Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1948, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1948, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ? ' *'1’ 321 ÝMISLEGT UM BARNSFÆÐINGAR (Cjtir clr. sJflan JJranb Cjnttmacler er merkasti dagurinn í lífi flestra bænda. Á rúningsstöSinni er ys og þys, sem stingur mjög í stúf við þögli skóg- anna umhverfis. Það hvín í rúr.ings- vjelunum, hundar gelta og fjeð jarm- ar í sífellu. Þegar kind hefur verið rúin, er henni hleypt inn í sjerstaka rjett, og þar standa þær svo undar- lega berar og torkennilegar. Það er garnan að horfa á lömbin þegar þau koma til mæðra sinna. Þau ætla ekki að þekkja þær aftur og skilja ekkert í því hvað þæs hafa gert af skjólgóða vetrarklæðnaðinum smum! Rúningur byrjar ' enjulega í önd- verðum nóvember og stendur yfir í viku eða tíu daga. Búgarður sá, sem jeg hef talað um, var stór, eða um 20.000 ekrur. Maoriar eru í meiri- hluta við rúninginn. Þeir eru glað- lyndir og gefnir fyrir söng og hafa að eðlisfari mjög gott vit á söng. Að lokn um rúning er oft slegið upp dansleik og er dansað í rúningsskálanum þar sem kólfið er svo hád af sauðfitu, að það er betra en nokkurt dansgólf í skrautsölum stórborganna. Þar er leik ið á banjo, gítara, eða önnur strengja- hljóðfæri, og stundura er jafnvel flutt ■ þangað gamalt piano. Þessir dansleik- ar eru afar fjörlegir. — Salurinn er allur þakinn og skreyttur með græn- um greinum, svo að hann er eins og eitt gróðurhaf, og þar eru helst dans- aðir gamlir samkvæmisdansar eins og t. d. Lanciers. Þá er fjeð farið, klippingarvjelarn- ar hættar að vinna, og eftir dansinn hirða allir pjönkur sínaar og halda til næsta búgarðs. En : skóginum ríkir þögn, aðeins rofin við og við af fugla- söng. íW ^ V ÁTTIR í ÖRÆFUM Eftir því sem sjera Ólafur Magnús- son sagði (hann var um eitt skeið prestur á Sandfelli í Öræfum) þá um nöfn á vindáttum 'einkennileg þar, en þau eru þessi: norður, landnorður, of- arlegt norðaustur, norðaustur, framar- legt norðaustur, austur, hafaustur. Iljörtu barna í móðurlífi slá venju- lega 120—160 slög á mínútu. Meðaltal af sex hundruð athugunum, sem gerð- ar hafa verið, er 136 slög á mínútu. Hjartsláttur gefur til kynna hvort kona gengur með tvíbura, því að þá heyra má tvö barnshjörtu slá. Um miðja nítjándu öld var því trú- að að hjartsláttur í ófæddu barni segði til um það hvort það væri piltur eða stúlka, vegna þess að hjartsláttur væri mismunandi tíður hjá hinum tveimur kynjum. Talið var þá, að ef barns- hjartað slægi ekki fleiri en 124 slög á mínútu, þá væri það drengur, en ef hjartaslögin væri 144, eða fleiri, þá væri það stúlka. Því miður hefur þetta ekki reynzt öruggara en mörg önnur ráð, sem menn þykjast hafa fundið til þess að ganga úr skugga um það hvort kona gengur með son eða dóttur. Enn er það því svo, að enginn getur sagt með vissu fyr en barn er fætt, hvort það er drengur eða stúlka. Stærð barna Flestar konur óska þess að ala lítil börn, vegna þess að fæðingin verður þá ljettari. Minstu börn eiga kínversk ar stúlkur, sem eru seytján ára eða yngri. Hvítar konur ala oftast nær stór börn, einkum þær, sem lítið hafa að gera. Og eftir því sem konan eld- ist og á fleiri börn, eftir því verða þau stærri. Kona, sem er nær fer- tugu, og legst á sæng að tíunda eða ellefta barni sínu, má búast við að það verði stærra en nokkurt hinna. Margt er það, sem getur haft áhrif á vöxt barns í móðurlífi. Drengir eru venjulega þyngri en stúlkur. Meðal- þungi kínverskra barna er 13 merk- ur, Svertingjabarna 14 merkur og hvítra barna 15 merkur. Hvít stúlka, sem ekki er nema sextán ára, mun ala ljettara barn en systir hennar, sem ekki verður móðir fyr en hún er komin á fbrtugsaldur. Tíunda barn hvitrar konu er venjulega alt að því tveimur merkum þyngra heldur en fyrsta barn hennar. Læknir nokkur, sem J. Whitridge Williams hjet, helt skrá um öll börn, sem fæddust undir hans hendi og bar saman við skrá um börn, sem fædd voru á fæðingadeild í John Hopkins spítála. Hann komst að þeirri niður- stöðu, að börn þau, sem hann tók á móti í einkaspítala sínum, vógu að meðaltali rúmlega 17 merkur, eða hartnær 2 merkum meira en börn þau, sem fæddust í hinni opinberu fæðingadeild. Þetta sýnir það, að hjá efnaðra fólki fæðast stærri börn heldur en hjá alþýðufólki. Hvernig stendur á því? Mörgum getum hefur verið að því leitt. Aðalástæðan er þó talin sú, að vegna þess að efnaðar konur hafa nóg til alls og þurfa aldrei að drepa hendi sinni í kalt vatn, þá sje það miklu sjaldgæfara hjá þeim heldur en alþýðukonum að börn fæðist fyrir tímann. Það hefur líka verið sagt, að fólk, sem á góða daga verði yfirleitt stærra heldur en fólk, sem á við þrengri kost að búa. Og stærð foreldra hefur áhrif 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.