Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1948, Síða 16
236
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
HJÖIÍTUR LOFTSSON
bóndi á Hvoli í Mýrdal var.lengi for-
söngvari í kirkju sinni. Hann var nú
orðinn 84 ára og hinn ernasti. Hinn 19.
nóvember 1854, sem var 23. sunnudag-
ur eftir Trinitatis, var messað og var
hann forsöngvari að vanda. En í lok
messugerðar byrjaði hann 4. versið í
131. sálmi í Messusöngbókinni, „Styrk
mig að standa", og fekk sungið „verður
jeg gerist“, en í því að hann söng þessi
orð hnje hann fram á gráturnar og
var þegar örendur.
HARÐUR DÓMUR
Árið 1855 var Pjetur nokkur Þor-
steinsson í Skagafirði ákærður fyrir að
hafa farið inn í lokaðan kofa á Sviðn-
ingi og stolið þar hefilgarm. Auk þess
hafði hann stolið magál úr eldhúsi og
snærisspotta. Allt var þetta virt sam-
tals á tæpa 70 aura. En Pjetur var
dæmdur í hjeraði til að þola þrisvar
sinnum 27 vandarhöggva refsingu, og
staðfesti yfirrjettur þann dóm.
SNJÓFLJÓÐ
• fell á bæinn Hlíð í Lóni í Austur-
Skaftafellssýslu seint í janúar 1857. —
Bóndimi, Jón Markússon, var þar þá
staddúr í eldhúsi og vinnukona. Var
hann að ’baka sig yfir eldinum og
maka með áburði við meinsemd einni.
En í því brotnaði niður eldhúsið undan
snjóflóðinu og hafði þau bæði undir
og ofan á eldinn. Lágu þau þar og
gátu enga björg sjer veitt þangað til
veðri slotaði og menn voru tilkallaðir
að bjarga þeim. Stúlkuna sakaði lítið,
en bóndinn var skaðbrenndur.
VTÐEYJARSTOFA
var ekki bygð handa Skúla landfó-
geta, eins og margir ætla, heldur handa
Rantzau stiptamtmanni. Honum hafði
verið ætlað að fara til fslands og dvelja
þar um hríð, en honum hefur líklega
ekki getist að nábýli við amtmann á
Bessastöðum, og Ijet því byggja Við-
eyjarstofu handa sjer, meðan hann
dveldi á fslandi. Þetta segir Ólafur
Stephensen í brjefi einu, að Rantzau
hafi sagt sjer sjálfur (Kl. J.)
TUKTHÚSIÐ
Hinn 4. nóv. 1813 |lepti Castenskjöld
stiptamtmaður lausum öllum föngun-
Ljdsm. mbl: ól. k. maqnússon.
GAGNFRÆÐASKÓLINN nýi i Reykj avík. Ilann stendur hátt sunnan í Skóla-
vörðuholtinu við Barónsstíg og er hin glæsilegasta bygging. — Sennilega getur
kensla hafist þar næsta haust.
um, sem þá voru í gamla tukthúsinu á
Arnarhóli. Voru þeir 18 að tölu og
voru sendir heim á sína sveit og þóttu
þar engir aufúsugestir. Þar með var
sögu tukthússins lokið, en formlega
var það ekki lagt niður fvr en 1816 og
þá „til bráðabirgða", en tukthúslaust
var hjer í hálfa öld.
JÓN SKJALLARASON
Jón Magnússon hafnsögumaður bjó
í Landakoti í lok 18. aldar. Hann var
nefndur „skjallari“. Son átti hann er
Jón hjet og var óknyttastrákur í æsku,
en varð þó hafnsögumaður eftir föður
sinn. Jón yngra afhýddu skólapiltar á
tjörninni, eitt kvöld 1796, með al-
bleyttri skjóðu, af þeirri ástæðu, að
hann þótti liggja í eyrunum á Jakob
Árnasyni, sem þá var í rektorsstgð. —
Kom Jón ekki eftir þetta í skólann.
HALLGRÍMUR PJETURSSON
kom einu sinni á bæ í Borgarfirði og
barði að dyrum. Telpa kom til dyra, en
er hún sá gestinn varð hún hrædd og
hljóp inn og sagði að kominn væri ill-
úðlegur maður, bólugrafinn og galdra-
legur. Hallgrímur heyrði þetta og
hendi gaman að í skopvísum. En þetta
er talið til marks um það, að Hall-
grímur hafi verið nokkuð ferlegur út-
lits, enda er honum svo lýst, að hann
hafi verið „stór og óliðlega vaxinn,
dökkur á hár og hörund.“
MAGNÚSJÓNSSON
í Bráðræði í Reykjavík (afi Magnúss
bankastjóra) bjó fyrst í Austurhlíð í
Biskupstungum. Einu sinni var hann
snemma morguns á ferð frá Austur-
hlíð að Múla, sem er fremur stutt bæj-
arleið. Þegar hann kemur austur á flat-
irnar milli bæjanna sjer hann mann
koma á móti sjer að austan. Þegar þeir
hittast býður Magnús honum góðan
dag. Ansaði hinn því engu, en tók ofan
höfuðið og hvarf svo.
LEIRULÆKJAR-FÚSI
var einu sinni á ferð um nótt með
lest. Hestarnir hlupu í túnið á bæ nokkr
um en þar vakti telpa yfir túninu og
sigaði hundum á hestana. Fúsi reiddist
og kvað visu þessa:
Vertu aldrei ótruttandi á ævi þinni.
Truttaðu frá þjer sál og sinni,
samviskunni, heyrn og minni.
Svo brá við að stúlkan varð vitskert,
til þess 'er Sigurður Dalaskáld kvað af
henni ærslin.