Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Qupperneq 6
314 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS LJETTIR MALMAR ERU BESTU SMÍÐAREFNIN ÁRIÐ 1852 ljet Napoleon III. keis- ari smíða borðbúnað úr alumin- ium handa sjer. Það var engin hætta á að almenningur tæki það eftir, því að þá kostaði hvert kg. af aluminium 1200 dollara. En nú er farið að nota alumin- ium 1 mjög stórum stíl og úr því eru gerðir hinir sundurleitustu hlutir, alt frá skipsbyrðingum að leikföngum. Ástæðan til þessa er sú að aluminium er sterkt og mÖrg- um sinnum ljettara en stál. Og nú stefnii alt að því að gera alla hluti sem ljettasta. Magnesium er þó enn ljettara. Og þessir tveir málmar keppa nú við önnur smíðarefni á öllum sviðum. Fór notkun þeirra mjög í vöxt í stríðinu og verður meiri með ári hverju. Árið 1939 voru framleiddar í Banda ríkjunum 160.000 smál. af alumin- ium og 3350 smál. af magnesium. Nú er aluminium framleiðslan orð- in rúml. milljón smálesta á ári og framleiðsla magnesium 300.000 smál. Þetta er þó ekki mikið, þeg- ar það e^borið saman við það, að á hverju ári er stálframleiðslan þar 100 milljónir smál. En menn spá því að ljettu málmarnir muni stöð- ugt vinna á. Af aluminium er líka til meira en af nokkrum öðrum málmi í heiminum. Er giskað á að 7—8% af jörðinni sje aluminium. En magnesium er aðallega unnið úr sjó. Má því telja að þessar hrá- efnalindir sje ótæmandi, og það heíur mikla þýðingu. Reynslan í stríðinu opnaði mjcg augu manna fyrir ágæti hinna Ijettu málma og flugvjelaverk- smiðjur byrjuðu þegar eftir stríðið að framleiða ýmsa liluti úr þeim. Þannig smíðaði Grumman-verk- smiðjan fyrsta aluminiumbátinn. Hann vegur svo sem þriðjung af því, sem samskonar bátur úr trje mundi vega, en er miklu sterkari og kostar lítið meira. Bedix-flug- vjelaverksmiðjan tók að gera garð- sláttuvjelar úr magnesium. Þær vega ekki nema 12 kg., en gömlu sláttuvjelarnar höfðu vegið 19 kg. Fjölda margar aðrar verksmiðjur hafa farið að smíða úr aluminium. Þannig rjeðist Wilson Sporting Goods í það að gera hlífðargrímur fyrir knattleikara úr magnesium, og eru þær helmingi Ijettari held- ur en gömlu grímurnar. The Ame- rican Ski Corp. er farið að smíða skíði úr magnesium og eru þau miklu ljettari, traustari og renna betur en trjeskíði. En verðið er hjer um bil hið sama. Þá er og farið að smíða gerfi- limi úr ljettum málmum. Gerfi- fótur úr magnesium vegur ekki nema 3 kg. og kostar ekki meira en trjefótur. The Dow Chemical Co., sem er stærsti magnesium fram- leiðandinn hefur látið smíða hjól- börur úr magnesium og þær vega ekki nema 14 kg., en venjulegar járnbörur vega 38 kg. Alt til eldhúsa er nú fanð að framleiða úr aluminium svo sem kæliskápa, eldavjelar, þvottavjel- ar, lampa, borð og stóla. Hæginda- stólar eru einnig smíðaðir úr sama efni og grindin vegur ekki nema 6^ kg. The Aluminium Company hefur ásamt Winter & Co. — sem er stærsta píanóverksmiðja í Banda- ríkjunum — látið smíða píanó „hljómgrunn" (sem strengirnir eru strengdir á) og vegur hann um 38 kg. minna en áðu^ var, og við það ljettast píanóin um alt að 20%. Glugga og hurðir er einnig farið að smíða úr aluminium The Berry Door Co. er farið að smíða bíl- skúrahurðir úr aluminium og vega þær ekki nema 27 kg. Bílaverksmiðjurnar þurfa brátt á meira að halda af aluminium og magnesium heldur en framleitt var á stríðsárunum. Gera þær ráð fyrir að í framtíðinni verði hægt að nota 450 kg. af aluminium í hvern bíl, og með 5 milljón bíla fram- leiðslu á ári þá sjest að þær þurfa helmingi meira aluminium en nú er framleitt á ári. Sumar bílaverk- smiðjur gera þó ekki ráð fyrir að nota nema helming þessa, og þar á meðal er verksmiðjan, sem smíð- ar „Pontiac“. Hún hefur til reynslu látið endursmíða Pontiac bifreið frá árinu 1942 og notað í hana 225 kg. af aluminium. En við það ljett- ist biilinn um 550 kg, eða rúmlega þriðjung. Og þegar bílarnir ljett- ast verða þeir miklu ódýrari í rekstri. Þeir þurfa minna bensín og þeir geta notað ljettari hjól- barða, sem þó endast miklu lengur en ella. Bílhjólin verða úr magnes- ium og vega ekki nema 3Ms kg. í stað þess að stálhjól vegur 9 kg. The Aluminium Company of America hafði um 50 ára skeið einkarjett á allri aluminium vinslu. En árið 1940 kom Reynolds Metal Co. til sögunnar og nú framleiðir það hátt upp í það jafn mikið af aluminium eins og framleitt var alls í Bandaríkjunum árið 1939. The Dow Chemical Co. hafði og áður einkaleyfi á magnesium fram- leiðslu. Nú hafa ýmis önnur fjelög farið að keppa við það, þar á með- al Henry Kaisers Permanente Metals Corp. Samkeppnin hefur orðið til þess að verð á þessum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.