Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1949, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1949, Qupperneq 10
438 LESBÖK MORGUNBLAÐSfNS Hin mikla sosialistiska vinnusam- kepni er ekkert annað en svik, þar sem verkamenn eru látnir skrifa undir skuldbindingar, sem þeir vita vel að þeir geta ekki staðið við. Þeir eru látnir undirskrifa brjef, eða eitthvert annað plagg, sem fvrir- fram hefur verið samið eftir fvrir- mynd að „ofan“ án þess að verka- mönnunum sje gefinn nokkur kost- ur þess að ræða efni þess, nje fá orðalagi þess breytt á nokkurn hátt. En þegar þessi skuldbinding hefur verið undirskrifuð, þá sitja verka- mennirnir í gildrunni. Eða eins og stendur í „Pravda“ 5. júlí 1947: „Þú hefur tekið á þig skuldbindingu gagnvart þjóðinni, gagnvart flokkn um og gagnvart fjelaga Stalin. Þú verður að standa drengilega við þessa skuldbindingu. Blöðin hafa það hlutverk að minna þig stöðugt á þetta.“ Þetta ætti að nægja um hina sosialistisku vinnusamkeppni, sem engin samkepni er. Því að sam- kepni byggist á frjálsum vilja. En vei þeim verkamanni, verkfræð- ingi, iðnfræðingi og öðrum starfs- mönnum, sem ekki vill skrifa „fríviljuglega“ undir slíka skuld- bindingu. Innan sólarhrings mundi NKVD hafa handtekið hann, sem „þjóðníðing“ og flutt hann til þrælkunarvinnu í Síberíu. Hvað er Stachanovismus? Hin aðferðin, sem kommúnistar nota, til þess að pína síðustu krafta út úr verkamönnum, er hinn svo- kallaði „Stachanovismus". Um það segir svo í tímaritinu „Cilacc“: „Aðferð þessi, sem í rauninni er hin argasta áníðsla, er kend við námamanninn Alexis Stachanov, sem vann það þrekvirki hinn 30. apríl 1935, að brjóta 102 smálestir af kolum á einum degi, en þá voru meðalafköst fjelaga hans í þessari námu 7 smálestir. Fáum dögum seinna fór hann fram úr þessu meti sínu og braut 175 smálestir, og enn seinna komst hann upp í 227 smá- lestir, það er að segja 32 sinnum meðalafköst. Jafnvel þótt maður geri ráð fyrir, að hjer hafi engin brögð verið í tafli, þá geta ekki allir verkamenn afkastað öðru eins. En þetta gaf Jeiðtogunum undir fótinn, að krefjast hins sama af öllum öðr- um, og telja alla letingja, sem ekki vildu taka þátt í Stachanov sam- kepni. Stachanovisminn hefur nú haldið innreið sína í allar deildir iðnaðarins." Stachanovisminn hefur einnig annað markmið, sem sje, að hækka afkastakröfuna hjá þeim sem vinna ákvæðisvinnu, eða með öðrum orð- um, að neyða verkamenn til meiri afkasta fyrir minni laun. „Cilacc“ segir um það: „Fjelagi A. Ditlow yfirverkfræð- ingur í vinnu og launadeild Land- búnaðarráðuneytisins í USSR, taldi það nauðsynlegt, að gera nokkrar breytingar á launakjörum verka- manna í viðgerðasmiðjum fyrir landbúnaðarvjelar. Þessar breyt- ingar voru birtar í sovjetblöðunum og þar segir svo: „Ditlow nefndi sem dæmi verkamann, sem smíðar varahluti og sagði: Setjum nú svo, að það hafi verið ákveðið að hver maður skyldi smíða 20 slíka vara- hluti á 8 klukkustundum. í hverj- um mánuði eru 26 virkir dagar, og það gerir 208 vinnustundir. Á hverj um mánuði ætti þá einn maður að smíða 20x26, eða 520 varahluta. Áð- ur en ákvæðisvinnan hófst fóru verkamenn að meðaltali 20% fram úr þessu. Af því leiðir að 120% er lágmarkið, og engin uppbót verður veitt nema farið sje fram úr því“. Athyglisvert er það, að strangar refsingar eru lagðar við ef hærri laun eru greidd en stjórnin hefur ákveðið. S. N. Prokopovicz, fyr- verandi verslunar og innanríkis- ráðherra í bráðabirgðastjórn Ker- enskis (1917) segir svo um þetta: „.... Verkamenn fóru nú fram á það af mikilli festu, að laun sín yrði hækkuð mikið, og fram- kvæmdastjórar iðnfyrirtækjanna lofuðu að verða við kröfum þeirra. • Það hafði þær afleiðingar að í lok ársins 1931 var sjáanlegt að vinnu- sjóðurinn ætlaði ekki að hrökkva fyrir þessu. Sovjet stjórnin barðist gegn þessum „órökstuddu" kröfum verkamaijna á þann hátt, að hún sektaði alla þá forstjóra, sem höfðu samþykt að hækka launin. Og svo var gefin út tilskipun, þar sem svo var fyrir mælt, að ef nokkur for- stjóri gerði sig sekan um að slaka til um afköst, eða greiða hærra kaup en stjórnákveðið væri, skyldi sá hinn sami leiddur fyrir rjett og ákærður samkvæmt hegningarlög- unum fyrir embættisglæp. Hinn 3. des. 1932 var enn bannað að viðlagðri refsingu að greiða hærri laun en framkvæmdaráð Sovjets hefði ákveðið.... Þegar fyrsta fimm ára áætlunin var á döfinni var fullyrt við verkamenn að grunnlaun þeirra mundu hækka um 70,5%; raunin varð sú að þau voru lækkuð um 14,3%.“ Meira. KVENÞEKKJARI. Sex ungar konur bjuggu í sama húsi — og það kann ekki góðri lukku að stýra, enda lenti þeim þráfaldlega saman og það endaði með því að hver kærði aðra. Þeg- ar þær komu fyrir rjett byrjuðu þær allar að tala í einu. Dómar- inn var fyrst í vandræðum, en svo sló hann í borðið og sagði: — Sú elsta á að byrja. Þá laumuðust þær allar út og kærurnar fellu niður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.