Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Síða 2
 2 T~' ' ' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Skallagrímur hafði út komið, kom skip af hafi í Borgarfjörð og átti sá maður er Ólafur var kajlaður hjalti. Hann hafði með sjer konu sína og börn og annað frændlið sitt og hafði svo ætlað ferð sína að fá sjer bústað á íslandi". Hann var með Skallagrími hinn fyrsta vetur með allt sitt, en svo fekk Skallagrímur honum af landnámi sínu milli Grímsár og Flókadalsár. Hafi Ólafur verið tengdasonur Ing- ólfs Arnarsonar, er það næsta óskilj- anlegt að hann skyldi ekki leita á fund hans, í stað þess að þiggja fyrst veturvist að Skallagrími og síðan lönd. Ekki var svo langt á milli Borg- ar og Reykjavíkur að Ólafur gæti ekki farið að finna tengdaföður sinn, sem var „frægastur allra landnáms- manna“. Og nóg var landrými hjá Ingólfi. En þar sem hjer verður ekki öðru við komið en getgátum, leyfist mjer máske að koma fram með aðra get- gátu, sem mjer finnst sennilegri, og hún er sú, að Ragi sonur Ólafs hjalta hafi átt dóttur Þorsteins Ingólfssonar og fengið í heimanmund með henni Engey og Laugarnes. Ragi er að minnsta kosti fyrsti á- búandi Laugarness svo að vjer vitum. í Landnámu og Egilssögu er hann kallaður Ragi í JLaugardal. Sumir munu hafa ætlað að þar væri átt við Laugardal í Árnessýslu, en svo er ekki. Það má telja víst, að dalur sá, er gengur upp frá Kirkjusandi milli Grensháls og Langholts hafi í önd- verðu verið kallaður Laugardalur, eins og hann heitir enn í dag. Þessi dalur er kjarninn úr landi Laugar- ness og þess vegna hygg jeg að svo hafi verið að orði komist, að dóttur Þorsteins Ingólfssonar hafi fylgt að heiman „Laugardalur og Engey“ og ' Ieiðir þá af sjálfu sjer að rjett væri ' til orða tekið að þau hefðu reist bú í Laugardal, úr því að þau byggðu ekki j Engey. Er þá og rjett að tala um ^ Raga í Laugardal (engu síður en Hjalta í Þjórsárdal) þótt bærinn, sem þar var reistur, fengi annað nafn. Um Raga er sagt að hann hafi ver- ið vígamaður mikill. En engar sögur fara af honum og mun hann hafa orð- ið skammlífur. Þó eru ættir raktar til hans og var Þorlákur biskup Runólfs- son afkomandi hans. Við fráfall Raga Jjafa svo bræður hans erft Laugarnes og Engey. Eftir víg Glúms fær Hallgerður langbrók svo þessa eign í sinn hlut og hefur máske haft bú þar áður en hún giftist Gunnari á Hlíðarenda. En um hana eru engar frásagnir frá því ei Þráinn Sigfússon var veginn. Eftir það hefur hún sennilega farið að Laugarnesi, því að munnmæli herma að þar hafi hún verið grafin. KIRKJA í LAUGARNESI Nú líða svo aldir að ekkert er getið um bændur nje byggð í Laugarnesi. En í kirknatali Páls biskups Jónsson- ar er getið um kirkju þar, og hefur hún verið reist fyrir árið 1200. Hygg- ur dr. Finnur Jónsson að sandurinn hafi fengið nafn af þeirri kirkju og kallast Kirkjusandur, eins og hann heitir enn. Hitt gæti þó skeð að sand- urinn dragi nafn af kirkjunni í Reykja vík, því að í máldaga hennar frá 1379 er talið að hún eigi allan reka á Kirkju sandi. Hún átti þá einnig fjórðung reka á móts við Nes, Engey og Laug- arnes „utan Seltjörn og Laugalæk". Um kirkju í Engey er fyrst talað 1379 og er þá byggð komin þar fyrir þann tíma. í máldaga þeirrar kirkju frá því um 1500 segir að hálft leg- kaup eigi að leggjast til Laugarnes- kirkju, og sjást á því tengsl jarðanna, enda var Engeyjarkirkja ekki nema hálfkirkja. Laugarneskirkja varð snemma út- kirkja frá Reykjavík (löngu fyrir 1703 þegar jarðabókin var gerð). — Þegar þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru að ferðast um landið, gistu þeir langdvölum í Viðey hjá Skúla fógeta. Gáfu þeir þá Laugarnes- kirkju altaristöflu og var þetta letrað á hana: „Til maklegrar skylduendur- minningar er þessi tafla gefin heil. Maríu kirkju að Laugarnesi af þeim B. og E. Ao MDCCLVIP1. — Altaris- töflu þessa fekk kirkjan að Stað í Grindavík seinna, en nú er hún geymd í Þjóðminjasafni. Engeyjarkirkja var lögð niður 17. maí 1765, og hinn 4. apríl 1794 var birt konungleg tilskipun um það að leggja niður Laugarneskirkju og sam- eina sóknina dómkirkjusókninni í Reykjavík. Var það fært fram sem á- stæða, að nú væri nýbygð dómkirkja í Reykjavík, en Laugarneskirkja væri komin að hruni sakir fúa og elli og ekki gerlegt að byggja hana að nýu. Með þessari ráðabreytni lögðust þess- ir bæir til Reykjavíkursóknar: Rauð- ará, Bústaðir, Kleppur, Breiðholt. Vatnsendi, Elliðavatn, Hólmur, Hvammkot, Digranes, Kópavogur og Laugarnes. DEILUR UM LAUGARNES Það er kunnugt að Hólmsættin náði eignarrjetti á Laugarnesi og Engey og afkomendur Hól-manna, Erlend- ungar, áttu jarðirnar og heldu fast í þær. Árið 1433 ætluðu Skálholtsmenn að brenna Margrjetu, dóttur Vigfúss Holm hirðstjóra inni á Kirkjubóli á Miðnesi. Þar fjell ívar Holm bróðir hennar, en Margrjet komst út úr eld- inum og norður í land. Þorvarður son- ur Lofts ríka hefndi þessa níðings- verks og kvæntist síðan Margrjetu. Árið 1486 gaf hún Þorvarði Erlends- syni dóttursyni sínum Engey og Laug arnes. Út af þessu urðu deilur milli Gríms Pálssonar á Möðruvöllum og sona hans annarsvegar, en Vigfúsar lögmanns Erlendssonar (bróður Þor- varðar) og Hólmfríðar sysfur hans hinsvegar. Sættir komust þó á og er í Alþingisbókum getið um skiptabrjef „um eignir þeirra á milli norðlenskra og Vigfúsar Erlendssonar“, þar sem báðar jarðirnar Engey og Laugarnes

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.