Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1949, Síða 15
LESBOK MORGUKBLAÐSINS
507
SKALDIN
EDWIN CERIO rithöfundur og auðug-
asti maður á litlu eynni Capri, sem er
skamt undan Neapel, hefur nýlega gef-
ið út bók um þau skáld, sem dvalist
hafa á eynni síðan hann man eftir.
Hann er nú sjötugur og var íaðir hans
læknir þarna.
Fyrstu skáldin, scm uppgötvuðu
þessa itölsku paradís, voru af ger-
mönskum ættum. Þar voru fremstir í
flokki H. C. Andersen danska ævin-
týraskáldið og þýska skáldið Gerhard
Hauptmann. Svo kom þýska Ijóðskáld-
ið Rainer Maria Rilke og orkti þar
angurvær ástaljóð. Þar næst kom
sænski rithöfundurinn og læknirinn
Axel Munthe. Þarna ritaði hann bók
sína „San Michele", sem hefur orðið
frægust allra bóka næst bibliunni,
gefin út á 32 tungumálum og alls
staðar metsölubók.
Skömmu eftir aldamótin kom þang-
að ungur enskur læknisstúdcnt, til þess
að eyða sumarleyfi sínu á ódýran hátt.
Hann gat þá dvalist þar í tvo mánuði
og dvalarkostnaður, ásamt fargjaldi
báðar Jeiðir, var ckki ncma 20 Stcr-
lingspund. Hann hjet William Somcrsct
Maugham, og hann varð ekki læknir,
hcldur rithöfundur, og hann hcfur
haldið trygð við Capri siðan.
Joseph Conrad ritaði fyrstu fimrn
smásögurnar sinar á Capri, en ;íðan
settist hann að á Englandi.
Einn af kunnustu rithöfundunum á
Capri er Norman Douglas. Hann er
Englendingur og nú rúmlega áttræður
að aldri. Þegar hann var ungur var
hann við sendisveit Breta í Pjetursborg
í Rússlandi, en hvarf frá því starfi til
þess að ferðast um Ítalíu og hafnaði á
Capri. Þar ritaði hann skáldsögu, sem
hjet „Siren Land". Hún fjekk heldur
kuldalegar móttökur, er hún kom út.
Fáir vildu kaupa hana og scinast var
upplaginu fleygt. En nú sclst hver bók
af þcssari útgáfu fyrir meira heldur cn
höfundurinn fckk i ritlaun fyrir hana.
Douglas hcfur ritað ævisögu sina og
scgir þar frá því er hann kom fyrst til
Capri. Þá keypti hann þar ljómandi
skógarspildu fyrir sama sem ekki neitt,
°g bygði þar sjálfur ævintýrahús. —
Seinna l' nti hann í fjárkröggum og
ím.U það. I aeinaita -Luðj var hani'i j
Lnglandi, en hefur nú horfið aftur til
Á CAPRI
Capri. Kona hans er dáin og einkason-
ur hans er rithöfundur í Ameríku. En
í fyrsta skifti á ævi sinni er hann nú
„á hinni grænu grein", því að Mctro-
Goldwyn-Mayer kvikmyndafjelagið
hefur keypt af honum rjettinn til að
filma skáldsögu cftir hann, scm heitir
„Sunnanvindur".
Húsið „II Rosario", scm gnæfir yfir
dimmblátt hafið, þar scm þeir rithöf-
undarnir Thornton Wilder, Hugh Wal-
polc og Campton Mackenzie áttu áður
heima, er nú eign Graham Green og
þar býr hann og er að breyta skáld-
sögunni „Sunnanvind“ í kvikmynda-
leikrit. Þeir Norman Dotlglas hafa því
mikið saman að sælda, og hittust dag-
lega í sumar í veitingahúsi til þess að
ræða um þetta efni.
Einn af hinum kunnu rithöfundum
á Capri er Francis Brett Young. Hann
las upphaflega læknisfræði eins og
vinur hans Somerset Maugham, en
misti heilsuna í stríðinu í Vestur-Afriku
á árunum 1914—18. Hann fór þá fyrst
til Capri 1919 sjer til hcilsubótar og
dvaldist þar samflcytt í 10 ár og vann
að ritstörfum.
Einkcnnilegastur af öllum rithöfund-
unum á Capri — og cf til vill sá skyn-
samasti — er Þjóðverjinn barón Gluck.
Hann er nú um sextugt, hár og gjörfu-
legur maður. Hann lifir aðallega á nið-
ui’soðnum þýskum blóðpylsum, sem
enginn ítali mundi vilja leggja >sjer
til munns. Hann sjest stundum á gangi
með prinsessu Pignatelli, sem er mynd-
höggvari. Hún er altaf með kofra á
höfði og blæju fyrir andliti. Hún hefur
sagt: „Þegar jeg var 16 ára gömul,
sannfærðist jeg um það að jeg mundi
aldrci verða laglcg, og þess vegna tók
jcg þann kost að vcrða cinkennileg. ..“
Henni hcfur tckist það.
Gluck barón vinnur að ritstörfum
alla daga og stundum langt fram á
nótt. En þcgar hann hcfur lokið við
handrit að cinhvcrri bók, gcngur h.mn
mcð það fram á háan klctt skammt frá
húsi sínu og fleygir því í sjóinn. Hann
var spurður að því hvers vegna hann
gerði þetta og þá svaraði hann:
„Mcð þcssu móti nýt jcg þcirrar
ánægju að festa hugsanir ntinar á
(tjþpir, og losa svo 3^14 vjð það omak
að lesa það, sem jeg hef sknfað."
Barnahjal
Faðirinn fór í gönguför með
son sinn. Eftir nokkra stund fór
drenghnokkinn að dragast aftur
úr.
— Geng jeg of hratt, góði
minn?“ spurði pabbi.
— Nei, það er bara jeg scm
gcng of hægt, svaraði sá litli.
★
Ella átti afrnæli. Rjctt áður cn
gestirnir komu sagði hún við
mömmu sína:
— Jeg vona að jeg fái margt
fallegt frá telpunum.
— Þú átt ekki altaf að vera
að hugsa um það að fá eitthvað,
sagði mamma. Þú verður líka
að hugsa um að gefa.
— Jæja, jæja, þá vona jeg að
telpurnar gefi mjer mikið, sagði
Ella.
★
Það var verið að reyna að
kenna Júlla að þekkja á klukku.
— Þetta eru klukkustundirnar,
þctta eru mínúturnar og þctta-
cru sekúndurnai-, og mundu það
nú.
Júlli glápti um stund eins og
sauður, cn sagði svo:
— Hvar eru augnablikin.
★
Stjáni var ekki nema fjögurra
ára þegar hann eignaðist systur.
Foreldrarnir voru dauðhrædd um
að hann mundi verða af-
brýðissamur og kynokuðu sjer
við að segja honum frá þessu.
Seinast kom þeim saman um að
þau skyldu láta hann uppgötva
það sjálfan. Mamma kom heim
af fæðingardeildinni eftir að
Stjáni var sofnaður og svo var
vaggan mcð litlu systur sett fram
an við rúniið hans.
Stjáni vaknaði sncmma na'sta i
morgun og þcgar hann sá litla !
barnið þarna fyrir framan sig
varð hann himinlifandi af kæti
og spurði:
— Á jeg þetta?
Honum var sagt að svo væri. I
Upp frá því átti hann litlu syst-
ur — hann og enginn annar.
4 1 —............. ..........V