Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1948, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1948, Blaðsíða 2
31S LESBOK MORGUNBLAÐSINS ur um það, að Rússar muni ráðast inn í Tyrkland, þá gerir herstjórnin ekki ráð fyrir að það verði fyrst í stað. Tyrkland verður umkringt og þá er hægara að snúa sjer að því seinna. Rússar búast við þvi að þessi annar þáttur stríðsins taki ekki nema þrjá mánuði. Á þeim tími hafi sjer tekist að vaða yfir Spán að vestan, taka Gibraltar og komast til Dakar, en vaða að austan yfir Persíu, Iraq, Sýr- land og Palestínu og komast að Súez- skurði. Þá hafa þeir yfirráð í Mið- jarðarhafi og hafa lokað því. En áður en þriðji þáttur styriald- arinnar hefst, verður nauðsynlegt að tryggja herina í Evrópu gegn innrás frá Bretum. Þeir gera ráð fyrir að 100 herdeildir muni þurfa til þessa, og af þeim verður lielmingurinn frá Tjekkóslóvakíu, Búlgaríu og Júgósla- víu. Þriöji þáttur. Hann hefst með því að öllum bestu hersveitum Rússa verður stefnt til Austur-Asíu og þá hefst úrslitastyrjöldin í Kína. Rússar gera ráð fyrir að hafa þarna á að skipa 300 herdeildum, auk kommún- ista hersveitanna í Kína. Styrjöldinni í Asíu ætti að vera lokið á tveimur árum, eftir því sem herfræðingar Rússa telja. Þeir gera ráð fyrir því, að undir eins og þeir hafa lagc Kína undir sig, geti þeir boðið Bandaríkjamönnum .,hrossakaupa“-samning, þannig að heiminum sje skipt í tvo hluta. — í hlut Rússa kemur þá öll Evrópa (nema Bretland), Austurlönd, Kína og Norður-Afríka. í hlut Bandaríkj- anna eiga að koma Indland, Jndo- Kína, Indonesía, Suður-Ameríka, Bret land með samveldislöndum og ný- lendum og Japan. Kjarnasprengjan. Alveg sjerstakur þáttur í hernaði Rússa er að finna varnir gegn kjarnasprengjum. Sjer- fræðingar Sovjets vita hvernig á að framleiða kjarpasprengjur, en fram- leiðsla á þeim er ekki hafin. Fyrsta kjarnorkuverksmiðjan af þremur er þó í smíðum. Þær verða allar þrjár í Síberíu, og það er cúist við að þær verði farnar að framleiða kjarna- sprengjur fyrir lok þessa árs. Af miklu kappi er nú unnið að því að finna ráð til að varna því að hægt sje að finna kjarnorkustöðvarnar með „radar“-mælingum. Rússneska herstjórnin veit að Bandaríkjamenn eru að koma á fót slíkum miðunar- stöðvum skammt frá landamærum Rússlands, svo sem í Tyrklandi, Grikklandi, Iran, Kína og Þýskalandi. Þessar miðunarstöðvar mundu geta fundið kjarnorkustöðvarnar, svo hægt væri að beina árásum á þær — Þetta er nokkuð auðvelt, því ekki þarf annað en miða sprengingar þær, sem nauðsynlegar eru í kjarnorku- stöð, úr þremur áttum og reikna svo út hvar þær sjeu. Rússar þykjast hafa fundið upp ráð til að koma í veg fyrir þetta, með svipuðum truflunum og þeim, sem notaðar voru í seinasta stríði til þess að koma í veg fyrir að hægt væri að miða flugvjelar. Það var gert með því, að árásarflugvjelar fleygðu útbvrðis í loftinu milljónum snifsa af tinpapp- ír, og trufluðu þessi snifsi algjörlega miðunarbylgjur. Miklar áhyggjur hefur rússneska herstjórnin af því, að hún heldur að Bandaríkjamenn hafi fundið upp að- ferð til þess að ónýta með kjarná- sprengjum olíulindir, sem eru nærri sjó. En flestar olíulindir Rússa eru nálægt sjó, t.d. Baku-lindirnar. Tækist óvinum Rússa að ónýta olíuna í Baku-lindunum, þá væri vjela hernaður þeirra úr sögunni. Til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta eru Rússar að gera óskapleg mann- virki á ströndum Kaspíahafs. Þeir reisa þar stórkostlega skilveggi úr málmi og eiga þeir að stöðva geisla- bylgjur frá kjarnasprengjum. V-sprengjur. Þótt Rússar sje ekki jafn langt komnir og þeir mundu óska í því að framleiða kjarnasprengj ur, þá eiga þeir fullkomin V-skeyti. Hafa þeir lagt mikla áherslu á að búa sig undir að geta gert árásir í fjarlægð með sjálfstýrðum sprengj- um. Tilraunir í þessa átt hafa farið fram á Kamchatka skaga og þær hafa sýnt, að á 900—1300 mílna færi, geiga þessar sprengjur varla meira en sex mílur frá því marki, sem þeim er ætlað að hitta. Ríissneski herinn. Mannaflinn er enn sem fyr aðalstyrkurinn, sem Rússar treysta á í hernaði. Og þeir hafa miklu stærri her heldur en Bandaríkin. Marshall hershöfðingi sagði nýlega að allur her Bandaríkj- anna mundi hæglega komast fyrir á knattleiksvellinum í Brooklyn. Berið það saman við herafla Rússlands. Samkvæmt leynilegum ákvörðunum yfirherstjórnar Rússa á fasti herinn í lok þessa árs að vera: 30 herdeildir flugmanna. 20 herdeildir brynvagna. 40 herdeildir fó*gönguliðs. 15 herdeildir riddaraliðs. 15 herdeildir stórskotaliðs. Herinn hefur mjög mikið af vjela- vopnum, sem mikla þjálfun og kunn- áttu þarf til að fara með. Hann hefur því þeim sjerfræðingum og kunn- áttumönnum á að skipa, sem geta orðið kjarninn í þeim her, er skyndi- lega yrði kvaddur saman við alþjóðar hervæðingu. Vjelahersveitirnar verða brjóþt hersins á láði og í lofti og eiga að geta gert hin stórkostlegustu her- virki á fyrstu dögum styrjaldar. Til þess að fyrirbyggja þá hættu, sem stafar af því að hergagna verk- smiðjuborgir eru lagðar í rústir með kjarnsprengjum, hafa Rússar tengt saman allar iðnaðar miðstöðvar sínar með þrennum og fernum járnbraut- um. Á þennan hátt þykjast þeir munu skyndilega geta látið eina iðn- stöð taka við af annari, sem eyðilögð yrði í svip. Landinu er skipt í svæði, sem hvert hefur sitt kerfi hernaðarframleiðslu. Leningrad-s^æðið hefur sem bak- hjarl Norður-Ural og Vologda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.