Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 499 löngu seinna. Bærinn stóð þar sem Þórður Thoroddsen læknir bygði hús sitt á horni Túngötu og Garða- strætis). 54. Vaktarabær (stóð vestur við Götuhúsatún, kendur við Guð- mund Gissurarson vaktara. Seinna bjó þar Sigríður Ólafsdóttir ekkja og þar ólst upp sonur hennar Bertel E. Ó. Þorleifsson skáld). 55. Finnbogabær, sem Jón sál. Ólafsson átti — þar hefir Magnús Ólafsson snikkari bygt" tvíloftað hús. (Þennan bæ reisti Finnbogi Björnsson, faðir Teits dýralæknis. 1859 keypti Jón Ólafsson prentari bæinn. Húsið, sem Magnús Ólafs- son reisti þar er fyrir sunnan Grjótagötu og var 'lengi kallað „Hæstirjettur“, af því að það stóð hátt og var svo hátt að það gnæfði yfir byggingarnar þar um kring). 56. Ástnundarbær. (Hann var kendur við Ásmund Sigurðsson, bróður Einars í Melkoti.' Þarna bjó lengi Þorkell Þórðarson, einn af hinum kunnu Borgarabæarbræðr- um. Bærinn stóð fyrir norðan Helgabæ). ’ 57. Grjóti. (Þetta var upphaflega hjáleiga frá Vík og er svo talið í Jarðabókinni. Þar fyrir norðan var Grjótatún. En þegar farið var að byggja dómkirkjuna, var grjótið til hennar rifið upp úr Grjótatúni og það ónýtt. Komu þar þá kál- garðar. Um miðbik 18. aldar var komið þarna bæahverfi. í Grjóta bjó einu sinni Sighvatur Sighvats- son, langafi Sighvats Bjarnasonar bankastjóra. Grjóti stóð næstur fyr- ir norðan Helgabæ, neðan við Ásmundarbæ). 58. Hákonarbær (var fyrir norð- an Grjótaþorpið. Hann var kend- ur við Hákon Oddsson frá Vatns- leysu, sem kallaður var Hákon ríki, þótt bláfátækur væri. Hann bvgði bæinn um 1799. Sonur hans var Einar hattari og kaupmaður, kall- aður Haakonsen. Seinna eignaðist Melshúsabærinn austasti. bæinn Jón, fóstursonur Geirs bisk- ups. Sonur Jóns var Torfi formað- ur, er bjó þar alla sína tíð. lón sonur Torfa reif bæinn um sein- ustu aldamót og bygði timburhús, sem enn stendur þar rjett fvrir austan — Mjóstræti 10). 59. Birgittubær var þar sem hús sjera Odds Gíslasonar stendur. (Hann var kendur við Birgittu Halldórsdóttur, ekkju Sigmundar Jónssonar trjesmiðs, er hafði reist hann. Seinna keypti Gísli Jónsson snikkari bæinn, reif hann 1844 og bygði þar timburhús, Brattagata 5. Kona Gísla hjet Rósa Grímsdótt- ir, „mikilúðleg kona, há og þrek- in og hafði hvellan málróm. Hún drotnaði yfir Grjótaþorpi og göt- unni, sem þá var altaf nefnd Rósu- stígur og húsið Rósuhús.“ Sonur þeirra hjóna var sjera Oddur V. Gíslason). 60. Sandholtsbær þar sem nú stendur hús Thomsenssystra. (Hann stóð norðanvert við Grjóta- götu og var kendur við Bgil Sandholt, sem reisti hann. Að Agli látnum bjó Jens sonur hans þar til æviloka 1837. Seinast bjó þar Oeir skóari Jónsson frá Hákonarbæ og var bærinn þá nefndur Geirsbær. Hann var rifinn um 1850 og þar bygt timburhús, sem Stefán Eiríks- son trjeskeri átti). 61. Arabær (stóð norðan við Hákonarbæ og hjet upphaflega Hjallakot, en dró nafn af Ara Magnússyni, síðar í Skálholtskoti, af því að hann bjó þar um hríð. Þar var einu sinni þríbýli. Nú er þar Mjóstræti 4). 62. Brekkubær rifinn og þar bygt Vinaminni.. (Þarna var upphaflega fjós mikið, sem Kristófer Faber átti. Var búið í vesturenda þess og kallað Fabersfjós. Þegar fjósið var rifið bygði Þóroddur nokkur Sigmundsson þar bæ og var hann kallaður Þóroddsbær. Seinna var honum gefið nafnið Brekka, en var alment kallaður Brekkubær. Þar bjuggu seinast Einar hattari Sæ- mundsson og Guðrún Ólafsdóttir. „Sigríður dóttir hjóna í Brekku- bæ“ varð kona Eiríks meistara Magnússonar í Cambridge). 63. Hákot. (Það var reist nokkru eftir aldamót 1800, rjett hjá Ara- bæ. Bjó þar lengi Þórður Gisía- son og síðan Jón sonur hans, bæj- arfulltrúi og merkur maður, d. 1902). 64. Vigfúsarkot. (Það hjet fyrst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.