Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1949, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1949, Blaðsíða 9
- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jgfc’S -1 ‘ 9 ' ' .17 • • * / EINKENNILEG VERSLUNRBRJEF S JÉRA Eggert Sigfússon í Vogsósum var einkennilegur maður á marga lund. Hann skifti öllum mönnum í tvo flokka, lóma og skúma. A hans dögum var enginn sími og voru því brjefasendingar miklu tíð- ari þá en nú. Brjef sjera Eggerts voru einkennileg eins og hann sjálfur. Hjer birtast fjögur viðskiftabrjef frá honum. Eru frumritin í hand- liiasatni Lbs. 1838, 4to. Fjögur brjef til Helga Jónssonar verslunarstjóra á Eyrarbakka Vogsósum 12. nóv. ’91 KOL Meðtekin kol, í 4 pokum. Það vantar upp á vigtina í tveinnir pokum. Jeg hefi vegið reipin og pokana, sem kolin voru í. Það sem vantar er: 16 pd. En annað er verra: Það var niylsna í kolunum; en mjer var lofað kast-kolum. — Einar í Beggjakoti, sem sótti kolin. segir, að kolin hafi verið afhent af tveimur vitlausum strákum; svo vitlausum, að þeir hafi ekki þekt muninn á mylsnu og kastkolum. E. Sigfússon. Vogsósum 6. Nóv. 1894 Mig minnir, að þjer ætlið að láta mig hafa „Nordstjernen" á 3 kr. Blað þetta kostar: 5 kr. Og er þá efnið miðans, að biðja yður að láta mig vita, frá hvaða tíma þjer ætlið að panta blaðið (t. d. frá 1. Jan. 1895). Þetta illústreraða Familíu- blað, sem jeg held, er það mesta askotans þjatt. „Nordstj.“ er betra blað. Það get jeg borið um. V. s. legast E. S Utan á spássíuna er skrifað (og blý- antsstryk á milli): Jeg man ekki ná- kv.lega hvað við töluðum, um þetta málefni. , Vogsósum 19. Mars ’97 Viljið þjer útvega fyrir mig: tvö pd. af góðu Reyktóbaki, á Bakkan- um (c: sem brúkað er í litla pípu)? Því að um vertíðina fæst ekki mað- ur, til að fara í kaupstað. Mjer er sagt, að ekki fáist Reyktóbak í Höfninni. Svar umbiðst ritað fyrir neðan rauða strykið. V. s. legast. E. S. Skrifað á lítinn miða og stórt rautt stryk sett þvert fyrir neðan nafnið. en rúm fjrrir 3—4 línur fyrir neðan það. Feitletruðu orðin eru undirstrykuð með rauðkrít. Vogsósum 31. Jan., ’99 í brjefi 18. nóv. 1898 kveðst Pró- fastu^ vilja, að Kirkjureikningar sjeu sendir, sem fvrst eftir Nýár. Það er því sjálfsagt, að jeg verð. að senda Kirkjureikninginn: strax með næsta Pósti. E. S. (með blýant). í áðurnefndu brjefi, tilfærir Pró- fastur áþreifanlegt dæmi, uppá hinn íslenska slóðaskap. Hann seg- ir: „Fyrir lok síðasta Maí voru komnir til mín aðeins 14 reikning- ar, og fyrir Hjeraðsfundinn 16, eða rúmur helmingur. Síðan hafa þeir verið að koma, smátt og smátt, og einn Reikningur fyrir 1897, sem von var á, er enn ókominn“. Svona kemst Ó. að orði. rq -ib; ■ /. Einhver hefir kallað Svía- „Nordens Franskmænd“. En ís- lendingar ættu, finst mjer, að heita: „Nordens Spaniere". Slóðaskapur- inn er svo mikill, að Landsmenn hafa ekki framkvæmd í sjer til, að búa til lögboðna Reikninga í tæka tíe. E. S. En í hinni vinstrimannalegu Golu ætlar þjóðin að kafna (Bætt við með blýant). Brjef til Jóns Árnasonar í Þorlákshöfn. .. * .. r- ■ Vogsósum 28. mars 1896 Athugasemd í reikningi pró 1895 er mjér fært til skuldar 28. maí: 8 pd. Skonrók, á 25 a!! Brauð þetta er með öllu óætt. Þórður mælti: „Ef einhvér kaup- maður í R.vík hefði slíkt brauð, mundi hann fleygja því fram fyr- ir bryggju“. — Að slík vara sje viljandi látin af hendi, er ekki hugsanlegt. Líklegast er, að sjó- vætt strandskonrok hafi verið í tunnu nálægt óskemda skonroki; og að afhendingarmaður hafi farið tunnu vilt. En það er ^kylda selj- anda, að hafa gætur á slíku. Jeg, sem áreiðanlegur viðskiftamaður á beina heimtingu á, að mjer, sje ei boðið slíkt. Þetta stendur í sam.bandi við það, að þú gjörir þjer of dælt við mig. Það hefi jeg oft orðið var við, er jeg hef komið í Höfnina. Þú hefur alls ekkert Privilegium til að segja við mig alt, sem þjer déttur í hug. Jeg skal hjer geta eins at- viks: Fyrir allmörgura árum :kom jeg í Höfnina. Þegar. jeg-.vár kom- inn, komu austan afc Eyraxbakka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.