Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Side 3
LESBOK MORGUNBLAÐSEMS
223
Tína Rondóní
hann í ógæfuförina löngu, sem endaði
á þriðju eyjunni, óralangt frá þess-
um snæþöktu fjöllum, sem hann von-
aði einu sinni að myndu rísa máttug
og sterk yfir alfrjálsu ættlandi hans.
Skyldi honum við leiðarlok ekki hafa
verið hugsað hingað? Skyldi honum
aldrei hafa komið til hugar í niður-
lægingunni á fjarlægri klettaey, að
síðasta hlutskipti hans hafi einmitt
vcrið vendettan, hefnd Korsiku, lands
ins, sem ól hann í trú á lausn, lands-
ins, sem hann sveik?
Círazic
.... Klukkan er nú 1,40. Marseilles,
hafnarborgin mikla við Miðjarðarhaf,
er á bakborða.... Að undanförnu hef
jeg loksins gegnt embætti hjer um
borð. Jeg hef verið veitingaþjónn. Það,
atvikaðist þannig, að þegar jeg gekk
inn í íarþegaklefann um 1 lcytið, sá
jeg, að aftast i farþegákleíanum stóð
flugþcrnan okkar, Sigriður GeSts-
dóttir, mjög vandræðaleg á svip og
hjá henni ítali einn, miðaldra kaup-
maður. Hann stóð þárna u)ip á end-
anii, benti á víxl á múnninn á sjer og
magann, sló út höndunum, hellti út
úr sjer orðaflaumi og andlit hans vai'
skelíingin uppmáluð. Jeg flýtti mjer
til Sigríðar, og spurði, livort við vær-
um að farast. Hún kvað ítalann-
heimta mal, sagðist vera búin að
segja honum, að ákveðið hefði verið
að gefa síðar að borða, en það kæmi
fyrir ekki, ítalinn vildi samt fá að
jeta og það strax. Hinn sársvangi
samferðamaður vatt sjer nú að mjer
og sór við alla dýrlinga, að hann hefði
hvörki fcngið vott nje þurt írá því
klukkan 9 í morgun. Þegar jeg var
búinn að reyna að útskýra íyrir hon-
um á öllum tilkippilegum þjóðtung-
um, að það væri mál með öllu óvið-
komandi oss íslendingum, hvort hann
hefði verið sveltur að skilnaði á ítalíu
eða haldinn sæmilega, þá gerðist það
tvent jafnsnemma, að Lann virtist
skilja ræðu'mína og greip upp seðla-
fúlgu mikla i því skyni að gera mjer
ljóst, að hann væri enginn ólmusu-
maður vor íslenskra. Var það hvort-
tveggja, að okkur Sigríði rann mjög
til rifja hið hryggilega ástand sam-
ferðamannsins og svo hitt, að ekkert
var líklegra en hann myndi steypa
sjer úr flugvjelinni og seðja hungur
sitt á sardinum Miðjarðarhafsins, ef
ekki >Tði undan látið, cnda fór það
svo, að áætlúnum var breytt og mat-
gjafir ákveðnar þegar í stað. Tilreiddi
Sigríður kostinn í kokkhúsi simi, en
jeg fók að mjer að brynna ítölskum.
Skeiðaði jeg mbð bakkana, hneigði
mig og brosti, en ítalir sögðu ,,Graz-
ie“ og tóku til matar. Er jeg liafði
lokið við að færa þcim það síðásta var
hinn banhungraði byltingaforingi
fallinn í svefn alsæll og belgsadd-
ur... .
.... Klukkan er nú um hálf þrjú.
Við tókum stefnu á Lyon eítir að við
fórura fram hjá MarseiUes og fljúg-
um nú upp Rhónc daíinn. Neðan okk-
ar er eitt frjósamasta hjeraö Frakk-
lands, cn á hægri hönd blíðar Vestur-
Aipanna, fjöllin snæþakin og hrikaleg
yst við sjóndeildarhringinn, stjórn-
borðsmegin.
Jeg er nú búinn að athuga farþega-
skrána í því skyni að fræðast eitthvað
um ítalina okkar. Konan er 28 ára
gömul, efnafræðingur, gift. 17 ára
piltur er yaigsLur karlmartnanna, ald-
Farþegar ganga urn borö.
ursforsetinn sextugur, sennilega fað-
ir piltsins. Meðalaldur karlmannanna
30 ár. 18 eru kvæntir. Flestir eru
skráðir landbúnaöarverkamenn, þá
vjelfræðingar, smiðir, bókaútgefandi,
kaupmaður og læknir....
Gcrfismiðurinn Galvani
Á leiðinni til flugstöðvarinnar hafði
cinn íarþeganna gefið sig á tal við
mig. Hann talar sæmilega ensku. —
Ilann hcitir Giuseppe Galvani, er 29
ára gamall, þrekvaxinn, dökkhærður,
dökkeygur, mjög vingjarnlegur og
hlýr í viðmóti. Jeg scgi honum, að
mjer sje forvitni á að vita eitthvað
um hagi hans og kveðst hann þess al-
búinn að leiða mig þar í allan sann-
leika. Saga hans er í fám orðum
þessi: Ilann er bóndasonur frá Fol-
igno, scm hann segir vera um 100
mílur vestan Rómar. Ilann hefur að-
allega unnið við landbúnaðarstörf, en
er hagur og hefur talsvert fengist við
smíðar, kallar sig trjesmið á farþega-
skránni, reiknar með að fá vinnu
vestra við smíöar, en hefur aldrei
lært handverk sitt hjá meistara og
myndi því nefndur gerfismiður úti
á íslandi. Kaup hans hefur að und-
aníörnu verið 900 lirur á dag, en það
kveður hann vera 100 Iírum meira en
óbreyttra verkamanna. Hann sagðist
geta íengið goða skó fyrir 5000 lír-