Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1949, Blaðsíða 6
282 LEStíÓK MORGUNBLAÐSINS hennar uppistaðan í fegurstu þátt- ununi í Kalevalaljóðunum, — og Louhi, ástkona Pohjola, sem er per sónugerfingur norðurhluta lands- ins. . h Nú skal í örfáum orðum skýrt frá meginefni hinna fimmtíu söngva Kalevalaljóðanna. 1. söngur. Að loknum upphafs- söng er sagt frá þvi, hvernig him- ingyðjan steig niður á sjávarflöt- inn, hraktist fyrir stormum o? bylgjum, skapaði iörðina og ól skáldspekinginn Váinámöinen, sem syndir til tmds. 2. söngur. Váinámöinen erjar landið' gróðursetur jurtir og sáir byggi- 3. söngur. Lappinn Joukahainen ætlar að skemmta Váinámöinen með söng, en hinn síðarnefndi treður honum ofan í fen og held- ur honum þar, þangað til hann heitir. honum að gefa honum Aino systur sina fyrir konu. Að því búnu fer Joukaliainen heim í döpru skapi, og þegar Aino frjettir, hvernig bróðir hennar hefur orð- ið að kaupa frelsi sitt, verður hún hrygg yfir því að þurfa að giftast gömlum manni. 4. söqgur. Váinámöinen og Amo eiga stefnumót úti í skógi. En hún fer heim sorgbitin, og skömmu seinna drukknar hún í vatni einu Móðir hennar tregar hana mjög. 5. söngui'. Váinámöinen veiðir Aino upp úr \ atninú í laxlíki, en liún slrppur frá honum. Móðir lians ráðleggur honum að leita sjer brúðarefms í Pohjola, norðurhlut'i landsixis. G. söngur. Þegar Váinámöinen er að ríða yfir vatnið á töfrafáknum sínum, skýtur Joukahainen undir honum hestinn. Váinámöinen fell- ur í vatnið, rekur undan stormin- umj en Joukahainen fer til móður lians, sem ávitar hami fyrir að hafa skotið skáldið og söngvar- ann. 7. söngur. Risaörn tekur Váiná- möinen og f^’gur með hann til Pohjolakastala, en þar tekur hall- arírúin, Louhi, vingjarnlega á móti honurn og býður honum að gefa honum hina fögru dóttur sína fvrir konu, ef hann vilji smíða fyrir liana verndargrip, sem kallaður er Sampo. Hann segist ekki geta það sjálfur, en kveðst skuli senda II- marinen bróður sinn til hennar, og muni hann geta það. Því næst fær Louhi honum sleða, og á honum íer hann heim. 8. söngur. Á heimleiðinni hittir Váinámöinen dóttir Louhi og bið- ur hennar. Hún leggur fyrir hann þrautir, og þegar hann er að leysa þrautirnar, særist hann djúpu sári. Hann reikar burtu og finnur loks gamlan mann, sem býðst til að græða hann. 9. söngur. Gamli maðurixm ber smyrsl á sár Váinámöinens og græð ir liann. 10. söngur. Váinámöineil kemst lieinx aftur. Ilmarinen telst undan að fara til Pohjola, eii þá gerir Váinámöinen galdrabvl, sem feyk- ir Umarinen þangað Hann smíðar verndargripinn, en þegar smíðinni er lokið, kveðst unga stúlkan ekki vilja giftast að svo stöddu. Ilmar- inen fer heim altur og unir illn málalokunum. 11. —15. söngvar fjalla um ævin- týri Leminkainens. Hann kvænist liinni iögru Kyllikki, en þau verða ósált og skilja. Ilann lcggur af stað til Pohjola til þess að biðja dótt- ur Louhi. Hún leggur margar þrautir fyrir hann, og að lokum bíður hann ósigur, og honum er varpað í fljót, sem kennt er við konung helheima, Tuoni, en móð- ir hans bjargar honum og græðir sár hans. 16.—19. söngvar herma frá því, er Váinámöinen og Ilmarinen fara til Pohjola. Annar fer landveg en hinn sjóleiðina. Þeir hafa komið sjer saman um, að dóttir Louhi skuli velja milli þeirra. Hún velur Ilmarinen og hjálpar honum að leysa allar þrautirnar. sem Louhi leggur íyrir hann. 20.—25. söngvar fjalla urn brúð- kaupið í Pohjola. Gríðarstórum uxa er slátrað til veislunnar, og því næst er bruggað öl, og er það Osmotar, fegursta kona Hetjulands- ins, sem stjórnar ölgerðinni. Öllum er boðið nema Lemminkainen. Hann er settur hjá vegna þess hvað hann er þrasgefinn og ósiðlátur. 26.—30. söngvar fjalla um hefnd Lemminkainens. Hann verður æva- reiður út af því aö vera ekki boðið til veislunnar, brýst inn í Pohjola- kastala og fellir kastalahöfðingj- ann í einvígi. Síðan flýr hann heim til móður sinnar, en hún sendir hann til fjarlægrar eyjar, þar sem engir karlmenn eru heima aðeins konur. Hann dvelst þar meðal kvennanna, þangað til karl- mennirnir koma heim en þá neyð- ist hann til að flýja enn á ný, Hann fer heim og kemst þá að raun um, að landið hefir verið lagt í auðn en móðir hans ein er á lífi og fer huldu höfði. 31.—36. söngvar segja frá höfð- ingja að nafni Untamo, sem hefur farið báli og brandi um land bróð- ur síns, Kalervos, og rænt konu hans. Hún elur son, sem er nefnd- ur Kullervo og er svo bráðþi'oska, að hann vinnur þess dýran eið að koma fram hefndum á Untamo, áð- ur en hann er skriðinn úr vöggu. Untamo elur Kullervo upp sem þræl, en þar eð hann eyðileggur allt, sem hann snertir á, selur hann Ilmarinen hann. Kona Umarinens lætur hann hafa illt atlæti, svo að hann hefnir sín á þann hátt að fleygja henni fyrir úlfa, sem tæti hana í sig. Síðan flýr hann í skóg og liittir þar ættmenn sina. Því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.