Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Page 2
LíxoxjUxy AxUxwijUxixjiuviJomo
494
Aðalstræti var kirkjan, og unihverf
is hana húsaþyrping innrjetting-
anna. Af nær 30 húsum og kofum
þar voru aðeins sex úr timbri. Hin
húsin voru úr torfi og grjóti. Torf-
bæir voru á öllum hjáleigunum og
eins á Arnarhóli, Hlíðarhúsum og
Seli. Þá voru og komnir nokkrir
torfbæir tómthúsmanna í Grjóta-
þorpi, og einn, Þingholt, fyrir ofan
læk.
ÞESSI var þá stofninn að höf-
uðborg íslands: 9 eða 10 timbur-
hús, en allar aðrar byggingar úr
torfi og grjóti. Þá voru íbúar
Reykjavíkur taldir 167 alls, en í
Reykjavíkurkirkjusókn (sem nóði
einnig yfir Nessókn og Laugarnes-
sókn) voru alls 302 sálir, en íbúar
landsins voru þá alls taldir 38 363.
Móðuharðindin voru þá nýgenrin
um garð og árið 1785 höfðu lát-
ist 83 í Reykjavíkursókn, 36 í Nes-
sókn og 33 í Laugarnessókn, ..flest
úr vesöld, niðurgangi og kreppu-
sótt“ eins og segir í kirkjubókinni.
Hjer voru því óglæsilegir tímar. er
hin nýa borg reis á legg.
Á næstu árum fjölgar þó mjög
timburhúsum í kvosinni. Og á
næstu áratugum fjölgar einnig
mjög þurrabúðarmönnum. Þeir
reistu sjer torfbæi, flestir utan við
Kvosina. Tók þá að myndast bygð
í Skuggahverfi • og Þingholtum og
Grjótahverfið að stækka. Reykja-
vík varð þannig tvöföld í roð;nu.
Annars vegar voru timburhúsin í
Kvosinni, flest eign erlendra kaup-
sýslumanna, en hins vegar torf-
bæir íslendinga. Þegaf þcssa er
gætt má segja að íslendingar hafi
upphaflega bygt höfuðborg sína úr
torfi. Og þannig er hún álitum á
50 ára afmæli sínu.
í Landsbókasafninu er gevmt
handrit að skrá um torfbæi í
Rvík 1830 og bætt við nokkrum,
sem bygðust á næstu arum, eða
alt fram að 1840. Skrá þessi er
samin af Jóni Jónssyni prentara í
Stafni. Hefir hann tekið hana sam-
an á gamals aldri (1866) og má
því vera að einn og einn bær hafi
gleymst, annaðhvort vegna þess.
að höfund hafi mint að hann væri
rifinn fyrir þennan tíma, eða bygð-
ur seinna. En skrá þessi sýnir þó
greinilega hvernig Reykjavík hefur
verið á svipinn þegar hún hafði
náð fimmtugsaldri.
TORFBÆIRNIR í Reykjavík
voru yfirleitt ljelegri heldur en
sveitarbæir, enda var þeim venju-
legast hrófað upp af litlum efnum.
Til er lýsing á torfbæunum, er
Þorbergur Þórðarson rithöfundur
skrifaði eftir frásögn Ólafs Jóns-
sonar fiskimatsmanns, sem fæddur
var í Hlíðarhúsum 1856 og segir
þar meðal annars svo:
— Öll úthverfi Reykjavíkur
voru langt fram eftir aldarhelm-
ingnum eintómir torfbæir að heita
mátti. Hver bær var tíðast tvö hús,
er stóðu hlið við hlið. Annað hús-
ið var til íbúðar, hitt til elda-
mensku og geymslu. Veggir voru
hlaðnir úr torfi og grjóti, fram-
stafnar sumstaðar úr torfi og
grjóti, upp að glugga og þar fyr-
ir ofan gerðir úr timbri, en ann-
ars voru þeir allir úr timbri Aftur-
stafnar voru ýmist úr torfi og grjóti
upp að glugga og efri hlutarnir úr
timbri, eða þeir voru úr torfi og
grjóti upp úr og þá gluggalausir.
Þá hjetu þeir gaflöð. Framstafnar
sneru venjulega til suðurs, stund-
um til austurs. Sperrur voru að
jaínaði krossreistar (mynduðu
90 stiga horn í mæni). Stundum
voru þær með kalfa í mæni Á
sperrunum var skarsúð á íbúðar-
húsunum, en refti á eidhúsi og
geymslu. Þar ofan á kom torf-
þekja. Á milli þekjunnar og súð-
arinnar var hvorki tróð njc hella.
Laugt fram eftir aldarhelmingn-
um voru hjer til torfbærr, sem
voru með moldargólíi og höfðu
refti eitt og torf í stað súðar. Rúm-
stæðin voru bálkar, hlaðnir úr
torfi og grjóti, og þá var dreift
heyi undir sængurfötin. —
Þrifnaður stóð á þessum tím-
um í flestum greinum að baki því,
sem nú tíðkast, enda voru skilyrði
flest til þrifnaðar þá margfalt
verri en nú á tímum. Gólf voru
venjulega þvegin tvisvar í \ ikr', á
miðvikudögum .og laugardögum,
en aðra daga voru þau oftast sóp-
uð með fuglsvæng. Gólf voru aldrei
þvegin úr sápu, heldur aðeins úr
vatni og fínum sandi, sem sóttur
var niður í fjöru. Eftir þvottinn
var stráð á þau hvítum skeljasandi,
sem fluttur var í pokum utan úr
Örfirisey. Gólfdúkar eða teppi
voru þá ekki til. Hvíti skeljasand-
urinn var því fyrsti vísir til dúka
og teppa á gólfum. Honum var
dínnig stráð í ganga og bæjardyr,
þótti það hreinlegra og fallegra.
Sjaldnast voru vanhús við torf-
bæina. Karlmenn gengu örna sinna
út um holt og niður að sjó, en börn
og kvenfólk hægði sjer í nætur-
gögn, sem tæmd voru í hlandíor-
ir eða á sorphauga, er voru tieima
við flesta bæi.------
Þessu ber saman við lýsingu
Mackenzie, sem hjer var á ferða-
lagi 1810. Hann kom að prestsetr-
inu Seli. Þar átti þá heima Brynj-
ólfur Sigurðsson dómkirkjuprest-
ur. Segir Mackenzie svo frá:
— Presturinn mætti okkur við
dyrnar á kofaræfli, og leiddi okk-
ur inn löng, dimm og skítug göng
framhjá allskonar drasli, fram hjá
manni, scm var að berja harðfisk,
og inn í dimt herbergi. Það var
svefnherbergi fjölskyldunnar og
hið besta á bænum. Þakið var svo
lágt, að maður gat varla staðið
upprjettur, og þar var tæplega
rúm fyrir nokkurn hlut ncma hús-
gögnin, cn þau voru: rúm, klukka,
lítil kommóða og glerskápur. —