Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Blaðsíða 4
312 LESBOK MORGUNBL\ÐSIN.S JULIUS CÆSAR (100—44 f. Kr.) gerði fvrstu tilraunina að sameina Evrópu. Evrópu sameinuðust. Og að honum látnum tóku tveir merkismenn upp hugmyndina. Það voru þeir Jean Jaques Rousseau og Immanuel Kant. Ekki gátu þeir þó unnið hug- myndinni almennt fylgi í Evrópu en handan við Atlantshafið var bygt á henni þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var samin. „Vjer höfum sáð frækorni frelsis og sameiningar“, skrifaði George Washington í brjefí til Lafavette, „og það mun bera ávöxt um allan heim. Einhvern tíma kemur að því að Norðurálfumenn fara að dæmi Bandaríkjanna og stofna Bandaríki Evrópu“. Benjamin Franklin sagði svo í brjefi til vinar síns í París: .,Ef þetta blessast þá fæ jeg ekki sjeð hvers vegna þið í Evrópu gætuð ekki stofnað Bandaríki, eitt alls- herjar lýðveldi upp úr hinum mörgu furstadæmum og konungs- ríkjum og gefið því sams konar stjórnarskrá og vjer höfum, því að hún er sett að vandlega yfirveguðu ráði“. NAPOLEON reyndi á sinn hátt að framkvæma þetta. Árið 1810 drotn aði hann yfir Evrópu frá Spáni til Póllands. Ef hann hefði orðið sigur sæll má vera að hann hefði sam- einað Evrcpu undir stjórn Bona- parte ættarinnar. Á eftir honum kom hið „helga bandalag“ að frumkvæði Alexand- ers I keisara. En það stóð ekki lengi — aðeins 12 ár. Seinna reyndu frjálslyndir menn í Ítalíu, undir forystu heimspekingsins Maz zini, en það fór alveg út um þúfur 1848 og síðan var ekki minst á það framar á þeirri öld. Eftir fyrra heimsstríðið fóru menn þó að hugsa um þetta að nýu. Einangrunarstefna Bandaríkjanna og sigur kommúnista í Rússlandi ýtti þar mjög undir. Árið 1923 skrif aði jeg bók, sem hjet „Pan-Evrópa“ og vakti hún mikla athygli. Þar benti jeg á það hvernig Evrópa væri umkring af stórveldum, Bandaríkjunum, Rússlandi og Breska heimsveldinu, og aðeins stofun Bandaríkja Evrópu gæti af- stýrt þessari þríþættu ófriðarhættu, kreppu og rússneskri innrás. Árið 1945 sýndu kosningar það, að þjóðir Evrópu voru sameiningu fylgjandi, en stjórnirnar heldu þá að Sameinuðu þjóðirnar mundu geta afstýrt styrjöld og bætt hag manna. En svo var það 17. septem- ABBÉ DE ST. PIERRE (1658—1743) bar fyrstur fram tillögu um Bandaríki Evrópu og hún varð grundvöllur aff stjórnarskrá Banda- ríkjanna. BENJAMIN FRANKLIN (1706—1790) óskaði þess aff öll ríki Evrópu mynduffu eitt allsherjar lýff- veldi. ber 1946 að Winston Churchill helt hina frægu ræðu sína í Zúrich í Sviss og sagði blátt áfram: „Ef Norðurálfuríkin sameinast. þá eru engin takmörk fyrir vel- gengni og blessun þeirra 300—400 milljóna manna, sem þau lönd byggja. Vjer verðum að stofna Bandaríki Evrópu og þá mun sú breyting verða á nokkrum árum að öll álfan, eða meiri hluti henn- ar, verður jafn frjáls og hamingju- söm og Sviss er nú.“ Ummæli hans vöktu geisimikla at- hygli beggja megin Atlantshafsins Snemma á árinu 1947 báru þrír menn fram þingsályktun á þingi Bandaríkjanna er studdi hugmvnd- ina um Bandaríki Evrópu innan Sameinuðu þjóðanna. Það varð til þess að Marshall hershöfðingi helt ræðu sína 5. júní 1947 í Harvard. en upp af henni hefur hin svo nefnda Marshall-viðreisn sprottið sem upphaf að samvinnu Norður- álfuríkjanna. Menn með ólíkustu skoðanir eru hugmyndinni fylgjandi, t. d. jafn- aðarmannaforinginn Leon Blum og de Gaulle hershöfðingi í Frakk- landi, Winston Churchill og Attlee forsætisráðherra í Englandi. Attlee

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.