Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Blaðsíða 5
Ilelgi Thordersen biskup.
að í Laugarnesi. En ekki hafði hann
verið þar lengi er honum fundust
húsakynni óviðunandi og erfitt að búa
þarna fyrir mann, sem þurfti að sinna
embættisstörfum í Reykjavík. Þá var
enginn vegur þar á mili nema troðm
ingar með fram sjónum alla leið að
Rauðará. Var þessi lcið af sumum
talin illfær eða ófær með öllu, þcgar
rigningar höfðu gengið cða hláka var
um vetur og vor. Versti farartálminn
á leiðinni var Fúlutjarnarlækur. Varð
hann stundum ófær og þá eina leiðin
að sæta fjöru og fara yfir hann niður
í flæðarmáli.
Vegna þessara annmarka sótti Helgi
biskup um það 1850 að mega flytjast
til Reykjavíkur. Veittu stjórnarvöldin
honum leyfi til þess, en samt bjó hann
þó enn sex ár í Laugarnesi og fluttist
ekki þaðan fyr en 1856. Þessi flutn-
ingur þótti mörgum óþarfur og ó-
hæfur, þvi að með þessu mundi hin
dýra stofa leggjast í eyði, og hvað
væri þá um hið ævarandi biskupseet-
ur í Laugarnesi. Gerir ,,Þjóðólfur“
mjög lítið úr þeim ástæðum að vegur-
inn þangað sje svo vondur að vegna
þess þurfi biskup að flýja staðinn.
Telur hann það óforsvaranlegt með
öllu úr því að veglegt hús hafi verið
reist þarna fyrir biskupsembættið, að
henda því nú sama sem í sjóinn, en
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
5
láta embættið og skjalasafnið vera á
sífelldum hrakningi fram og aftur um
Reykjavík, eins og sýnt sje að fara
muni. Það sje alls ekki samboðið
sóma stjórnarinnar, sóma landsins nje
svo virðulegu embætti, sem hjer sje
um að ræða.
En þannig lagðist hið „ævarandi"
biskupssetur niður í Laugarnesi eftir
30 ár. Reyndist „Þjóðólfur“ sannspár.
Stoían í Laugarnesi fór í eyði og grotn
aði niður þegar biskup var farinn það
an, og biskupsembættið hefur fram
að þessu verið á sífelldum hrakningi í
Reykjavík.
Nú leið og beið fram til 1870. Segir
dr. Finnur Jónsson að stofan hafi þá
verið „herfileg að sjá, flestir gluggar
brotnir og ótjerlegt inn að líta“. Hafði
þá enginn hafst þar við öll þessi ár.
En nú kom fyrir atburður, sem varð
þess valdandi að stofan var tekin í
notkun um hríð. Frönsk skip komu
hingað með bóluveika menn (1871).
Sló miklum ótta á alla bæjarbúa, er
sá annálaði vágestur, bólan, var að
landi komin, og var reynt eftir mætti
að sporna við því að væikin næði hjer
fótfestu. Skipin voru sett í sóttkví, en
það var ekki nóg, þau þurftu að losna
við sjúklingana. Ekkert sjúkrahús var
þá til hjer, og ekkert hús, þar sem
þeir gætu verið svo að eigi stafaði
hætta af þeim, nema gamla biskups-
stofan í Laugarnesi. Þangað voru svo
sjúklingarnir fluttir og sterkur vörð-
ur hafður um það að engar samgöng-
ur væri við þá.
Þarna lágu nú sjúklingarnir fram á
vor. Þá hafði sumum batnað, en fjórir
(sumir segja sex) höfðu látist úr ból-
unni og voru þeir grafnir í gamla
kirkjugarðinum, sem er fyrir framan
íbúðarhúsið, sem nú er í Laugarnesi.
Hefur enginn maður verið jarðsettur
þar síðan.
Þegar Fransmennirnir voru farnir
og svo giftusamlega haíði tekist, aö
bólan breiddist ekki út hjer, varð
bæjarbúum mjög hughægra, og þótt-
ust úr allri hættu.
En ofanverðan vetur 1875 ýar hjer
framinn einkennilegur innbrotsþjófn-
aður. Hafði verið brotist inn í Laug-
arnesstofu og stolið þar sængurfatn-
aði, sem bólusjúku Frakkarnir höfðu
legið við. Þessi sængurföt höfðu legið
þarna allan tímann í óhirðu og ekki
verið sótthreinsuð. Sló nú miklum
ugg að bæjarbúum að nýu, því að tal
in var hætta á að bólusóttin kynni að
gjósa upp. Og nú varð engum vörnum
við komið, því að enginn vissi hvar
hin hættulegu sængurföt voru niður
komin.
Leið svo allt þetta ár að hvorki
hafðist upp á þjófunum nje þýfinu.
En nokkru eftir nýár 1876 tókst að
lokum að finna hina seku og var það
þakkað sjerstökum dugnaði Ólafs heit.
Rósinkranz, sem þá var skrifari hjá
bæjarfógeta. Fjórar konur í Reykja-
vík játuðu á sig þjófnaðinn og að
snikkari einn hefði aðstoðað sig við
innbrotið.
Upp frá þessu fara engar sögur af
Laugarnesstofu, nema hvað hún varð
æ hrörlegri, og seinast var hún rifin
þegar ákveðið var að reisa holdsveikra
spítalann þarna.
- Molar -
Kjarnorkan
Ef yður langar til aö hafa einhverja
hugmynd um hver orka býr í einura
frumeindarkjarna, pá skiduö þjtr
hugsa yður að venjulegum píanóstreng
vœri haldiö saman af þeirri orku, sem
bundin er í einum kjarna. Þessi streng
ur vœri þá svo sterkur, aö hengja
mœtti í hann allan herskipaflota
Bandaríkjanna.
Hcilræði
Hœltu aö hugsa um þaö hvcr mun-
ur sje á kynþáttum. Hugsaöu heldur
um hitt hvaö sameiginlegt sje með
þeim. — Krishnamurti),