Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Blaðsíða 1
VILHJÁLMUR STEFÁNSSON er að semja vísindalegt i rit um norðurhjara heims ÞAD var árið 1935 að hermála- ráðuneyti Bandaríkjanna sneri sjer til Vilhjálms Stefánssonar og bað hann um upplýsingar um lifnaðar- háttu og samgöngur á norðurslóð- um. Voru þá uppi ráðagerðir um það, að fljúga þvert yfir norður- heimskautið. Vilhjálmur var þá frægastur allra norðurfara og eng- inn maður þekti jafn vel og hann hvernig öllu var háttað í norður- höfum, veðráttu, ísreki, lifnaðar- háttum þeirra er þar eiga heima o. s. frv. Var því eðlilegt að til hans væri fyrst leitað. Vilhjálmur og samverkamenn lians (hann hafði þá 11 manns i þjónustu sinni) gáfu skýrslu, sem var 2 milljónir orða. Hermálaráðu- neytið rak alveg í rogastans, er það sá þessa miklu skýrslu. Það hafði ekki búist við svo miklum og marg- víslegum fróðleik um þetta efni. En upp frá þessu heíur Vilhjálnmr starfað jöfnum höndum fyrir her- málaráðuneytið, flotann og flug- herinn. Hefur hann samið fjölda af handbókum fyrir þessa aöilja og leiðbeiningar um siglingar og kiæðnað og mataræði í norðurvcgi. Svo var það árið 1946 að upp- lýsingadeild flotamálanna ákvað að safna allri þeirri vitneskju, sem unt er að fá um norðurheimskautið, vegna þess að það aðskilur Rúss- land og Ameríku — eða Rússland og Ameríka snúa saman bökum við íshafið, ef menn vilja heldur orða það á þá leið. Það þótti þá sýnt, að hvort sem heldist friður eða til ófriðar drægi milli austurs og vest- urs, þá hlyti Ishafið að hafa geisi- mikla þýðingu fyrir samskifti þjóð- ann'a. Og nú var enginn fróðari um þessi efni ep Vilhjálmur Stefáns- son og hann á hið fullkomnasta bókasafn í heimi um alt, sem við- víkur Ishafinu og norðurferðurn. Upplýsingaskrifstofan ákvað því að biðja Vilhjálm að rita alfræðibók um norðurhjara heims, þar sem safnað væri á einn stað öllum beim fróðleik, sem hann gæti komið höndum yfir, svo aðgengilegt væri fyrir alla, hermálafræðinga, vís- Vilhjálmur Stefáusson. indamenn, skóla og háskóla. Þessi alfræðibók mun verða um 5 milljónir orða, en það samsvarar 10 stórum bindum. Sjerfræðingar, sem sáu uni útgáfu „Encyclopedia Britannica" og „Encyclopedia of the Social Sciences“ hristu höfuðin út af því, að einum manni skvldi falið þetta og giskuðu á aö verkinu gæti ekki verið lokið á skemri tíma en 5—7 árum og að það mundi aldrei kosta minna en tvær mill- jónir dollara. En Vilhjálmur gerir ráð fyrir því að ljúka verkinu á þremur árum og að það muni kosta helmingi minna en þetta. Um sein-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.