Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1948, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1948, Blaðsíða 1
HERNAÐARÁÆTLUN STAUNS Rússar kœra sig ekki um styrjöld, nú þegar. — I-eir þykjast ckki munu verða fyllilega vígbúnir fyr en 1952. En ef fil ófriöar dregui G3tla þeir að verða fyrri aö bragði. Höfundur þessarar greinar cr Charparidze hershöfðinni úr rauða hernum. Ilann er nú í París. — llann segir lijer frn hinu „þríþœtta“ stríði — þrifíju heimsstyrjöld inni, eins og Stalin hugsar sjer að heya hana. Örvarnar sýna sóknarlciðir Staiins. RÚSSAR sáu það löngu á undan Ameríkumönnum, að viðskintastríð- inu milli þeirra var lokið, og vopnuð styrjöld var í aðsigi. Og þeir byrjuðu þegar að gera sínar ráðstafanir. Ein af þeim var sú, að láta kommúnista brjótast til valda i Tjekkóslóvakíu. Næstu skrefin voru að styðja upp- reisnarmenn í borgarastyrjöldinni í Grikklandi og Kína. Sem hershöfðingja í rauða hernum er mjer kunnugt um hernaðarfvrir- ætlanir Rússa. Allar stjórnir stór- velda gera áætlanir um vigbúnað sinn, en aðeins í varnarskyni. Þær athuga hvað gera beri ef skyndilega «kyldi á þær ráðist. En Rússar lærðu það af seinni heimsstyrjöldinni, að sjer sje nauð- synlegt að verða fyrri til. Þess vegna eru allar áætlanir þeirra miðaðar við árásarstríð. Þeir hafa viðurkennt þfið að þeir vilji ekki stríð., En ráðamennirnir í Kreml eru sannfærðir um það að ný heimsstyrjöld muni skella á fvr eða siðar, hvort sem þeir vilja styj jöld eða ekki. Og úr því að þeir eru sann- færðir um þetta þá er ekki nema eðli- íegt að þeir vilji verða fyrri til og hefji árásarstríð. Gera þeir ráð fyrir að þriðja heimsstyrjöldin verði þrí- þætt. Fyrsti þáttur. Rússar sölsa undir sig alla Vestur-Evrópu. Þeir hyggja að þetta muni verða auðvelt og að þeir þurfi ekki meiri herafla til þess en þeir hafa á friðartímum. Þeir gera ráð fyrir, að þetta standi ekki lengur en þrjár vikur. Annar þáttur. Þá er ráðist inn í Spán og yfir hann suður til Norður- Afríku. Á sama tíma verður hafin herferð yfir Persíu, Iraq og Sýrland til þess að ná Súes-shurði. Herst'jórn Rússa telur að herferðin yfir Spán muni. verða tiltölulega auð- veld. Fyrst verða sendar flugsveitir og þær munu fá liðsinni byltinga- manna á Spáni. Rússar teija að and- úðin gegn Franco sje svo mögnuð i landinu, að þar sje lítils viðnáms að vænta. Lokamarkið í þessari sókn er Dakar; þaðan geta þeir ógnað Suður- Ameríku. Þrátt íyrir þann orðróm, sein geng-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.