Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Blaðsíða 7
LESBÖR MORGUNBLAÐSTNS 315 málmum hefur lækkað mjög mik- ið. Árið 1939 kostaði aluminium 44 cents kg., en nú 31 cent. Á sama tíma hefur verð á magnesium fallið úr 60 cents niður í 45 cent, og búist er við enn meiri verðlækkun. — Nokkur samkeppni hlýtur óefað að verða innbyrðis milli þessara ^veggja málma. Magnesium er þriðjungi ljettara en aluminium, en aluminium er aftur sterkara og stenst betur allskonar sýrur. Það er því sennilegt að aluminium verði meira notað fyrst um sinn. En báðir málmar verða óefað not- aðir mikið í allskonar farartæki. Nýir almenningsvagnar, sem eru að mestu úr aluminium, ve'ga 2 smálestum minna heldur en áður var. Slíkir vagnar verða fljótari í ferðum og miklu ódýrari í rekstri en verið hefur, og það mun aftur hafa í för með sjer lækkuð far- gjöld, og ennfremur lækkaðan flutningskostnað, þegar um vöru- bíla er að ræða. Sú hefur líka orð- ið reynslan síðan farið var að nota aluminium í járnbrautarvagna. í skipasmíðastöðvum er nú farið að nota mikið af aluminium og á mörgum skipum eru nú björgunar- bátar úr þeim málmi. Við húsasmíðar mun aluminium mjög ryðja sjer til rúms. Tilbúin* hús úr aluminium eru ljett í með- förum og miklu auðveldara að reisa þau heldur en timburhús. Alumin- ium er líka ágætt einangrunarefni. Og nú er farið að gera „krossvið“ úr aluminium og timbri. Einangr- ar hann betur en nokkrar þiljur aðrar og getur varla brunnið. Þá er aluminium ágætt til alls- konar umbúða vegna þess hvað það er ljett og sterkt. Það getur ekki valdið neinum skemdum og er því sjerstaklega hentugt í um- búðir um mat, drykk og meðul. Til dæmis er nú farið að nota alu- minium-tunnur í mörgum brugg- unarhúsum. — Aluminium „blöð“ (silfurpappír) eru mjög hentug að hafa utan um mat hvort heldur er í kæliskápum, eða nesti. Þau halda matnum óskemdum langa hríð. Lyklar úr aluminium þykja mesta þing síðan menn komust upp á að lita málminn alla vega. Nú ganga menn með marglita lykla og litur hvers eins segir til þess að hverju hann gengur. Þykir þetta þægilegt þeim, sem verða að hafa marga lykla. Hjer hefur aðeins verið drepið á fátt eitt viðvíkjandi notkun hinna ljettu málma. En svo að segja á hverjum degi koma á markaðinn nýjar vörur gerðar úr þeim. Eftir- spurnin hlýtur þó að lokum að ráða því hvað ofan á verður. Vilji fólk t. d. hafa barnavagnana úr aluminium og ryksugurnar úr magnesium, þá verður það gert. (Eftir Robert Froman). ^w ^w >w ^w >w í SMÁKLAUSU í Lesbók Morgunblaðs ins sunnudaginn 27. apríl 1949, þar sem orðið baggalútur er gert að umtals- efni, og merking þess, bæði fyrr og nú, er í fyrsta lagi þetta skrítna orð talið vera nafn á smásteinum og í öðru lagi muni það hafa verið alltítt gælunaín hjer fyrr meir. Nú vill svo til, að jeg, sem þessar línur rita, veit um þriðju merkingu orðs þessa, — og er það í tilefni þess, sem jeg ræðst í að skrifa yður þessar línur. Það var fyrst eftir lestur þessa umgetna greinar- korns í Lesbókinni, sem mjer var kunnugt um fyrrnefndar merkingar orðsins, sem jeg dreg þó engan veginn í efa, að sjeu rjettar. Mjer vitanlega var baggalútur eingöngu nafn á smá- skordýrum, sem spunnu sjer vef, líkt og kónguló eða dordingull. það var svo um þetta litla skordýr, eins og svo margt annað á landi hjer, að við það var bundin sú trú, að væri því gert eitthvað til miska, vissi það á illt, en aftur á móti var það góðs viti, að vera því hjálplegur, og spáði viðkomanda góðu eða hamingju. (Sbr. ólánsmerki er að drepa járnsmið, og fjölda margt annað). Ef svo bar til, að maður sæi baggalút spinna þráð sinn úr lofti ofan, átti maður að slíta hár úr höfði sjer, og festa því við endann, þar sem bagga- lútur hekk, og hafa yfir eftirfarandi vísu, — en fyrstu tvær hendingar henn- ara eru birtar í lok Lesbókargreinar- innar: Hvað kant þú að vinna, baggalútur minn, þráðar korn að spinna í vefinn þinn. Væri svona að farið, átti það að vita á gott, enda virtist baggalútur hjálp þessari feginn, því hann hraðaði sjer, sem mest hann mátti, með þráðinn og hárið til baka, — og hvarf með hvort- tveggja. Þá var það og önnur aðferð, sem einnig var altítt að nota. En þá átti maður að segja: Upp, upp baggalútur, ef þú veist á gott, en niður vitir þú á illt, — og þá vissi það að sjálfsögðu ekki síður á illt, færi svo að maður sliti þráðinn. Það sagði mjer kona, sem búsett er norður í S.-Þingeyjarsýslu, að algengt væri að heyra börn þar nyrðra syngja víSu þá, sem að framan getur, — en með þeirri breytingu þó í síðustu hend- ingu, að í stað: — „í vefinn þinn“ — kom „og elta lítið skinn“. Þá vildi þessi sama kona halda því' fram, að þessi umgetna visa, væri aðeins ein af fleirum, úr langri þulu. — Væri gaman að fá upplýst, hvort þetta hefur við nokkur rök að styðjasf. N. >w >w >w >w ~w - Molar - NÝLEGA fanst úraníum skámt frá Lake Superior í Kanada. Þegar í stað tóku menn þar 2400 námarjettarlönd. ÞJÓÐVEGIRNIR eru altaf að breikka. Nú er verið að byrja á því að gera nýan þjóðveg milli Briton Ferry og Swansea í Englandi og verður hann 30 metra breiður. Er gert ráð fyrir því að þessi vegarspotti muni kosta um 27 milljónir króna. SVISSLENDINGAR eru nú að láta smiða tvö skip, sem eru 3000 smál. hvort. Eiga þeir þá alls 13 skip, en það er talinn nægilegur kaupskipastóll þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.