Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Side 2
310
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
ustu áramót var hreinritað handrit
að bókinni orðið 3 milljónir orða.
Ástæðan til þess að verkið fetur
gengið svona fljótt er sú, að í
bókasafni Vilhjálms er auðvelt að
fá allar uppiýjingar og starfsfólk
hans er svo þaulkunnugt safninu,
að það getur leyst verkið af hendi
bæði fljótt og vel. Að vísu skrifa
starfsmenn hans ekki nema svo
sem helming bókarinnar. Vilhjálm-
ur fær greinar um sjerstök efni
hjá ýmsum vísindamönnum í
breska heiminum og nokkrum lönd
um öðrum. Sjálfur ritar hann marg
ar greinar og eina mjög langa um
allar rannsóknarferðir í norðurhöf-
um. Hann hefur eftirlit með öllu
því, sem skrifað er, og leiðrjettir
sjálfur, þar sem honum þykir við
þurfa, eftir því sem reynsla hans
sjálfs hefur kent honum. Meðal
annars fekk hann ágæta grein um
hvítabjörninn og lifnaðarháttu
hans. En höfundinum hafði orðið
það á að segja að kjötið af honum
væri óætt vegna hnyss og óbragðs,
og hafði hann tekið það upp úr
einhverri bók. Vilhjálmi þótti þetta
hart. „Jeg hef lifað á bjarndýra-
kjöti eingöngu mánuðum saman,
og að mínum dómi gefur það ekki
eftir besta fleski“, sagði hann.
í „Encyclopedia Artica“ verða
ýmsar vísindalegar greinar um þau
efni, er snerta norðurhjara heims,
eða eins og Vilhjálmur orðar það
sjálfur „um alt milli trúarbragða
og rotta, alt milli flugna og flugs“
eða með öðrum orðum um alt milli
dýrafræði og loftsiglinga. Þar verð-
ur meðal annars kent hvernig menn
eiga að búa sig á norðurslóðum, og
hvernig þeir eiga að fara að því að
byggja snjóhús.
(Úr „Science Illustrated Magazine“).
macjaócin
SÍÐAST liðna hálfa öld hafa lækn-
ar ráðlagt að minsta kosti 46 mis-
munandi matarreglur og 108 mis-
munandi lyf við magasári. Venju-
lega hefur þurft að setja sjúkling-
ana í spítala og með sjerstöku mat-
aræði, sjerstökum lyfjum og algeru
banni við að neyta áfengis og
tóbaks, hefur tekist að lækna
marga á 37 dögum að meðaltali.
En nú er komin upp ný lækn-
ingaaðferð og sá sem fann hana
heitir dr. Garnett Cheney við
„Stanford’s School of Medicine“ í
Bandaríkjunum. Hann hefur unn-
ið í tíu ár að rannsóknum sínum
og hann komst að því að sjerstakt
efni, sem kallað er U-vitamín var
gott við sárum í meltingarfærun-
um. Menn vita ekki enn hvaða efni
þetta er, nema að það er skvlt C-
vitamíni. Það er mismunandi mik-
ið af því í grænmeti og grasi, einn-
ig í hráum eggjarauðum og nokkr-
um fitutegundum. En það var þó
ekki fyr en dr. Cheney tók upp á
því að láta sjúklinga sína drekka
kálsafa, að hann komst að raun um
það, hvað þetta U-vitamín er gott
meðal gegn magasári og garnasár-
um. Hann gerði tilraunir með þetta
á 13 sjúklingum. Og til þess að
vera viss um að þeir fengi ekki
U-vitamín úr öðrum fæðutegund-
um, ljet hann sjóða allan mat
þeirra, en suðu þolir þetta vitamín
ekki. Að öðru leyti ljet hann sjúk-
lingana fá venjulegt viðurværi og
leyfði þeim að reykja, en bannaði
þeim að neyta áfengis. Árangurinn
varð sá að allir sjúklingarnir fengu
fullan bata, þeir sem voru með
garnasár á 5 dögum og þeir sem
voru með magasár á einni viku,
eða fimm sinnum skemmri tíma en
áður hafði þekst.
Ekki urðu sjúklingarnir fvrir
neinum verulegum óþægindum af
því að drekka kállöginn, nema hvað
sumum varð hálfilt í maganum og
fengu hægðatregðu. Annað þótti
þeim þó verra, sem sje það, hvað
lögurinn var ólystugur. — Sumir
sögðu að hann væri á bragðið eins
og hrært væri saman þangi og lax-
erolíu. Og einn sagði: „Það er á-
reiðanlegt að börn munu aldrei
biðja um kálsafa.“ Þeir urðu því
að neyða þessum grágræna safa
ofan í sig, og skamturinn var einn
peli á dag.
Nú er farið að selja kálsafa í
veitingastofum og þangað koma
sjúklingar til þess að fá „sinn
skamt“. Það hefur tekist að gera
hann lystugri með því að blanda í
hann tómatsafa, salti og pipar og
virðist það ekki gera sjúklingum
neitt til, enda þótt þeim hafi áður
verið harðbannað að nota salt og
pipar.
V ^
JL
ciuóauióur
Oft.
Oft eru kvíar óhreinar,
oft eru kríur háværar,
oft fá hundar úti vott,
oft eru sprund með tófuskott.
Ótrúlegt.
Ekki skil jeg atburð þann,
og undur má það kalla
hafi þeir lent í hár saman,
sem hafa báðir skalla.
Frú Góa 1949.
Sat á fundi í suðvestri
og sendi stundum váskeyti.
Köld í lyndi krepti að lýð
með kvenrjettinda frosti og hríð.
ísleifur Gíslason,
Sauðárkróki.