Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1949, Blaðsíða 5
LESBOK MOROUNBLAÐSTNS 313 WINSTON CHURCHILL skar fyrstur núlifandi stjórnmálamanna upp úr með það 1946 að Norðurálíu- ríkin yrðu að gerast Bandaríki. hefur tekið skarið af með þessum orðum: „Evrópa verður að sameinast — eða farast.“ ALT stefnir nú að því að úr sam- einingu verði. En þá er komið að spurningu, sem hefur úrslita þýð- ingu: Eiga hinar frjálsu þjóðir Ev- rópu að mynda með sjer bandalag fullvalda þjóða, eða eiga þær að stofna Bandaríki með sjerstakri stjórn og þingi? Á að sameina Ev- rópu með samningum, eða með stjórnarskrá? Fæstir hafa gert sjer fulla grein fyrir þessu. Það er eftirtektarvert að aldrei hafa fullvalda ríki sameinast í eitt ríki án þess að hafa fyrst gengið í bandalag, eins og sjá má á sögu Bandaríkjanna og Sviss. En banda- lag Evrópuríkja hófst í mars 1948. þegar fimm ríkisstjórnir í Vestur- Evrópu, Bretar, Frakkar, Belgar, Hollendingar og Luxemburgarar undirrituðu Brussel samninginn. Þá sameinuðust rúmlega 100 mill- jónir manna um viðskiftamál og hernaðarmál. Hinn 28. janúar 1949 sátu utan- ríkisráðherrar þessara fimm íanda ráðstefnu í London og samþyktu þar að stofna bandalag Norðurálfu- ríkja, sem stjórnað yrði af fulltrú- um stjórnanna og þingi, sem kosið yrði af þingum viðkomandi ríkja. Enda þótt þetta fyrsta Evrópuþing sje aðeins ráðgefandi, þá er enginn efi á því að þetta er upphaf alls- herjarríkis í Evrópu. Gamla Þjóðabandalagið fór út um þúfur vegna þess að það reyndi að sameina aðrar þjóðir, enda þótt Evrópuþjóðirnar væri sundraðar. Framtíð Þjóðabandalagsins verður því miklum mun öruggari, ef Bandaríki Evrópu verða stofnuð. Þau verða brimbrjótur gegn á- gengni Rússa, og þá er hægt að tala um samvinnu milli austurs og vesturs. En það er trygging frið- arins. NÝ ÖLD er að hefjast í Evrópu og takmarkinu getum vjer náð áður en varir. Þá rætist sá spádómur, sem franska skáldið Victor Hugo bar fram fyrir einni öld: „Sá dagur mun koma, að þessi tvö miklu bandalög, Bandaríki Ameríku og Bandaríki Evrópu munu rjetta hvort öðru hönd vfir hafið. Þau munu hafa samvinnu um verslun, iðnað, listir og vís- VICTOR IIUGO (1802—1885) spáði því fyrir einni öld að Bandaríki Ameríku og; Bandaríki Evrópu mundu sameig-inlega frelsa heiminn. indi, til þess að koma á fullkom- inni heimsmenningu, til þess að gera eyðimerkur að frjóvsömu landi, til þess að verða skaparanum samtaka, til þess að tryggja öllum þá mestu blessun, sem til er: bræðralag manna og ríki guðs.“ (Úr „The Rotarian"). ^ ^ Í/ Í/ ^Jomar i}áuannin}ar C «2)öL iM m MAGNÚS Guðmundsson, sem nú á heima í Drápuhlíð 42 hjer í Revkja vík, fór í vor á fornar slóðir vestur í Dali, en hann var áður hrepps- nefndaroddviti í Miðdölum, og bjó á Skörðum. Vissi Magnús af stað þarna, þar sem fundust sædýraleif- ar, og vildi nú athuga þær betur en hann hafði áður gefið sjer tíma til. En staður þessi er um 6M* km. frá sjó, og er við Skarðagil, sem er lækur innan við bæinn Skörð, en gil þetta rennur (eins og Vest- firðingar komast að orði) i Miðá. Fundarstaðurinn er rjett við ána, 1 til 2 metra yfir venjulegt yfir- borð hennar, en hæð yfir sjávar- mál mun vera 22—23 metrar, eftir því sem næst verður komist. Fann Magnús þarna kúskeljar, gimburskeljar og hörpudiska, en auk þess vænan kuðung, og var það beitukongur. Á sumum hörpudisk- anna mátti sjá, að þar höfðu setið hrúðurkarlar (sem er krabbadýr). Allar eru þessar skepnur algengar hjer við land á vorum dögum, og bendir það á, að loftslag hafi verið svipað því, sem það er nú, þegar sjórinn náði þarna upp eftir, og að ekki sjeu nema nokkur þúsund ár síðan það var.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.