Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1948, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1948, Blaðsíða 3
LESBOK morgunblaðsins 319 HEITUR MATUR SEMDUR Á HVERS MANNS BORÐ Moskva-svæðið hefur að bakhjarli Mið-Ural, Gorki og Volga-hjeruðin. Ukraine-svæðið hefur að bakhjarli Suður-Ural og Siberiu. Yfirlit. Kjarnsprengjan er Rússum ekki ýkja hættuleg. Þeir hafa dreift iðnaði sínum yfir svo stórt svæði að það dregur mjög úr hættunni. Og ef Sovjet færi nú að framleiða kjarnasprengjur í stórum stíl, þá er ekki óhugsandi að stórveldin komi sjer saman um að banna kjarnorku- notkun í hernaði, einS'Og þau bönn- uðu notkun eiturgass í seinasta stríði. Aðalhættan fyrir Rússa liggur í þvi að þá muni skorta olíu. Og herstjórn- in hefur lagt fyrir rig þessar spurn- ingar: Höfum vjer nægilega olíu til þess að framkvæma alla hernaðar- áætlunina, þrjá þættina? Getur Bandaríkjamönnum tekist að ónýta olíulindirnar í Baku og annars staðar, t.d. í Rúmeníu? Enginn efi er á því, að á þeim þremur vikum, sem Rússar þykjast þurfa til þess að leggja undir sig alla Vestur-Evrópu, gætu Bandaríkja- menn unnið mikil hervirki með sprengjuárásum. Þótt Rússum tækist nú að framkvæma fyrsta hluta hern- aðaráætlunar sinnar, en væri svo ekki færir um að framkvæma þann næsta, þá væri þeir illa komnir. Þá mundi sókn þeirra snúast upp í vörn, og þá væri eigi aðeins um að ræða einar herstöðvar í Kína, heldur tvennar aðrar vigstöðvar, í Austurlöndum og í Evrópu frá Spáni til Bretlands. Vegna þessa er rússneska her- stjórnin deig að leggja í ófrið. Hún hættir ekki á langvinna styrjöld fyr en í seinustu lög. Og það er vegna þessa, að herstjórn Sovjets óar við að leggja út í heimsstyrjöld. (Eftir Magazine Digest). ^ ^ GÓÐS VIII Það er gömul þjóðtrú, að það sje góðs viti, ef börn slefa mikið, því að þa verði þau nsm. í KENTHJERAÐI í Englandi er iön- aðarborg, sem heitir Erith. Borgar- stjórnin þar heíur fyrst allra riðið á vaðið með það að selja fólki heitan miðdegisverð og senda hann heim til þess á rjettum matmálstíma. Menn gerast þar áskrifendur að heitum mat, alveg eins og að blöðum. Fyrst í stað er hjer aðeins um að ræða eina mál- tíð á dag, en það getur vel verið að þetta breytist og færist í aukana. Þetta er ekki gert í gustukaskyni, heldur var það gert til þess að íbú- arnir gæti fengið betri mat. Með því móti hyggur bæjarstjprnin að heilsu- far batni. Og þetta hefur líka aðra kosti. Með þessu móti sparast elds- neyti, skömtunarseðlar, heimsending úr búðum og fólkið losnar við það að standa í biðröðum fyrir utan mat- vælabúðirnar. Það sparar því almenn- ingi geisilega mikinn tíma. Sá, sem fann upp á þessu fyrir- komulagi heitir G. P. Barton, og hann hefur skýrt „Daily Telegraph" svo írá: „Hjer vinna aílir að iðnaði. Vjer komumst að raun um, að fólkið í verksmiðjunum fær þar hollan og góð- an mat, í mötuneyturn verksmiðjanna. Börn, sem eru í skóla, fá líka nægan mat þar. En um 70 af hundraði af húsmæðrum, gömlu fólki og ungbörn- um, sem eru heima, fá aldrei viðun- andi miðdegisverð. Og þess vegna var heilsu þeirra hætta búin.“ Að þessu athuguðu fór hann til matsölustaðar og gerði samning við þá þar. að þeir skyldi senda heitan miðdegisverð heim til hvers, sem hafa vildi. Verðið var ákveðið, sem svarar 2,25 kr. fyrir íullorðna og 1.60 fyrir börn. Kaupi menn ekki nema þrjár mál.tíðir á viku, er verðið dálítið hærra. En þegar nógu margir „áskrif- endur“ eru komnir, er búist við því að verðið geti lækkað. Sem stendur eru áskrifendur um 400. Maturinn er fluttur heim til þeirra í bílum, sem eru sjerstaklega útbúnir fyrir þá flutninga. Auðvitað fá allir sama matinn. Aðrar borgir í Englandi, og þá sjer- staklega London, fylgjast af miklum áhuga með því hvernig þetta fyrir- komulag gefst. Og einn af helstu mat- vælaráðunautum höfuðborgarinnar hefur látið svo um mælt: „Það getur vel verið að þetta fyrir- komulag verði tekið upp um alt land, og reynist mjög þýðingarmikið fyrir þjóðina til þess að komast fram úr yfirstandandi vandræðum." X/ V ^ Mannasiðir fyrir 100 árum Þetta er lekiö úr handbók um hátt- prýöi, sem gefin var út 1847: — Hlœöu hjartanlegá, ef fijer er skemt, en varastu að reka uvp trölla- hlátur. — Haföu aldrei úafnspjöld til sýnis meö þvi að stinga þeim undir umgjörð forstofuspegils. — Þegar þú dansar, þá gœttu þcss aö hreyfingar þínar sje rólegar’og f jaöurmagnaöar og hafi yfir sjer ynd- isþokka. — Stálgaflar eiga aldrei að sjást á borðum. — Konur cetti aldrei aö snerta spil, nema þœr kunni að stilla skap sitt. Aldrei œtti stúlkg aö láta þann, sem henni líst á, sjá sig spila, þvi aö áhyggjurnar af spilunum gera hana bœði Ijóta og uppstökka. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.