Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1949, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1949, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 435 hann væri ekki þeim vanda vax- inn, er hann hefði tekist á hendur. „Mundu hver það er, sem skip- aði þig,“ grenjaði ritarinn. „Vertu ekki með þetta smáborg- aralega volæði, gerðu skyldu þína,“ þrumaði yfirforstjórinn. Schestjakoff fann átakanlega til þess hvað sá, er ábyrgðin hvílir á, er einangraður. Undirmenn hans glottu aðeins, þegar hann spurði þá um eitthvað. „Hvernig ætti jeg að vita það, fjelagi, ef þú veist það ekki?“ sögðu þeir. Þetta var rjett hjá þeim, þeir voru honum óæðri. Það mun sjálfsagt aldrei vitnast hvernig á því stóð, að einn góðan veðurdag sprakk gufuketillinn. — Schestjakoff losnaði við það, að hugsa um gufuvjelafræði í tukt- húsinu. Hann hafði ekki lengur þörf fyrir þá þekkingu." Vjer snúum okkur þá að vinnu- brögðunum í fyrirtækjum Sovjet- stjórnarinnar. í opinberu málgagni hennar sjálfrar er svo sagt um það mál: „í kepninni við að standa við fimm ára áætlunina, komu upp ýmis ný vinnubrögð, sem seinna hafa verið tekin upp. — Miljónir verkamanna gáfu sig fram til á- hlaupavinnu, og þeir mynduðu áhlaupasveitir í baráttunni um bestu og fljótlegustu uppfylling fimm ára áætlunarinnar. Áhlaupasveitirnar juku afköstin og lækkuðu kaupið til þess að geta framleitt sem mest....“ Þetta þýðir í sjálfu sjer ekki ann- að en það, að kommúnistar kúg- uðu verkamenn til þess að leggja meira að sjer, en áður og fyrir lægra kaup. Þetta staðfestir Fisch- er, þar sem hann segir: „Þar sem kommúnistum er það fyrir öllu, að auka sem mest iðn- aðarframleiðsluna, fól flokkurinn sínum snjöllustu mönnum, að leggja á ráðin um það, hvernig hægt væri að nota út í æsar alt vinnuþrek hvers einasta verka- manns. Drýgsta aðferðin til þessa, sem enn er fundin upp, er ákvæðis- vinna. Hún er innleidd alls stað- ar, þar sem mögulegt er að koma henni við, svo að nú fá rússneskir verkamenn ekki lengur ákveðið dagkaup, eða vikukaup, heldur mið ast kaup þéirra við það, hve marga skó, marga metra af einhverju efni, mörg stykki af einhverju o. s. frv., hver maður framleiðir. Settur er mælikvarði á það, hve miklu menn geti afkastað í hverri grein. Ef menn ná því ekki, mega þeir búast við því að svelta eða að þeim verði kastað út á gaddinn. Geti þeir framleitt meira, fá þeir aukaþóknun fyrir það, sem um- fram er og fer sú aukaþóknun víð- ast hvar eftir því, hve miklu menn afkasta fram yfir það sem heimtað er. Utan Rússlands hafa verkalýðs- fjelögin verið mjög andvíg ákvæð- isvinnu, og þess vegna hefur hún svo að segja algerlega verið afnum- in í breska og ameríska iðnaðin- um. Kommúnistar í þessum löndum hafa hamast gegn ákvæðisvinnu. En þeir eru svo sem ekki í vand- ræðum með að skýra þessa tvö- feldni. Jeg heyrði einu sinni Wass- ily Kuznetzow, forseta miðstjórnar stjettarfjelaganna rússnesku, út- skýra þetta á þann hátt, að í Vest- urlöndum væri ákvæðisvinna óhaf- andi, vegna þess, að kapitalistar græddu þá á afköstum verka- manna. En í Sowjetríkinu væri hún til blessunar, vegna þess að verkamennirnir ætti sjálfir öll iðn- fyrirtækin, og aukin afköst yrði því þeim sjálfum til hagsmuna. Þessi ummæli Kuznetzows eru hreint ekki annað en áróður, það sjer maður í gegnum svarta lepp- inn. Það er sem sje ómótmælanlegt að rússnesku verkamennirnir eiga ekki neitt, heldur arðrænir ríkið þá miskunnarlaust. Og það er einmitt til þess að geta gert þetta sem allra rækilegast, að rússneska stjórnin hefur innleitt ákvæðisvinnu, sem hún fordæmir í Vesturlöndum, því að altaf er hægurinn hjá, að hækka mælikvarða þeirra afkasta, sem heimtuð eru, og miða þá við mestu afköst. Það var þetta sem vakti fyrir rússnesku stjórninni. Með þessu gat hún aukið framleiðsluna, og henni er alveg sama um það, þótt þessi auknu afköst kosti líf og heilsu verkamánnanna. í tilefni af þessu ef rjett að geta um merkilega lýsingu Hans Pollak í „Die Nation“ um kjör verka- manna í Rússlandi. Hann segir: .... Hvert einasta fyrirtæki, hverju nafni sem nefnist, er skipu- lagt á kommúnistiskan hátt. í öll- um vinnustofum eru áskoranir prentaðar með stóru rauðu letri um það, að standa við fimm ára áætl- unina. í þessu skyni eru í hverri einustu verksmiðju sett ákvæði um minstu afköst, og er þar alt sundur liðað nákvæmlega. Og þar er einn- ig vandlega samin fyrirskipun, þar sem útlistað er fyrir hverjum ein- asta manni, hverjar daglegar skyld- ur hans eru í einu og öllu. Til þess að menn svíkist ekki undan þessum skyldum sínum, er fjöldi manna hafður til eftirlits í hverri verksmiðju. Jafnvel vinnu- flokkar, sem ekki eru í nema 3—4 menn, hafa yfir sjer eftiríitsmann, sem rekur þá áfram miskunnar- laust. Hver einasti verkamaður verður möglunarlaust að hlýða öll- um fyrirskipunum eftirlitsmann- anna. Deildarstjórar eru svo aftur settir til höfuðs eftirlitsmönnun- um, og bera þeir ábyrgð á afköst- um undirmanna sinná, gág'nvart enn æðri yfirboðurum. Á hverjum mánuði kemur svo sendinefnd „kommissara“ frá Moskva til að líta eftir gerðum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.