Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1949, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1949, Qupperneq 1
J§tí>t$»lrW>;£Íll£ 47. tölublað. Gamlársdagur 1949. XXIV. árgángur. ------------------------------------,-- K J ARNÖRKAN TIL LÆKIMINGA A KRABBAIMEINI Eftir J. S. FLESTIR hugsa sjer kjarnorkuna sem ógurlegt eyðileggingarafl. Mín reynsla er sú, að hún getur bjarg- að lífi manna. í’yrir einu ári lá jeg í rúminu með óþolandi kvöl- um og átti mjer ekki aðra ósk heitari en þá, að dauðinn leysti mig frá þjáningunuml í dag er jeg starfandi þegn í þjóðfjelaginu, kenni mjer einkis meins, hlaðinn kjarnorku og lífsorku. Mjer hafði farið sem öðrum, að jeg varð skelfingu lostinn er fregn- in kom um að kjarnasprengju hafði verið varpað á Iliroshima hinn 6. ágúst 1945. Mjcr ofbauð, eins og öðrum, hin hræðilega eyðilegging, og mjer varð blátt áfram ilt af að hugsa um það að 210 þúsundir manna, kvenna og barna höl'ðu l'ar- ist við sprenginguna, eða dáið seinna af völdum geislana frá henni. Ef einhver hefði þá sagt mjer að fjorum árum seinna mundi jeg sjálfur ganga um kring hlaðinn atomgeislum, þá hefði jeg haldið hann geggjaðan. En þótt ótrúlegt, sje, þá heíir nú þetta skeð. Randall Ef mönnum hefði ekki tekist að beisla kjarnorkuna, þá væri jeg nú ekki á lífi. Og á þessu ári hefi jeg fengið í mig meira af atomgeisl- um en nokkur annar maður, og alla mína ævi munú þessir geisl- ar stafa út frá mjer. Þetta ber eigi svo að skilja að jeg sje sjálflýsandi í myrkri, en stundum, eftir að jeg halði fengið „atomblöndu“ þá hoppaði Geiger- mælirinn eins og api. Og í marga daga á eftir þótti það ráðlegast að ungt fólki kæmi ekki nærri mjer og þeim geislunum, sem stöfuðu frá mjer. Fram að þessu hafa vísinda- menn ekki uppgötvað nema brot af því hverja þýðingu kjarnorku- vísindin hafa. Á hverjum degi upp- götva þeir eitthvað nýtt. Og það getur vel verið að bráðum njótið þið góðs af þessu á einhvern hátt. Nú stefna kjarnorkuvísindin nær eingóngu að því, að nota þennan kraft til góðs, til þess að framleiða betri fæðu, klæði, húsnæði og sam- göngutæki, og til að finna ódýra og hentuga orku fyrir iðnaðinn. & -*■ „IIirosliima-coc,ktail‘< . Til þessa er varið mörgung ríiiíjón- um dollara árlcga. *Xf -, SAGA MÍN byrjar í rauninrii á smá óhappi, sem jeg varð tyrir 27. desember 1947. Jeg var -bá 55 ára og virtist við bestu heilsu. Jeg ætlaði að fara með umbúðir af jólagjöfum niður í miðstöð. Stig- inn niður í kjallarann var brattur, og í efstu riminni misti jeg fót- anna og hrapaði niður. Jeg kom niður á fæturnar, en það varo eins bog brestur í bakinu á mjer. Daginn eítir hafði jeg mikinn verk í bak-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.