Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1948, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
9
þjóðsöngur Norðmanna, Og svo or
hann allt í einu kominn út í alþjóða-
stjórnmál. Rjett á eftir grípur hann
fram í fyrir sjálfum sjer og segir:
— Er það ekki einkennilegt, að nú
eru hægrimenn frjálslyndi flokkurinn
í Noregi? Á tæpum 50 árum hefur
þjóðskipulagið gjörbreyst. Þegar jeg
var ungur voru hægrimenn íhalds-
flokkurinn og börðust opinberlega
gegn öllum framförum. Þá var það
ofur eðlilegt, að hugsjónamenn hölluu-
ust að alþýðufl., því að hann hafði
frelsishugsjónir á stefnuskrá sinni. En
n ú er það hægriílokkurinn, sem hefur
allar frelsishugsjónirnar á steínuslcrá
sinni. Þetta er reynsla gamals manns.
Segir frá henni — því að æskan verð-
ur að fá að vita hvar hún á heima.
Og svo berst talið að nýustu bók-
menntunum. Hann er ekki hrifinn af
þeim.
— Þar er ekkert kjöt á beinunum,
segir hann. Nú eru það gömlu grísku
og rómversku snillingarnir, sem jeg
halla mjer að. Enginn getur lýst nátt-
úrunni og fegurðinni eins og þeir. . .
^ V ^ ^
JEG sá í Lesbók Morgunblaðsins fyrir
stuttu, að talið hefði verið víst í
Breiðafjarðareyjum, að það vissi á
snjógang, ef snjótitlingar hefðu hóp-
að sig saman og æðarfuglinn hefði
„púað“ mikið. Af þessu datt mjer í
hug að víðar væri tekið eftir þessu en
þar í eyjunum.
Frá því fyrsta jeg man eftir, heyrði
jeg gamalt fólk hafa orð á ýmsu þessu
líku, og margir eru þessarar trúar enn.
Allir kannast við það, sem starfað
hafa að f jármensku, hvað illviðri leggj
ast í sauðfje, og þá fyrst og fremst
forustusauði og gamalær, sem virt-
ust bera af að viti.
Margar sögur eru til af forustu-
sauðum, sem ekki vildu fara frá húsi,
þótt blíðuveður væri, ef í nánd var
illviðri. Jafnvel gekk þetta svo langt,
að sumir fjármenn trúðu bókstaflega
á vitsmuni þessara skepna, og höguðu
sjer eítir því við fjárhirðinguna.
Aftur á móti varð það oft að stór-
tjóni á fjárhópnum, þegar forustu-
sauðnum, var þvingað út í hagann mót
vilja hans. Var þá oft komið illviori
áður nokkum varði. i>á heiur það og
verið trú manna, og er enn, að á ilt
veður viti, þegar hestar liama sig í
skjól, og snúi höfði undan vindi, þótt
veður sje milt og gott. Mun þetta
sjaldan bregðast.
Þá hefur það þótt jafnan vita á ill-
viðri þegar kisa hefur klifrað og klór-
að í stokka og staura, en gott þegar
hún hefur þvegið sjer í framan að jeg
tala nú ekki um þegar hún hefur þveg-
ið sjer aftur fyrir eyrað.
Oft legst illviðri í hunda, einkum
gamla. Bera þeir sig þá oft aumlega,
eru áhyggjufúllir og kvíðnir, þora
helst ekki annað en fylgja eiganda sín-
um úti og inni, jafnvel skjálfa af
hræðslu og kulda, þótt gott veður sje.
Sagt er að rottan flýi sökkvandi skip,
og hefur það þótt illsviti, að sjá rott-
ur fara frá ,,borði“ á skipi. Og fleira
er þessu líkt með dýrin. En hvað er
þá með fuglana?
Ekki er síður trúa manna enn í dag,
að þeir viti jafnlangt nefi sínu. Og
skal jeg þá víkja aftur að snjótitling-
unum, þessum örsmáu fögru fuglum,
sem virðast vera alt annað en spá-
mannlega vaxnir. En þó mun það ekki
bregðast, að þegar þeir hópa sig sam-
an á vetrum heima við hús eða bæi,
viti það á snjógang og hríðarbylji,
ekki síst á vorin, eða síðari hluta
vetrar. Þekti jeg gamlan mann þegar
jeg var ungur, sem sagði mjer að eftir
þessu hefði hann tekið alla ævi og
aldrei brugðist. Sama hefur mjer fund
ist eftir að jeg fór að taka eftir því.
Álftir eru hjer á vatninu alt árjð.
Mikið er það sjaldan að- þær’ syngj,
nema undir góðviðri, og þá helst sói-
skin, þurk eða kælu. Þá æíir lóan lít-
ið flug síðara hluta sumars nema und-
ir þurk eða í þurki.
Ekki er það holt fyrir bóndann að
breiða mikið af heyi, eða trúa degin-
un þeim til enda, sem vætukjói by. jai
að væla yfir fyrri hluta dags. Því
þeim karli feilar ald.ei að spá íyrir
rigningur.ni. , cg er óbrigðull með
öllu. Þá inunu margir Imnr.hst við,
sem daglega heyra ti! himbrimans,
að hann getur bæöi spáð þuric og
vætu. Þá ei' nú krumrni mihn, sitt hvað
veit hann riú. Hefur hanti tnargan
bóndan hrest í slæmu tíðariari með
því að koma til hans í teiginn og
krunka yfir teiginn. Hafa margir haft
trú á því að það hey hrekist ekki, og
orðið að trú sinni.
Hjer skal nú staðar numið.
Skal hjer hvorki hafa formála nje
eftirmála, en láta hvern ög eínn útn
sína skoðun á því hvaðan fuglúm og
dýrum kemur þetta óbrigðula vit siti.
Böövar Mágnúnsfín.
. mguíi -
i i9l nnsíi
Biblían bendir á námu
í 2. Mósebók er sagt frá því aö
móöir Móse lagöi hann i örk af reyr
og bræddi örkina meö jarölími og
biki. Greindur maöur í amerísku olíu-
fjelagi tók eftir þessari setningu og
hann sagöi viö sjálfan sig: „Þar sem
er jarölím og bik, þar er líka stein ■
olxa i jörö; og hafi steinolía vetiö í
Egyptalandi á dögum Móse, þá er
hún þar enn“. Fjelagiö hófst þá handa
og fór aö leita aö olíu i Egýptalandi
— og fann hana. Nú á þaö þar nókkra
olíubrunna.
Engar dánarbætur
LíftryggingarfjelagiÖ Sun í London
hefur nýlega tilkynt aö þaö muni ekki
greiöa dánarbœtur fyrir þá, sem far-
ast viö kjarnasprengingxi.