Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1948, Blaðsíða 4
320 LESBOK MORGUNBLAÐSINS nýsjAlendingar I>AÐ væri æskilegt ef hver ferða- maður, sem til Nýa Sjálands kemur, gæfi sjer tíma til að kynnast sauðfjár- ræktinni þar. En það er venja ferða- manna, bæði þar og annars staðar að dveljast í dýrum gistihúsum, og sjá vissa staði, sem aðrir hafa sjeð, í stað þess að kynna sjer lífið eins og því er lifað í hverjum stað. En þar sem búskapur, og þá sjerstaklega sauð- fjárrækt, er aðal atvinnuvegur Nýsjá- lendinga, þá ætla jeg að segja yður ofurlítið frá rúningatímanum þar. Mjer er þá efst í huga eitt af hinum stóru sauðfjárbúum á austurströnd Norðureyar. Þar dvaldist jeg oft í skólafríi mínu, og var þá á hestbaki allan liðlangan daginn með nesti í hnakktösku fyrir aftan mig. Þá var nóg að gera að smala fje, baða það, rýa og marka. Þarna er fögur sævarströnd, en hrikalegt lgpdslag þegar frá sjó dreg- ur. Þar eru tindótt og giljótt fjöll. Þar er mikill óruddur skógur. Þar er f jöldi af f jallalækjum og smá ám, sem geta orðið að beljandi og ófærum vötnum á skammri stundu þegar rign- ir, svo að ekki er hægt að komast bæja í milli dögum saman. Seinast þegar jeg vrar þarna, var jeg í bíl. Þá komu vatnavextir, og við urðum að fá hesta til þess að draga bílinn yfir læk sem venjulega seitiaði fram, en var nú beljandi elfur. Þarna er lítið um láglendi, ekkert annað en dalbotninn, þar sem bærir.n stendur. Þótt vjer værum á hestbaki allan daginn, var hvergi hægt að fara nema fetið, þangað til komið var nið- ur í dalinn, en þá var heldur ekki sparað að spretta úr spori. Hestarnir, sem hafa alíst upp í þessu f jallalands- lagi, eru mjög fótvissir, en þeir eru ekki fallegír,- Þegar rúningurinn byrjaði komst alt á annan endann, og það voru RÝJA FJE SITT ínlendingar liafa stundað aauöffárrœkt frá landnámstíö. Þaö hafa Ný- sjálendingar líka gert, en sá er munurinn, aö þar ei sauðfjárrœktin í miklu stcerri stíl ,og alt kapp lagt á aö framleiöa sem mest af ull. Höf. þessarcr greinar, Joan Evans, segir frá rúningu á einu sauöfjár- búi. Fje rekið heim til rúnings. skemtilegir dagar fyrir þann, sem hef- ir orðið að kúldast á skólabekk. Há- vaðinn og lætin eru mjer fyrir minni. Þarna var kominn f jöldi hvítra manna og blökkumanna (Maori) til þess að rýa, og blökkumenmrnir höfðu með sjer konur sínar og krakka. Loftið var mengað af ullarþef og alls staðar var f je og steikjandi sólskin. Rúningsskálinn stóð inni f skógi og þar var svalt og gott í skjóli trjánna. Yfir höfðum manna skræktu páfa- gaukar í trjánum, og innan úr skóg- inum heyrðist fuglasöngur. Langar hvítar fljettur af vaíningsviði fljett- uðust innan um grænt skógarlaufið, og stór og skrautleg blóm voru í full- um þroska. Þarna sróð rúningsskál- inn, bygður úr timbn með bárujárns- þaki. En alt umhverfis voru rjettir og dilkar fyrir fjeð. Lengra í burtu voru ullarskemmurnar. Þar var líka mat- skáli og eldhús, þar sem altaf var verið að hita te, því að það er þorst- látt og erfitt verk að rýa fje. I rúningsskálanum voru 12 rún- ingsvjelar. Timburgólfið var orðið svo hált af sauðfitu, að það var eins og spegill. Það var svo hált, að verka- menn urðu að fara í strigaleista utan yfir skóna, til þess að geta staðið. Meðan þeir unnu að rúningnum, voru þeir naktir niður að beltisstað. Æfðir menn geta rúið 200—250 kindur á dag, en þá verða þeir að keppast við. Eftir endilöngum skálanum var borð, og á það var reifunum fleygt jafnóðum og rúið var. Þar var ullin svo aðgreind. Að því unnu margar Maorikonur, og eru þær mjög leikn- ar í því. Síðan er ullin vafin upp og látin fara í pressu og síðan í sekki. Um fjörutíu reifi fara í hverrt sekk. Þá er saumað fyrir hann, og hann merktur með merki búsins. Þar næst er sekkjunum raðað á bíla og þeim ekið til næsta sölustaðar. Þar eru þeir geymdir þangað til á söludegi, og það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.