Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1949, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1949, Blaðsíða 2
278 LESBÓK MORCUNBLAÐSINS ný og rjettari kort af íslandi. Koma þar margir við sögu. Fyrstan má nefna Guðbrand biskup Þorláksson á Hólum. Það er kunnugt um hann, að hann lagði stund á stjörnufræði og landafræði og stóð í brjefaskiftum við stjörnu- fræðinginn Tycho Brahe. — Guð- brandur mældi hnattstöðu Hóla fyrstur manna og komst að því að þeir væru á 65° 44' n. br., og er það hjer um bil alveg rjett. Seinna greip hann tækifærið er tungl- myrkvi varð, til þess að ákveða lengdargráðuna og mældist hún 13° 30'. Vitað er að hann teiknaði íslandskort, en það kom aldrei út undir hans nafni. En árið 1590 kom út kort af íslandi, útgefið af Orte- líus, og er sagt að það sje teiknað af Anders Sörensen Vedel. En kort- ið getur ekki verið eftir Vedel, því að hann kom aldrei til íslands og hefur verið bent á, að hann muni hafa teiknað það eftir korti Guð- brands. Er það besta kortið er þá hafði komið af íslandi. Sigurður Stefánsson kennari í Skálholti, sem druknaði í Brúará aðeins 25 ára gamall, teiknaði kort. af íslandi og þeim nálægum lönd- um, er íslendingar höfðu fundið, Grænlandi, Hellulandi, Marklandi og Vínlandi. Kort þetta mun hann hafa teiknað um 1590, og er nú aðeins til afrit af því, teiknað af Þórði Þorlákssyni biskupi. Þykjast menn sjá, að Sigurður hafi stuðst mjög við frásagnir í Eiríks sögu rauða, og er Grænland þar eins og heljarmikill skagi austur úr megin- landi Ameríku. ★ Næst er að nefna Þórð Þorláks- son biskup. Hann teiknaði þrjú falleg kort af íslandi á árunum 1667—70 og eru þau enn til. Hann styðst þar við mælingu Guðbrands biskups á Hólum, en sjálfur hafði hann mælt hnattstöðu Skálholts, 64" 10', -og er það aðeins 3' of mikið. Þetta eru langbestu kortin. sem þá höfðu verið gerð af íslandi, og þar er það fyrst farið að fá nokkurn veginn rjetta lögun. Minni kort teiknaði hann seinna til að sýna afstöðu landsins til Græn- lands, en þar hefur honum orðið það á, að setja Krosseyjar fyrir vestan ísland og Gunnbjarnarsker þar norður af, og hefur farið þar eftir öðrum. Honum varð það og á, að setja Eystribygð á Grænlandi á austurströndina, og stuðlaði það mjög að því að viðhalda þeirri skoðun, að þeim megin á Græn- landi hefði Eystribygð verið. Norð- austur af íslandi hefur hann sett Ægisland, og farið þar eftir teikn- ingu, sem Jón Guðmundsson lærði hafði gert. Til er íslandskort frá 1721, sem gert hefur verið eftir öðrum kort- um, og hefur P. Raben stiptamt- maður látið gera það. Þessa korts er hjer aðeins getið vegna þess, að þar kemur nafnið Reykjavík fvrir í fyrsta skifti (skrifað Röyevig). ★ En nú kemur til sögunnar sá maður íslenskur, er næstur gengur Birni Gunnlaugssyni um landmæl- ingar hjer. Það er Magnús Arason kapteinn. Hann var sonur Ara Þor- kelssonar sýslumanns í Haga á Barðaströnd og Ástríðar Þorleifs- dóttur (f. 1683). Hann lærði fyrst í heimaskóla, en var svo 3 vetur í Skálholtsskóla og útskrifaðist það- an 1704. Eftir það var hann eitthvað við nám hjá sjera Páli í Selárdal, en sigldi svo til háskólans og lagði þar stund á stærðfræði og naut til- sagnar Ole Römers. Þótti Magnús mikill gáfu og lærdómsmaður og talinn sjerstaklega hneigður fyrir stærðfræði og stjörnufræði. Hann var auk þess hinn mesti tungu- málagarpur, kunni latínu, grísku, dönsku, þýsku, hollensku, frönsku og ensku. Svo er sagt, að í byrjun sænska stríðsins hafi Magnús kynst frönsk- um manni, er Cormaillon hjet og var kastalafyrirliði í Kaupmanna- höfn. Undraðist hann hvað Magnús var vel að sjer og talaði frönsku vel og kom honum á framfæri til herþjónustu. Aftur á móti segir Jón Gunnvíkingur að Magnús hafi farið í herþjónustu út úr leið- indum, en þrátt fyrir herþjónust- una hafi hann altaf verið guð- hræddur og siðfágaður maður. — Magnús varð fyrirliði í verkfræð- ingaliðinu og tók þátt í ýmsum herferðum Dana gegn Karli XII. Svíakonungi, og í mörgum bardög- um og umsátrum í Pommern og Noregi, og þótti alls staðar ganga vel fram, og iauk svo að hann fekk kapteins nafnbót. Hann var t. d. í bardaganum hjá Gadebusch 1712, þar sem Magnús Stenbock sigraði Dani, og enn fremur í kastalanum Frederikshald, þegar Karl XII. fell. Þegar P. Raben stiftamtmaður kom úr íslandsför sinni 1720, stakk hann upp á því að ísland væri mælt og kvað það bráðnauðsynlegt að konungur og herstjórn vissu hvern ig þar hagaði til. Út af þessu var það að konungur bauð Magnúsi Arasyni 10. febr. 1721 að fara til íslands og gera „sjókort af eynni“. Hefur víst bæði konungur og ráð- gjafar hans haldið að það væri ekki mikið verk að mæla þennan hólma og gera kort af honum. Til er enn brjef frá Magnúsi, ritað 20. jan. 1721, þar sem hann telur upp hver mælitæki og áhöld hann þurfi að fá til þessa verks og sundurliðar kostnað við kaup á þeim, og verður liann samtals 282 ríkisdalir. Hann kveðst og þurfa að fá með sjer tvo verkfræðinga, þjón og skrifara og þeir þurfi allir að fá kaup, og svo þurfi þeir að fá fæði og hesta, og geti kostnaður við þetta ekki reiknast minna en 1 rdl. á mann á dag. En hve út- gjöldin verði mikil, sje ekki hægt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.