Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Side 6
226 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS HVÍTA HVEITIÐ - ER BANVÆNT VÍSINDAMENN hafa nú sannað, að hvíta hveitið er mjög óholt, getur jafnvel verið banvænt, vegna þess að í því er eitur. Þetta eitur nefnist „nitrogen trichloride“ og það kemur í hveitið þegar myllurnar eru að gera það hvítt. Eigendur hveitimyllanna urðu fyrst reiðir, er þeir heyrðu þetta. Síðan ætluðu þeir að humma það fram af sjer. En þegar hver sönnunin kom eftir aðra, þá fóru þeir að tala um að vera mætti að hægt væri að finna aðra aðferð til að gera hveiti hvítt. — Einn af fremstu vísindamönnum Breta á sviði heilsufræði, Sir Edward Mellanby hefur fært óyggjandi sann- anir fyrir því hvað hvítt hveiti sje heilsuspillandi og hefur sjerstaklega slæm áhrif á taugakerfið. Hann gerði tilraunir sínar á hundum. Þeir fengu æði og urðu flogaveikir, eftir að hafa etið hvítt brauð í viku eða hálfan mán- uð. Sumir drápust. „The British Na- tional Institut for Medical Research", fylgdist með þessum tilraunum, og það var engu til að dreifa nema hvíta hveitinu. Hveitiseljendur sögðu þá, að því hefði aldrei verið haldið fram að hvítt heimkynnum þeirra. Megi timburverk Galvanis blessast og trjen svigna und an safaríkum ávöxtum á frjósarpri jörð Vallarellos. — Hjer mun hin þreytta áhöfn Heklu hvíla lúin bein. Vel og örugglega hafa þeir fært flug- skipið okkar yfir lönd og höf. Megi þeir eignast fleiri, sömu tegundar, og beri þau ætíð íslenska fánann jafn giftusamlega milli hinna ýmsu flug- hafna jarðarinnar og Iíekla hefur gert.... Þökk fyrir samfylgdina.... hveiti væri jafn gott til eldis og ann- að hveiti. Nokkuð af fjörefnum þess mistist við hvítninguna. En þeir mót- mæltu að nokkur skaðleg efni væri í því, og hjer hefði því verið um fjör- efnaskort að ræða, en úr því hefði mátt bæta með því að blanda fjör- efnum í fæðuna. Sir Edward Mellanby tók sjer þá fyrir hendur að rannsaka það hvernig hveitið breyttist við hvítninguna, og hann komst að þeirri niðurstöðu, að þá kæmist í hveitið efni, sem eru hættuleg heilsu manna. Ýmsar aðferðir eru notaðar til þess að gera hveiti hvítt, en hin algengasta er hin svonefnda „agene“ aðferð. Er talið að 90% af öllu því hveiti, sem malað er í Bandaríkjunum og breska heimsveldinú, sje gert hvítt með þess- ari aðferð. „Agene“ er gastegund, þar sem blandað er saman chlorine, vetni, ammonium chlorid og lofti. — Þessu gasi er dælt inn i hveitið. þar sem það þyrlast út úr möluninni, og verður það þá drifhvítt, þannig að gasið etur burt safann úr því, en skil- ur jafnframt eftir nokkuð af eitri. Hundarnir, sem Sir Edward notaði við tilraunir sínar, voru allir af sama kyni. Þeim var gefið sama fæði og þeir höfðu áður haft, að öllu öðru leyti en því, að skiít var um kornmat. Einn hundurinn fekk óskemt hveiti og eftir 24 vikna tilraunir sá ekki neitt á honum. Tveimur hundum var gefið hvítt hveiti. Eftir mánuð voru báðir farnir að fá flog. Annar þeirra drapst áður en tilraunatímanum var lokið. Nú var skift um fæði hjá þeim tveimur hundum, sem lifðu. Sá heil- brigði var látinn fá það fæði, sem hinn hafði haft, og öfugt. Sá floga- veiki fór þegar að hjarna við og varð brátt alheilbrigður. En nú fór hinn að fá flog og á 12 vikum fekk hann 15 sinnum flog og sex sinnum æðis- köst. Önnur tilraun. var gerð með sex hunda, og fór á sömu leið. Einn hund- urinn fekk heilhveiti og hann sakaði hvergi. Hinir fimm fengu hvítt hveiti og þeir urðu allir meira og minna flogaveikir. Hundaæði hefur farið mjög í vöxt í Bandaríkjunum og víðar síðan fyrra heimsstríðinu lauk. En það er einkennilegt, að einmitt upp úr fyrra stríðinu var alment farið að nota hvitt hveiti. Sumir hafa haldið því fram, að koma mætti í veg fyrir hundaæði með því að gefa hundunum fjörefni, sjer- staklega A-fjörvi. Þeir litu svo á, að hundaæðið stafaði af fjörefnaskorti. Sir Edward tók þetta líka til rann- sóknar. Hann fekk sjer f jóra hunda af sama kyni. Hann ljet þá alla fá heilhveiti, en auk þess var tveimur gefinn skamt ur af A-fjörvi. Það bar ekki neitt á neinum þeirra, og þeir, sem ekki fengu A-fjörvið, voru jafn hraustir og hinir. Nú breytti Sir Edward um fóður, án þess þó að draga fjörvi- skamtinn af. En í staðinn fyrir heil- hveiti fengu nú allir hundarnir hvítt hveiti. Árangurinn varð sá, að þeir urðu allir flogaveikir, jafnt þeir, sem fengu fjörviskamtinn, sem hinir. Vísindamenn segja að þessar til- raunir sanni það, að í hvíta hveitinu sje eiturefni, sem hafi skaðleg áþrif á taugakerfið. En með þessu var það þó ekki sann- að, að hvíta hveitið hefði sömu skað- legu áhrif á taugakerfi manna. Þess vegna tóku sig til amerískir læknar, undir forystu Maurice L. Sil- ver, og gerðu samskonar tilraunir á öpum, sem eru manninum líkastir að allri líkamsbyggingu. Þeir segja svo um þessar tilraunir:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.