Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1949, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1949, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 281 Karl Isfeld GOÐSAGNAKVÆÐI FiNNA KALEVALA FYRIR skömmu var haldin aust- ur í Finnlandi svokölluð Kalevala- hátíð af tilefni þess. að þá voru liðin hundrað ár frá því, að fyrsta heildarútgáfa Kalevalaljóðanna kom út. Einn þáttur þessara hátíða- halda var sá, að lesnir voru þýddir kaflar úr þessum lióðum á tuttugu tungumálum. Svo fræg eru þessi kvæði. Kalevala, eða hetjulandið, eins og orðið mundi þýða á íslensku, eru goðsagnakvæði Finna, og verða þau gerð lítillega að umtalsefni í þessum greinarstúfi, en með því að við íslendingar erum fremur fáfróð ir um Finnland og finnska menn- ingu, er þörf á fáeinum formáls- orðum, áður en vikið er að efninu. Ekki er beinlínis hægt að segja, að Finnar hafi fengið að sitja á friðarstóli um dagana. Árið 1157 lögðu Svíar þá undir sig, en Pjetur mikli og eftirmenn hans unnu land- ið aftur af Svíum að allmiklu levti. En hvað sem á hefir dunið hafa Finnar verndað þjóðerni sitt, tungu lítill, eins og allir geta sjeð. Kemur þar Ijóst fram hvernig Frakkar höfðu kýtt ísland saman frá vestri til austurs. Það er því dálítið und- arlegt þegar Þorvaldur Thoroddsen segir að Frakkar hafi „sýnt fram á mikla skekkju í hinum eldri upp- dráttum íslands, að því er snertir legu strandarinnar." Þeir Magnús Arason og Knopf höfðu gert betur. Á. Ó. og menningu. Finnar kalla land sitt Suomi, sem þýðir Fenjalandið. En það er oft kallað Þúsund vatna landið. Tungan sem þeir tala til- heyrir finnsk-úgríska eða altaiska málaflokknum, og er skyld lapp- nesku og estnesku, tyrknesku og ungversku. í stafrófinu eru aðeins tuttugu og einn stafur, en í mál- fræðinni eru hins vegar sextán föll. Áhersla er alltaf á fyrsta at- kvæði orðsins. Finnar unna mjög gömlum þióð- sögukvæðum og eiga fjölda slíkra kvæða. Maður að nafni Elías Lönn- rot rannsakaði þessi kvæði, komst að þeirri niðurstööu, að milli sumra þeirra var náið samhengi, raðaði þeim niður svo að úr þeim varð langur ljóðabálkur með söguþræði. og gaf þessum ljóðabálki nafnið Kalevala. Það komu fyrst út árið 1835 í tveimur litlum bindum, sem í voru tuttugu og fimm runar eða söngvar. Seinna endurskoðaði hann útgáfuna og jók við hana, svo að söngvarnir urðu fimmtíu. Þannig var hún gefin út árið 1849. Ljóð þessi voru brátt þýdd á erlendar tungur, og munu þau vera til á nær tuttugu tungumálum, eins og áður er sagt. Bestar eru taldar hin þýska þýðing Schiefners og enska þýðingin eftir W. F. Kirby. Á sænsku hafa komið út sex þýðing- ar á Kalevalaljóðunum. og er hin síðasta nýkomin út. ★ Áhrifa frá Kalevalaljóðunum gætir í kveðskap margra skálda. Má þar til dæmis nefna skáldið Longfellow, en kvæði hans „Song of Hiawatha“ er fremur ljeleg stæl- ing á þýðingu Schiefnérs á Kale- valaljóðunum, og eru sumar setn- ingarnar hjerumbil eins. og margar persónurnar og ýmsir atburðir teknir að láni úr Kaleválaljóðun- um. Þó er atburðunum oftast tals- vert breytt, og ekki alltaf til batn- aðar. Þannig valdi Lönnrot Kalevala- kvæðin úr gömlum strengleika- kvæðum og raðaði þeim niður í samhengi á sama hátt og sagt er að Pisistratus hafi safnað og raðað niður kvæðum Hómers, Ilions og Odysseifskviðu. í Kalevalaljóðunum eru sjö höf- uðpei-sónur: Wáinámöinen, sem er sonur vindarins og himingyðjunn- ar. Hann er ættarhöfðingi, spek- ingur, skáld og hin mesta hetja. Honum er lýst sem gömlum manni. Ilmarinen er látinn vera ,bróðir“ hans í ljóðunum. Hann virðist þó vera alinn af mennskri móður enda þótt einnig sje sagt, að hann hafi verið „fæddur af kolabyng11. Hann er mikill smiður og iðnaðar- maður og er lýst sem ungum, fall- egum manni. Þriðja söguhetjan Lemminkainen er ljettlyndur, andvaralaus og óprúttinn náungi, sem er alltaf að lenda í einhverjum vandræðum, en hann losnar stöðugt úr þeim aftur vegna galdrakunnáttu sinn- ar og móður sinnar. Meginþáttur- inn í skapgerð hans er ást hans á móður sinni. Fjórða söguhetjan er Kullervo. Hann er fúllyndur þræll og þorp- ari, gríðarlega sterkur, en notar kraftana til ills eins. Örlög hans eru hin hörmulegustu, og hefur þeim verið líkt við örlög Ödipusar. Aðalkvenhetjur Kalevalaljóð- anna eru Ilmatar, dóttir himinsins sem er skapari heimsins, Aino ung Lappastúlka, sem Vainámöinen elskar, og eru hin dapurlegu.örlög

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.