Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1948, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1948, Blaðsíða 6
322 LESBOK MORGUNBLAÐSINS á aíkvæmið, og þess vegna -íæðast stærri börn meðal hmna eínaðri. Enn segja sumir að viðurværi móð- urinnar geti haít áhrií á stærð fóst- ursins, en aðrir draga það í efa. Margar ljósmæður í Bandaríkjun- um ráða konum að borða mjög lítið um meðgöngutímann, því að þá verði barnið ekki jafn stórvaxið og ella mundi. Aftur segja aðrar ljósmæður og læknar, að það hafi engin áhrif á stærð barnsins í móðurlífi, hvort kon- an borðar mikið eða lítið. Hjer er þvi hver höndin upp á móti annari og ekki verður ráðið af skýrslum hvort rjett'< ara sje. í John Hopkins spítala er skýrsla um 23.500 börn, sem þar hafa fæðst. Af þeim vógu 251 rúmlega 20 merkur, 35 vógu 22 merkur eða meira, 8 vógu 24 merkur eða meira og 2 vógu rúmlega 26 merkur. Þessi tvö voru piltbörn. Annað átti 34 ára gömul Svertingjakona og var það níunda barn hennar. Hitt barnið átti 44 ára gömul hvít kona og var það sjöunda barn hennar. Þá er og til skýrsla um 30.000 börn, sem fæðst hafa í Múnchen og var ekkert þeirra þyngra en 26y2 mörk. Af 100.000 börnum, sem fæðst hafa í fæðinga- deild New York, vóg þyngsta barnið 30 merkur. Áhrif á börn í móðurlífi Um þúsundir ára hefur því verið haldið fram, að alt, sem fyrir móður- ina kemur, geti haft áhrif á fóstrið, og þá allra helst geðshræringar og óvæntir atburðir. Nú er þessu neitað og sagt að geðshræringar móðurinn- ar geti ekki haft nein áhrif á fóstrið. Allir eiginleikar barnsins sje fólgnir í egginu og sæðinu, og þeir eiginleikar sje fengnir að erfðum frá mörgum kynslóðum, og þeir sje svo rótgrónir í þessum fyrsta vísi til sköpunar, að utan að komandi áhrif megni ekki að breyta neinu þar um, eða að minsta kosti mjög litlu. Með getnaðinum sje iagður grundvöllur að öllum eigin- leikum baxnans. Feður með „fæðingarhríðir“ Meðal menningarþjóða er eingöngu hugsað um konuna á meðan hún er að fæða, en faðirinn gleymist alveg. En hjá sumum þjóðum er þetta öf- ugt. Þar fær faðirinn hinar hörðustu fæðingarhríðir, og alt er gert sem hægt er til að lina þjáningar hans, en ekkert er skeytt um móðurina. Þessi furðulegu hausavíxl eru erlendis kölluð „couvade“ (af franska orðinu couver, sem þýðir að unga út). Siður þessi viðgengst sums staðar í Rússlandi og einnig meðal Indíána í British Guiana. Þar leggjast feðurn- ir á sæng nokkrum dögum áður en konan býst við barninu, en hún vinn- ur sín venjulegu störf fram á síðustu stundu. Faðirinn má ekki borða nema ákveðnar fæðutegundir, svo að barnið fái ekki lömun, eða ljótar tennur. Þegar konan tekur ljettasóttina laumast hún út í skóg og elur barn- ið þar í kyrþey, en á meðan liggur faðirinn háhljóðandi í rúminu. Konan kemur heim aftur þegar hún hefur alið barnið, og næstu tíu daga verður hún að hjúkra bónda sínum, auk þess að sjá um heimilið, sig og barnið. Hvað eru fæðingarhriðir langar? Amerískur læknir, Peckham að nafni, hefur haldið skrá um 13.000 fæðingar fullburða barna. Og sam- kvæmt rannsóknum lians standa fæð- ingahríðir hvítrar konu um 16 y2 klst. til jafnaðar að fyrsta barni, en síðan 11 klukkustundir. Þessi mikli munur á þjáningatíma, 5y2 klukkustund, er nokkurs konar verðlaun fyrir það að hafa alið barn áður. Þessi tími, sem hjer er nefndur, miðast við það hve- nær konan kennir sín fyrst og þangað til barnið er fætt. í John Hopkins fæðingarstofnun hefur reynslan orðið sú, að fæðinga- hriðir hjá Svertingjakonum, standa að meðaltali klukkustund lengur en hjá llvítum konum. Læknarnir Calkins, Litcenberg og Plass áthuguðu fæðing- ar hjá 5.700 konura af öllura stjettum og komust að þeirri niðurstöðu, að í fyrsta skifti standa fæðingarhríð- arnar að meðaltali 15 klukkustundir, en síðan tæpar 9 klukkustundir. Eft- ir þessum tölum að dæma ætti bví fæðingarhríðir að íyrsta barni að standa 15—16 klukkustundir að með- altali, en síðan tæpar 10 klukkustund- ir. — Fæðingahríðirnar eru mjög misjafn ar og verstar að fyrsta barni. Sá, sem fyrstur athugaði þetta var Eugene Frey í Zúrich. Hann athugaði 200 sængurkonur. Og hann komst að þeirri niðurstöðu, að kona, sem var að ala sitt fyrsta barn, fekk 135 hríð- ir frá byrjun til fæðingar, en konur, sem höfðu átt eitt eða fleiri börn áð- ur, fengu ekki nema 68 hríðir, og ólu þó stærri börn. Keisaraskurðir í Bandaríkjunum er talið að hundr- aðustu hverri konu sje hjálpað með keisaraskurði. Og þó oftar í fæðinga- deildum, eða þremur af hundraði. En oftast í sjúkrahúsum vegna þess að þá er oft eitthvað sjerstakt að. Af 14.202 konum, sem fæddu í John Hop- kins spítala, var 4,5 af hundraði hjálp- að með keisaraskurði og 5.6 af hundr- aði af 8871, sem fæddu í sjúkrahúsi háskólans í Chicago. Ýmsir efast um það, að hægt sje að hjálpa konu með keisaraskurði oft- ar en einu sinni. En dæmi er til þess, að keisaraskurður hefur verið gerður sjö sinnum á sömu konunni og hún var vel hraust á eftir. Það hefur þó verið venja að gera konur ófrjóar um leið og þriðji keisaraskurður er gerð- ur á þeim. Hvað Ijettast konur mikið? Hjer á landi er talið að kona verði ljettari þegar hún á bam. Og að vísu ljettast konur mikið við barnsburð. Amerískur læknir, dr. H. J. Stander, gerði athuganír um þetta a 400 kon- um af öllum stjettum. Og reynslan varð sú, að klukkustund eftir fæð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.