hefur verið stutt af svo mörgum ávörpum og svo mörg- um röddvtm landsmanna, sem mál þetta. Til þingsins hafa komið 4 á- vörp frá ölfusingum, er búa þó í öðru lögsagnarumdæmi er. því, er mál þetta er fyrst sprottið í. Þá hafa og enn komið all-mörg ávörp heðan úr sýslunni: eitt frá Seltirningum, eitt frá Álftnesingum, eitt frá Vatns- leysustrandarbúum, eitt frá Kjalnes- ingum og eitt frá Kjósarmönnum . . . Eru ávörp þessi undirrituð af öllum hinum helstu og bestu mönnum sýsl- unnar. Menn þurfa því eigi að spyrja: LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r Benedikt Amljótur Sveinsson Ólafsson hvert er almenningsálitið í máli þessu? og enginn getur heldur gengið grufl- andi að því, að hjer er um eitthvað mikið og markvert að ræða“. í báðum deildum þingsins voru svo bornar fram þingsályktanir um að skora á landshöfðingja að hlutast til um það, að hlutaðeigandi lögreglu- stjóri taki þvergirðingarnar úr Elliða ánum. Flutningsmaður í Ed. var sjera Benedikt Kristjánsson, en sjera Arn- ljótur í Nd. Urðu um þetta heitar umræður og fór svo, að Ed. felldi til- löguna með 6:5 atkvæðum, en Nd. af- greiddi hana með rökstuddri dagskrá frá Grími Thomsen og var hún á þessa leið: „í því trausti, að lögreglustjórnin, eins og henni ber, framfylgi lögum um friðun á laxi frá 11. maí 1876, tekur þingdeildin næsta mál á dagskrá fyrir. í ræðum flutningsmannanna kom það berlega fram, að þeir fylgdu al- menningsálitinu i þessu máli. Sjera Benedikt mælti: „Það er eigi ófyrirsynju að biðja landshöfðingja að hlutast til um að þvergirðingarnar verði teknar upp, því að lögin segja sjálf, að allir megi brjóta þvergirð- ingar, hvort sem væri Pjetur eða Páll, og hvort sem þeir eigi veiði eða eigi í á þeirri“. Og sjera Arnljótur mælti: „Allir þeir, er undir ávörpunum standa, hafa heyrt um veiðiaðferð þessa; það er orðið svo heyrum kunnugt og Benedikt Grimur Kristján8Son Thomsen hjeraðsfleygt, að hún sje eigi sam- kvæmt hinum gildandi veiðilögum landsins. Vjer höfum heyrt þetta bæði utan að og innan að í rjettarmeðvit- und sjálfra vor .... Þessi almanna- rómur, sem aldrei lýgur, og þessi til- finning fyrir vernd og helgi þeirra laga, er vjer höfum sett, hafa knúð mig til að flytja málið“. Þetta gerðist á Alþingi dagana 9. og 17. ágúst. LAXAKISTURN AR BROTNAR EN SVO var það aðfaranótt 20. ág. að þeir bændurnir í Breiðholti, Árni Jónsson og Magnús Benediktsson og Grímur Ólafsson, bóndi í Hólmi, hinn þriðji, tóku sig til og rifu upp 2 stærstu laxakistur Thomsens í Elliða- ánum, limuðu þær að miklu leyti í sundur og brutu þær meira og minna og fleygðu brotunum upp á árbakk- ann, en höfðu grindurnar á burt með sjer. Síðan tilkynntu þeir sýslumanni og hreppsnefnd hvað þeir hefði gert. Thomsen höfðaði nú mál gegn þeim og krafðist 25,98 kr. bóta fyrir skemmdir á laxakistunum og skaða- bóta fyrir veiðitjón. En hinir stefndu hófu gagnsókn gegn honum og kröfð- ust þess að hann yrði dæmdur til að greiða sjer að fullu skaðabætur fyrir veiðimissi frá því að lögin 11. maí 1876 voru þinglesin. Undirrjettur vís- aði gagnsókn þeirra frá, en dæmdi þá í 50 kr. sekt til landsjóðs hvern, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.