Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1949, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1949, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 599 lokið fekk jeg að fara um sjúkra- húsið í hjólastól. í nóvember fekk jeg þriðja geisla drykkinn. Þá var jeg orðinn þján- ingalaus fyrir nokkru. Jeg var far- inn að stíga í fæturnar og farinn að liðka mig. Hinn 25. nóvember var jeg orðinn svo hress að jeg ók í bíl til New Jersey að heimsækja bróður minn, og svo aftur til sjúkra hússins um kvöldið. Læknirinn ráð- lagði mjer að láta bróðurson minn ekki koma nálægt mjer, því að fyrir hann gæti geislaútstöfun frá mjer verið hættuleg. FJÓRÐA geisladrykkinn fekk jeg í desember og varð þá enn að vera einangraður í fimm daga. En 20. desember voru mjer sögð þau gleðitíðindi að jeg mætti fara heim og vera þar um jólin. Við Dorothy sátum ein að jóla- borðinu, en á eftir komu frændur og vinir til þess að bjóða mig vel- kominn heim. Þetta eru einhver þau gleðilegustu jól, sem jcg hefi lifað. Þegar kom fram i janúar varð jeg að fara aftur til sjúkrahússins til þess að fá fimta geisladrykk- inn. Þá var jeg eins og nýr mað- ur. Jeg gat gengið hiklaust og var beinn í baki og hafði þyngst um 5 kíló. Læknarnir voru ánægðir. — Nú er óhætt að taka af .yður gibsumbúðirnar, sögðu þeir. Það voru viðbrigði að losna úr því skrúfstykki. í staðinn fekk jeg Ijett lífstykki, sem jeg mátti taka af mjer á kvöldin áður cn jeg fór að sofa. Jeg fór nú að spyrja læknana um þetta töfralyf, sem hafði bjargað lífi mínu. Þeir sögðu að geisla- virkt joð væri ekki nema eitt af hundrað geislavirkum efnum, sem mönnum hefði tekist að framleiða síðan kjarnorkan kom til sögunn- ar. Þeir kalla þau „isotop“. Og þcir sögðu mjer að „isotop“ væri hlið- stæð efnum þeim, er finnast í nátt- úrunni, en hefði aðra atomvigt. Sum af þessum framleiddu efnum eru óvirk, önnur eru geislavirk og stundum eru geislarnir svo sterkir, að þeir geta farið í gegn um nokk- urra þumlunga þykt stál. Geislavirk efni missa kraft sinn mismunandi fljótt. Silfurisotop missir kraft sinn á nokkrum sek- úndum, en sum kolisotop geta ver- ið geislavirk í nokkrar þúsundir ára. Til eru tvenns konar joðiso- . top. Það, sem þeir gáfu mjer, miss- ir helming krafts á átta dögum. Það þýðir sama sem að viku eftir að jeg hefi drukkið atomjoð, stafa af mjer helmingi minni geislar en í byrjun, eftir sextán daga ekki nema 25% og eftir mánuð hefi jeg mist 90% af geislunum. GEISLA lækningar eru ekki nýar af nálinni. Það eru 40 ár síðan radíum fanst og farið var að nota það, hið eina geislavirka efni, sem í jörðu er. En radíum er mjög sjald- gæft, og með það er vandfarið. Nú geta eðlisfræðingar framleitt mörg geislavirk efni úr jafn algengum efnum og járni, sinki, fosfór, natrí- um, joði o. s. frv. Þau gera sama gagn og radíum, en eru miklu betri. Áður en kjarnasprengjan kom til sögunnar, hafði eðlisfræðingum þó tekist að framleiða viss geisla- virk efni, en aðferðin var svo kostn aðarsöm, að hefði meðalið, sem jeg fekk, verið framleitt þannig, þá hefði það kostað 20.000 dollara. Nýasta aðferðin við að framlciða geislavirk efni, er að baka þau í „uranofni“. Þessi ofn er í rauninni ekki annað en kjarnasprengja, sem brennur mjög hægt. Eínið, sem á að gera geislavirkt, er látið í al- uminiumhylki, og það síðan sett í botn ofnsins. En það er ekki víst uð úr efninum komi sama efni og í hann er látið. Sje brennisteinn látinn í ofninn, fæst ekki úr hon- um geislavirkur brennisteinn, heldur geislavirkt fosfór. Sje gull sett í ofninn kemur úr honum geislavirkt merkúríum. Geislavirkt joð fæst með því að baka hið sjaldgæfa efni „telluri- um“ í ofninum. En það er einnig hægt að vinna joð úr úraníum- öskunni eða gjallinu úr atomeld- inum. LÆKNARNIR sögðu mjer, að at- omjoðið, sem jeg fekk, væri kom- ið frá Oak Ridge í Tennessee. Rúm- lega fimtíu sjúkrahús, heilsuhæli og efnarannsóknarstofur úm öll Bandaríkin fá reglulega geislavirkt joð þaðan. Þegar atomeldurinn í ofninum er kulnaður, þarf marg- brotna aðferð til þess að ná geisla- virku joði úr gjallinu, og þetta verður að gerast þannig, að enginn maður komi þar nærri. Svo er hið geislavirka joð látið í glerflöskúr, sem eru innan í stálhylki, en utan um hvert stálhylki, er tveggja þumlunga blýhylki. Þetta er svo látið niður í sterkan trjekassa. Síð- an er athugað með Geigermæli hvort nokkrir geislar stafi frá kass- anum, því það má ekki. Ef alt er í lagi er kassinn sendur í skyndi út á flugvöll og um borð í einhverja flugvjel, sem flylur hann á áíanga- stað. Mjer var ennfremur sagt, að at- omjoð hefði reynst mjög vel í veik- ijiduin í skjaldkirtlinum. Áður var ckki um annað að gera en reyna uppskurð. í Kingbridge sjúkrhúsi liafa menn komíst að raun um að tvær inntökur af atomjoði nægja til þess að lækna ofvöxt í skjald- kirtlinum. Þá var mjer sagt að atomjoð hefði einnig reynst ágætlega við krabbameini í hálsi, og að sjúkling- ar, sem vonlaust var um, hefði fengið bata. Eins og síðar segir,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.