Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 311 BANDARIKI EVROPU Cfn, B.LJ n „ÞAÐ sem er hægt í Sviss, er líka hægt í Evrópu“. Þessum orðum mælti jeg á al- þjóðaíundi í Vínarborg árið 1931. Og jeg benti á það að Sviss væri sönnun þess, að mismunandi tungu mál og menning þyrfti ekki að vera því til fyrirstöðu að þjóðir samein- uðust. Jeg benti líka á þá stað- reynd, að fjandskapur milli þjóða er ekki langvarandi. Sagan sýnir, að þjóðir, sem hafa átt í ófriði, geta orðið bestu vinir. Meira að segja, þjóðir verða ekki fjandsamlegar hvor annari, nema því að eins að þær sjeu æstar upp í það af ein- hverjum, sem þykjast hafa hag af því að koma styrjöldum á stað. Sannleik þessara orða undirstryk ar saga aldanna og það þarf ekki annað en líta á blöðin í dag til þess að sjá að menn eru farnir að skilja þetta. Enda knýr nú reynslan Evrópuríkin til þess að taka hönd- um saman svo að þess eru ekki dæmi áður. Hinar vestrænu þjóðir Evrópu hafa lært mikið af Bandaríkjunum. Þær hafa sjeð það, að háar tekjur og lágt vöruverð getur farið saman þar sem um stórfeldan innanlands markað er að ræða. Hátt kaup eyk- ur umsetningu á innlendum rnark- aði, og sú er reynslan í Bandaríkj- unum, þar sem mestum þorra fram leiðslunnar er eytt í landinu sjálfu. Enda þótt Evrópa sje ekki jafn auðug af náttúrugæðum eins og Bandaríkin, þá hafa menn sjeð, að hægt er að bæta hag almennings þar ef fylgt er fordæmi Bandaríkj- anna, það er að segja með því að aínema tollamúrana og skapa ou denhoueA a lercj i frjálsan markað fyrir allt að* 300 miljónir Evrópubúa. Innilokun sviptir þjóðirnar sjálf- ar markaði í nágrannalöndum, því að þau verða að setja á hjá sjer verndartolla vegna hennar. Fram að þessu hefur hver þjóð kepst við að \rerða sjálfri sjer nóg með því að framleiða sjálf sem mest af öllum þeim vörum, sem hún þarf að nota En það liggur í augum uppi hve miklu hagkvæmara það væri að hver þjóð framleiddi aðeins þær vörur, sem hún hefur best skilyrði til að framleiða, og þær skiftust svro á á frjálsum markaði. — Með þeirri aðferð að hver reyni að hokra sjer hefur vöruverð hækkað. vinnulaun raunverulega lækkað, og markaður hverrar þjóðar er of þröngur fyrir hennar eigin fram- leiðslu. Þetta óheilla fyrirkomulag, hinir óhagkvæmu tollmúrar, hefur leitt til einangrunar þjóðanna og hagsmunabaráttu, og veldur fátækt og þröngum kjörum almennings. ÞESSI kalda reynsla varð til þess að Benelux-sambandið var stofnað 1948. Þá gengu Belgía, Holland og Luxemburg í tollabandalag. Og þarna er einnig að leita upptak- anna að hinni svonefndu Marshall- viðreisn, sem nú hefur rutt braut- ina að stofnun Bandaríkja Evrópu Þessi er hin nýa hugsjón. Og þó má segja að hún sje ekki ný. Júlíus Cæsar kom fyrstur manna fram með hana. Fyrir tutt- ugu öldum bætti hann Frakklandi, Bretlandi og Niðurlöndum við rómverska ríkið. Það er upphafið að sameinaðri Evrópu. Eftir hans dag var aðallega um menningar- og viðskiftasamband að ræða, en svo kollvarpaðist það af ástæðum, sem komu bæði utan frá og innan að. Um aldamótin 800 saineinaði Karlamagnus mikinn hlúta Evrópu eða allt frá Pó á Spáni að Rín í Þýskalandi. Fjörutíu og tveimur ár um seinna sundruðu sonarsvnir hans þessu ríki. Og á miðöldunum var ekki um neina sameiningu að ræða vegna fjandskapar milli keis- ara og páfa. Upp úr aldamótunum 1300 var svo komið að hvorugur var hinum voldugri, og var þó Filip fríði Frakkakonungur talinn vold- ugasti maður Evrópu á þeim dög- um. En um þetta leyti (1306) kom fram franskur lögfræðingur, sem Pierre Dubois hjet og gaf hugmynd inni um sameining Evrópu nýan byr. í bók, sem hann ritaði og nefnd ist „Björgun landsins helga“, stakk hann upp á því að þjóðirnar gerðu samband sín á milli til að trvggja ævarandi frið milli konunga, prinsa og borga, og hefði það að markmiði að bjarga landinu helga og öðrum löndum við Miðjarðarhaf. Hann stakk upp á því að stofnað yrði allsherjar ráð og Frakkakonungur yrði forseti þess, og þetta ráð skip- aði dómstól til þess að skera úr öll- um deilum þjóða á milli. Styrjaldir við Breta hnektu valdi Frakkakonunga og komu í veg fyr- ir það að þeir yrðu forystumenn að því að sameina Evrópu. En tillaga Pierre Dubois — sem fremur var bygð á fjárhagslegum og fjelags- legum ástæðum heldur en beint þvi að bjarga landinu helga — hún lifir enn. Annar franskur maður, Abbé de St. Pierre (1658—1743) tók hug- myndina upp og ferðaðist borg úr borg og frá hverri konungshirðinni til annarar til þess að reyna að sannfæra konunga og stjórnmála- menn um nauðsyn þess að þjóðir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.