Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Blaðsíða 4
496 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í Reykjavík. Seinna bjó þar Jón Jónsson orðlagður sjósóknari, f?>ð- ir hinna kunnu Sölvahólsbræðra, Jóns og Steingríms. Hús S I S. var bygt rjett við bæinn. Lagð- ist hann litlu síðar í eyði og var rifinn). 8. Klöpp var bygð 1838, rjett fyr- ir vestan Skuggabæinn, en Skuggi er nú eyðilagður. (Bærinn stóð á hárri klöpp niður við sjóinn, rjett fyrir austan Klapparvör, sem var aðallendingarstaður á þ^ssum slóð- um. Þar standa nú olíugeymar B. P.) 9. Móakot var bygt sama árið, 1838. (Það var beint upp af Kveld- úlfshúsunum. Þar bjuggu einu sinni Jóhannes Guðmundsson og Sólveig Sigurðardóttir. Hún hafði áður átt Guðlaug Ólafsson frá Helgafelli og var sonur þeirra Ólaf- ur í Hlíðarhúsum (d. 1894), faðir sjera Þórðar á Söndum, föður Sig- urðar tónskálds). 10. Svo var Snússa, þar sem gamla Hólshúsið er. (Býli þetta stóð á ofurlitlum hól og hjet upp- haflega Litlibær. Lárus Hallgríms- son (bróðir sjera Sveinbjarnar) bygði það upp og var það þá kall- að Lárusarhús, en hlaut seinna nafnið Hólshús. En í daglegu tali var það kallað Snússa. Halldór Þórðarson bókbindari ljet rífa það og bygði þar tvílyft timburhús, sem nú er Laugavegur 4). 11. Garðshorn rjett fyrir ofan þar sem hús Helga Hálfdánarson- ar er núna; það stóð þar inn í Landshöfðingjatúnið, en var rifið þegar Hilmar Finsen var hjer st’pt- amtmaður. (Það var rifið 1868. Nú er þar verslun Jóns Björnssonar & Co.) 12. Bergstaftir þar sem þeir eru nú (á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis. Þar bjó eitt sinn Páll Eyjólfsson gullsmiður, sem jafnframt gaf sig við blaðanvensku og gaf út um nokkur ár blað, sem „Tíminn“ hjet). 13. Pjetursbær. í efri Þingholta- röðinni var norðast gamall bær, sem Jón sálugi Markússon átti og reif hann og bygði upp aftur, sem nú á Pjetur Stephansson Ottesen skósmiður. (Þessi bær hjet að rjettu lagi Bjarg og var nyrsta býlið í „Nýu Þingholtum“, en svo nefndist fyrst bygðin við Ingólfs- stræti. Lárus G. Lúðvígsson skó- smiður keypti seinast bæ þenna og reisti þar steinhús, sem enn stend- ur, Ingólfsstræti 3). 14. Þar rjett fyrir ofan Skafta- bær, sem kallaður er. (Þessi bær hjet áður Miðbýli, en seinna dró hann nafn af Skafta Skaftasvni járnsmið og smáskamtalækni. Þessi bær stóð þar sem nú er verslun Jóh. Árm. Jónssonar). 15. Stafn. Fyrir sunnan Pjetuis- bæ er bær, sem Einar heitinn póst- ur átti og nú býr í honum Jón Jónsson prentari. ( Þarna bjó og lengi Alexíus Árnason lögreglu- þjónn. Nú er þar Ingólfsstræti 5.) 16. Þar rjett fyrir ofan Miðbýlis- kot, sem nú er rifið. (Hjet seinna Rannveigarbær). 17. Ofanleiti. Næst fyrir simn- an Jóns prentara bæ er Ofanleiti, sem var bygt af Pálma sál. snikk- ara. (Þar bjuggu Jón Árnason (d. 1859) og Guðbjörg Jónsdóttir. Dótt- ir þeirra, Gróa „skreðari“ átti Frið- rik Gíslason verslunarmann og þeirra dóttir var Júlíana kona Hjartar Þórðarsonar hugvitsmanns í Chicago. Seinna bjuggu þar Magnús Magnússon (faðir Þórðar bókbindara og Magnúsar prentara) og Guðmundur Sigurðsson faðir Sigurðár, er lengi var skrifstofu- stjóri Eimskipafjelagsins. Bærinn var rifinn 1896 og nú er þar Tng- ólfsstræti 7). 18. Grímsbær. Þar fyrir sunuan Melbysbær eða Grímsbær, sá var álitinn elsti bær í þeirri röð; hann er nú rifinn og þar bygt Amtmanns húsið. (Þessi bær var kendur við Grím Bjarnason, sem bygði hann. Grímur tók sjer nafnið Melby og þess vegna var bærinn á seinni ór- um kallaður Melbysbær. Grímur var tengdafaðir Árna Gíslasonar leturgrafara. Grimsbær var rifinn 1879 og bygðu þeir Theodór Jónas- sen og Magnús Stephensen bar stórt tvílyft timburhús. Þar er nú Ingólfsstræti 9). 19. Pálsbær. Þar fyrir sunnan Pálsbær. (Þessi bær var kendur við Pál Magnússon afa Magnúsar Magnússonar skipstjóra. Þarna bygði Halldór Þórðarson seinna vandað steinhús, sem nú á Óskar Halldórsson útgerðarmaður, Ing- ólfsstræti 21). 20. Brenna. Upp undan hans (Pálsbæar) bletti var Brenna, sem nú er rifin og bygt þar steinhús. (Þarna bjuggu Ingimundur Þor- björnsson frá Ártúnum og Þuríður Eiríksdóttir. Dóttir þeirra var Gróa, sem Gróubær var við kendur. Son- ur þeirra var Jón sjóklæðasaum- ari, faðir Guðríðar, er giftist Jón- asi Guðbrandssyni, steinsmið og bjuggu þau langa ævi í Brennu. Þeir bræður Magnús og Jónas Guð- brandssynir rifu bæinn og bygðu þar steinhús, sem enn er kallað Brenna — á horni Spítalastígs og Bergstaðastrætis). 21. Sigurðarbær. Fyrir sunn- an Pálsbæ var Sigurðarbær og var bygður nokkru seinna. (Hann var kendur við Sigurð Jónsson snikk- ara bróður Jóns prentara. Sonur Sigurðar var Rafn skósmiður. Þessi bær hjet annars Norður-Berg. Þar er nú Ingólfsstræti 23). 22. Zakaríasarbær. Þar fyrir sunn an Zakaríasarbær, er nú rifinn og þar komið steinhús. (Þessi bær var fyrst bygður af Erlendi syni Run- ólfs Klemenssonar verslunarstjóra og var hann þá kallaður Berg. Sig- ríður dóttir Erlends giftist Zakarí-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.