Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1947, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
313
til að greiða málskostnað og Thom-
sen skaðabætur.
Þessum dómi áfrýjuðu þeir til yfir-
rjettarins, kröfðust þess að þeir yrði
dæmdir sýknir saka, en Thomsen
dæmdur samkvæmt gagnsóknarkröf-
unum. Yfirrjettardómur fell 24. febr.
1879 og voru þeir bændurnir dæmdir
til að greiða 10 kr. sekt hver til lands-
sjóðs, málskostnað og 25,98 kr. skaða-
bætur til Thomsen.
Jón landritari Jónsson hafði sótt
málið fyrir þeirra hönd, og vegna
þess, sem á eftir fór, er rjett að birta
hjer kafla úr sóknarskjali hans 13.
jan. 1879:
— í lögunum 1876 er bein heimild
fyrir menn að taka rjett sinn sjálfir.
Lögin gera það að skyldu, ekki aðeins
fyrir hlutaðeigandi embættismenn, en
einnig fyrir hvern privat mann, að
taka upp ólöglegar veiðivjelar.
Hvað hefur hinn stefndi (Thom-
sen) gert? Hann verður sekur í laga-
broti, áfrýjendur skerast fyrir hönd
hins opinbera í leikinn og bæta úr
hinnu ólöglega ásigkomulagi er stefnd
ur hafði komið til leiðar. Þeir til-
kynna hlutaðeigandi sýslumanni og
hreppsyfirvaldi undir eins hvað þeir
hafa gert, og það er ekki þeim að
kenna að sýslumaður Ijet líða meira
en ár, áður en hann höfðaði mál á
móti hinum seka, og ljet hann verða
fyrir þeim dómi, er hann átti skilið.
Hjeraðsdómarinn hefur dæmt á-
frýjendur eftir 298. gr. hegningarlag-
anna, en hjer eru ekki minnstu líkur
til að þeir hafi ætlað að gera öðrum
tjón. Þeir tóku ekki kisturnar upp til
að ábatast á þessu, nje í þeim til-
gangi að skaða hinn stefnda eða
skemma fyrir honum, og með til-
kynningum sínum til yfirvaldanna
sýndu þeir hve langt þeir voru frá því
að vilja gera á hluta stefnda, eða
framkvæma nokkuð framyfir það,
sem var borgaraleg skylda þeirra. —
Jón landritari var lögkænn maður,
og var það á allra vitorði. Það má því
Jón Jónsson Kr. Jónsson
landritari sýslum.
nærri geta að þessi skoðun hans á
málinu, hefur stappað mjög stáli í
þá menn, sem heitastir vcru út af
þvergirðingunum í ánum. Sú ályktun
hins lögfróða manns, að það væri
borgaraleg skylda hvers og eins
að taka upp ólöglegar veiðivjelar,
mun síður en svo hafa dregið kjark
úr andstæðingum Thomsens, heldur
máske átt sinn þátt í því, að fleiri
laxakistubrot fóru á eftir.
MÁLSHÖFÐUN GEGN
THOMSEN
SÁ VARÐ árangur af dagskrár-
samþykkt Nd. Alþingis, að 3. júlí
1878 fyrirskipaði amtmaður skoðun á
laxakistum Thomsens í Elliðaánum.
Leiddi sú rannsókn í ljós, að bilið milli
rimlanna var 2 þuml., 1 8/12 þuml.
og 1V2 þuml. Ljetu skoðunarmenn
en það voru þeir alþingismennirnir
Hjálmur Pjeturss. og Páll Pálss. bóndi,
það álit í ljós, að lax, sem væri 9
þuml. ummáls, gæti ekki komist þar í
gegn. Var þá fyrirskipuð málshöfðun
gegn Thomsen.
En meðan á málinu stóð tóku sig
til nokkrir menn, undir forystu Krist-
ins Magnússonar í Engey, rifu þver-
girðingar Thomsens úr ánum og tóku
upp laxakisturnar. Þetta gerðist 17.
ágúst. Um það segir í ísafold: „Þessir
menn hafa sjálfsagt ekki vitað, að
búið var áður að fyrirskipa málsókn
af hálfu hins opinbera út af tjeðum
vjelum“. En fyrir þetta var Kristinn
dæmdur í yfirrjetti í 100 kr. sekt,
skaðabætur og málskostnað.
Nú er að segja frá málinu gegn
Thomsen. Sýslumaður dæmdi í því 6.
nóv. 1878. Taldi hann veiðiumbúnað
ólöglegan og Thomsen var dæmdur að
greiða 30 kr. sekt til Seltjarnarnes-
hrepps og allan málskostnað. En þar
sem veiðivjelar hans hefði verið brotn
ar og ónýttar á meðan á málsrann-
sókn stóð „verður eigi spurning um
að gera þær upptækar“.
Þessum dómi var áfrýjað til yfir-
rjettar og sýknaði hann Thomsen af
kæru hins opinbera, vegna þess, að
ekkert væri tekið fram um það í lög-
unum hve stórt bil ætti að vera milli
rimla, en Thomsen hefði haldið því
fram, að lax, 9 þumlunga að ummáli,
kæmist vel í gegn um grindur sínar,
því að laxinn synti á hliðinni. — Þetta
kallaði Þorlákur Guðmundsson, al-
þingismaður ,,nýmæli“.
SÖGULEGIR ATBURÐIR
SUMARIÐ 1879 gerðust sögulegir
atburðir í sambandi við þetta mál. Þá
voru laxakistur Thomsens þrisvar
sinnum brotnar og teknar upp, en
hann setti þær jafnharðan niður aft-
ur.
í fyrsta skipti voru þær brotnar að
kvöldi hins 5. júní. Voru þar nokkrir
menn að verki, en ekki tókst að hafa
hendur í hári nema eins þeirra,
Magnúsar Ólafssonar, vinnumanns á
Vatnsenda og var honum stefnt. —
Kvað sýslumaður upp dóm í máli
hans og gerði honum að greiða 30 kr.
sekt í landsjóð og Thomsen 20 kr. í
skaðabætur. Ekki vildi Magnús láta
það uppi hver eða hverjir hefði verið
að verki mjeð sjer.
Aðfaranótt 25. júní komu svo
,,grímuklæddir“ menn og rifu laxa-
girðingarnar. Vissu menn lengi vel
ekki hverjir það voru og lá það mál
niðri.
Framhald.
V V ^