Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Qupperneq 6
498
LESBÖK MORQJJNBLAÐSINS
son bæjarfulltrúi kotið, en tengda-
sonur hans, Þorsteinn Tómasson
járnsmiður reif það og reisti þar
smiðju sína. Þar er nú skrifstofa
Almenna byggingafjelagsins).
38. Grænibær, þar sem nú stend-
ur hús Ólafs gullsmiðs. (Líklegt er
talið að Páll Breckmann kauppm.
liat’i látið byggja þennan bæ. því að
hann stóð á lóð þeirri, er honum
hafði verið útmæld. Þetta var all-
reisulegur bær. Þar bjó einu sinni
Diðrik Hölter skósmiður og var þá
kallaður Höltersbær. Seinast átti
James Robb hann og ljet rífa hann
1848 og bvgði þar timburhús Það
hús eignaðist Ólafur Sveinsson
gullsmiður, ljet rífa það og bygði
annað hús fram við götuna. í
Grænabæ var Egill Jónsson bók-
bindari fæddur. — Nú stendur
þarna hið mikla hús Búnaðarbank-
ans).
39. Malínubær. Svo var Mah'nu-
bær, sem Oddur sál. Guðjónsson
átti og gerði að timburhúsi, sem
Þorkell snikkari á núna. (Þennan
bæ bygði fyrst Teitur Sveinsson
vefari 1797 og var hann þá kallað-
ur Teitsbær. — Teitur var verk-
stjóri hjá klæðaverksmiðjunni. A.r-
ið 1824 bygði Hannes Gissurarson
Olsen trjesmiður bæinn að nýu.
Kona hans var Magdalena eða
Malena — dóttir Jóhannesar Zccga
og fjekk bærinn þá nafnið Malínu-
bær. Oddur Guðjónsson trjesmið-
ur eignaðist bæinn um 1850 og
reisti þar timburhús. Þar bjó síðan
Pjetur Guðjónsson organisti, bróð-
ir hans. Þar er nú Tjamargata 8).
40. Guðmundarbær. Þar rjett
fyrir sunnan var lítill bær, scm
átti Guðmundur hríshaldari, öðru
nafni kallaður „Fjósarauður“ og
hans kona Margrjet, kölluð „skarn
í a‘uga“. Þar bygði Þorkell snikk-
ari hús í sumar 1886.
41. —42. Suðurbæir. Þar fvrir
sunnan, þar sem kálgarðarnir eru
núna frá Þorkeli snikkara og Mad-
dömu Guðjónssen, voru tveir bæ-
ir, kallaðir Suðurbæir. (Þar var áð-
ur bústaður lóskera innrjetting-
anna. Bæir þessir stóðu þar sem
Vonarstræti endar nú milli Suð-
urgötu og Tjarnargötu. í öðrum
bænum bjó lengi Ólafur Jónsson
tómthúsmaður, sá er seinastur allra
var settur í gapastokk hjer á dög-
um Frydenbergs. Suðurbæirnir
voru rifnir nokkru eftir 1860 og
þótti landhreinsun að þeim. því að
þeir voru ekki bæjarprýði talin).
VESTURBÆRINN
Þá var Melkot og Melshúsaþorp-
ið í líku formi og nú er.
43. Melkot. (Þar eru tveir ábú-
endur 1769, en ekki er vitað hve-
nær býlið var reist. Frá 1825 bjó
þar sama ættin fram yfir seinustu
aldamót, fyrst Sigríður Magnús-
dóttir ekkja, þá Einar sonur henn-
ar og seinast Magnús sonur hans
um 50 ára skeið. Þar er nú ráð-
herrabústaðurinn.
44. —48. Melshús. (Þessi bær
hafði upphaflega grasnyt, en þegar
Hólavallaskóíi var reistur 1785 vár
grasnytin lögð til hans og bærinn
breyttist í tómthús. Eftir aldamct-
in 1800 fer býlum að fjölga þarna
og urðu þau alls fimm. í einu þeirra
fæddist Jón Guðmundsson ritstjóri
Þjóðólfs. Melshúsabæirnir voru
rifnir þegar kirkjugarðurinn var
gerður, að bæ Bjarna Matthíasson-
ar hringjara undanteknum, en sá
bær var rifin 1908).
49.—50. Skólabærinn (eða Skóla-
bæirnir. Þeir voru reistir á lóð
Hólavallaskóla eftir að hann var
rifinn 1807. í öðrum bænum bjó
Jón Valdason, annálaður atorku-
maður, einhver sá fyrsti sem gerði
sjer akstur að atvinnu. Þarna er
nú Suðurgata 26).
51.—52. Hólakot. (Það var upp-
haflega grasbýli, en nokkuð af
grasnyt þess var lagt undir inn-
rjettingarnar og þá kallað „Ullar-
stofutún“, en það, sem eftir var
seinna lagt undir Hólavallaskóla.
Þama voru einu sinni tveir bæir
og margbýli. Þar bjó lengi Gissur
Magnússon næturvörður, sem
gekk um göturnar með gaddakylfu,
stundaglas og ljósker. Hólakot <dóð
þar sem nú er Garðastræti 41, eða
milli þess og Suðurgötu 16)
Grjótaþorpið var líkt og nú.
53. Hclgabær þar sem hann er.
(Þetta var syðsta býlið í Grjóta-
þorpi. Þann bæ bygði Helgi Eyólfs-
son frá Bútsstöðum um 1830. Þarna
bjó Jón Borgfirðingur um hríð