Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1948, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1948, Síða 4
280 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Gott er að vaka um vorblíöa nótt á Vöglum i Blönduhlíð, er faðmast í djúpinu dagur og nótt og dreymir liinn sofandi lýð. Kvöldroöinn umvefur eyjar og dranga allt er laugaö í sól. Situr róleg með rjóðan vanga Reykjaströnd austan við Tindastól. Eylendið blasir auganu við utan frá Hegranestá en Hjeraðsvötn berast með beljandi nið % bugðum norður í sjá. Hátign fjállanna heldur vörðinn h rœðir 'ei storma-gran d. Allir dásama fagra fjörðinn sem fara veginn um Norðurland. 1 útvestri gnæfir Öxlin hátt enn yfir Staðar-lönd. Kaldbakur horfir í heiðið blátt um höfuðið þoku-bönd. Fuglarnir dotta, döggin grœtur draumljúf er sveitin frið. Birtast mjer í blámóðu nætur Borgarsveit, Langholt og Varmahlíð. Blönduhlið færð í fegurst skart fjarðarins Hf og sál. Glóðafeykir hann gœti margt greint, ef 'ann hefö-i mál. Burt eru brennuvargar blómgvaö flagið svart. Þeim minningum framtíð fargar um Flugumýri er ennþá bjart. Suður og vestur sjáum viö svipfagran hjeraðs-reit; dvelja í mildum drauma frið dali og Túngusveit. Andvarinn berst frá hafi til heiða um háfjöllin leggur þoku-dúk síðast jeg greíni grösuga, breiða Goðdalakistu og Mælifellshnjúk. Upp undir Akrafjalli angandi blómskrúðið grœr. Þar töfrar jafnt hlíö og hjalli og háreistur islenskur bœr. Hjer liefur verið að verki það vald, sem launin fær. Allsstaðar sjást þcss minnismerki „maður líttu þjer nær“. Opnast Vatnsskarð í vesturátt. Víöáttan heillar breið. Arnarstaj/i þar stendur hátt stoltur, hjá alfara-leið. Stórskáhlin umvefur eilífur fiáður sem áttu ei býli nje fje. Brekkuhús Hjálmars brotin niður og bœrinn lágreisti Stefáns G. Þar sem áður var urð og grjót ángandi brciðir sig tún. Þeim ógnar ei brattinn upp i mót sem œtla á fjallsins-brún. Sigur i framtið, vorhugur vinni váki hjer gœfu-dís. Velmegun, stórhugur úti og inni öllum gisting vís. Útsýnið heillar huga minn að horfa yfir blómgaða sveit með dýrlega fjalla fcðminn sinn yfir friðsælum aldin-reit. Umhverfið fagra sjerhvern seiðir hjer situr tignin á veldisstól. Hólmurinn eggsljettur arma breiðir frá Eyhildarholti að Skipahól. Viljirðu safna þjer sálar þrótt og sefa þitt hugar-stríð, þá fórnaðu, vinur, vökunótt á Vöglum í Blönduhlíð. Löngu er sólin sígin í œginn sýnist til heimferðar mál. Þá leiöir mig skáldið og bóndinn í bæinn þar bíður mín „hesta skál".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.