Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1949, Blaðsíða 4
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS húsið var gefið Reykvíkingum og Seltirningum fvrir „fátækrahús“. Mun ætlunin hafa verið sú, að þar yrði hæli fyrir fátæk og umkomu- laus gamalmenni. Um þessar mundir eignaðist Davíð Helgason verslunarmaður Ullarstofuna, ljet rífa hana og byggja þar lítið timburhús. Þá fengu menn styrk til að byggja, 10% af kostnaðarverði samkv. konungsúrskurði 20. mars 1789 og hlaut Davíð þann styrk. Þetta hús var jafnan nefnt Davíðshús. Davíð var sonur Helga Ó. Bergmanns, bróður Björns Ólsen á Þingeyrum. Hann var utanbúðarmaður hjá Knutzons-verslun „altaf hægur og altaf fullur og þarna bjó hann með Guðrúnu Helgadóttur systur sinni; hún var ölgerðarkona og heitti svo ilt öl, að varla var drekkandi," segir Gröndal.* Ekki fannst mönnum þörf á að koma hjer upp „fátækrahúsi", eða hafa ekki treyst sjer til þess. Var þá horfið að því ráði að gera Land- fógetahúsið að barnaskóla. Stóð sá skóli um 20 ára skeið og voru skóla- stjórar þeir Ólafur Einarsson Hjalte sted (1831—40) og Pjetur Guðjohn sen organisti (1840—49). En svo lagðist skólinn niður vegna þess að Rosenörn stiptamtmaður tók af honum þann styrk, er hann hafði fengið árlega úr Thorkilliisjóði. — Styrklausir treystust Reykvíkingar ekki til þess að halda skólanum áfram, og var svo enginn barna- skóli hjer um mörg ár. NOKKRUM árum eftir að skólinn lagðist niður, eignaðist Jón Guð- mundsson húsið og bjó þar til ævi- * Magnús Árnason snikkari eignaðist Davíðshús og bjó þar í mörg ár. Hann reisti hið tvílyfta hús Túngötu 2 þar á lóðinni. — Síðan reif hann Davíðshús (1902) og bygði þar húsið Uppsali, sem enn stendur á horni Aðalstrætis og Túngötu. loka (1875). Jón var kvæntur hinni ágætustu konu, Hólmfríði Þorvalds dóttur prófasts frá Melum, og hjálp uðust þau að því að gera garðinn frægan. Er það einróma álit þeirra, er til þektu, að annað eins heimili hafi ekki verið til í Reykjavík. Þau hjónin voru samvalin um rausn og skörungsskap og heimili þeirra var um langt skeið miðstöð andlegrar menningar í höfuðborginni. Húsbóndinn var ekki mikill fvrir mann að sjá, lítill vexti og frá barn æsku bæklaður á'fæti og gekk jafn- an við hækju. Var hann af því al- ment nefndur „Jón halti“. En þrátt fyrir það var hann mikilmenni og hafði einna mest áhrif allra sam- tíðarmanna um land alt. Hann var alþingismaður lengi og einlægur samherji Jóns Sigurðssonar for- seta. Hann var einn af þeim, sem sagt er að Danir hafi verið að hugsa um að skjóta eftir Þjóðfundinn 1851, fyrir uppreisnarhug. Hann var bæjarfulltrúi í Reykjavík lengi og oftast oddviti bæjarstjórnar. Hann var málfærslumaður við yfir- rjettinn. Og hann var ritstjóri „Þjóðólfs“, eina blaðsins, sem nokk uð kvað að þá. Um blaðamennsku hæfileika hans eru skiftar skoðanir, og nú finnst mönnum heldur lítið til þeirra koma. En um þá verður ekki rjettilega dæmt nema því að- eins að tekið sje jafnframt tillit til þess hver var aldarbragur og hugs- unarháttur á þeim tímum. Mikils metnir menn reyndu að setja fvrir hann fótinn og honum var gert sem allra örðugast að gefa blaðið út. Auk þess voru stofnuð nokkur blöð beint til höfuðs Þjóðólfi, svo sem Landstíðindin, Ingólfur, Ný tíðindi, íslendingur, Göngu-Hrólfur og Vík verji. Sættu sum þeirra ýmsum fríðindum, en svo fóru leikar að „Þjóðólfur“ drap þau öll af sjer. Virðist það vera ólýginn vottur um það, að blaðamennska Jóns Guð- mundssonar hafi verið samtíð hans samboðin. Mun það því rjettastur dómur, „að hann vildi vera og var vissulega um all-langt skeið vak- andi samviska bæar og þjóðar“. (J. H.dr.). En til þess að sýna hver áhrif heimili þeirra hjóna hafði á bæar- lífið, þykir mjer rjettast að taka hjer nokkrar frásagnir þeirra, er það þektu best. Klemens Jónsson segir: „Þau hjónin voru fyrir allra hluta sakir einhver merkustu hjónin, sem þá áttu heima hjer í bæ, og settu beint mót á bæinn og bæarlífið þetta tímabil. Hús þeirra var sannkall- aður samkomustaður allra menta- manna og nokkurs konar miðstöð fyrir andlega menningu. Það voru þau hjónin sem gengust fyrir því að byrjað var að leika gleðileika fyrir almenning hjer í bæ. Það er enn órannsakað mál, hve mikla þýðingu þetta hús hafði fyrir and- lega menningu bæarins. Það væri efni í sjerstaka ritgerð.“ Guðrún Borgfjörð, sem var þar heimamaður, segir í endurminning um sínum: „Ævinlega borðuðu þar margir skólapiltar og voru þeir sem heimamenn. Það var ekki siður þar, að láta kostgangara finna það. að þeir ætti að fara þegar borðhald var búið. Þar komu jafnt æðrj sem lægri. Öllum var jafn vel tek- ið, eftir því sem við átti. Þessi hjón voru ekki rík, en nóg var þó til af öllu. Aldrei held jeg að liðið hafi svo dagur, að ekki kæmu gestir, og allir fengu góðgerðir. Á þessum ár- um var mikil umferð af betlurum. Aldrei fór neinn svo frá því heim- ili að hann fengi ekki eitthvað í pokann. Á vetrum var venja, að á hverju sunnudagskvöldi safnaðist þar saman ungt fólk, oft líka eldra, til að skemta sjer. Var þá oft glatt á hjalla. Það eldra spilaði eða tefldi. Það unga fór í leika. Oft var líka dansað." • Gröndal segir: „Þar kom jeg oft

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.